Jæja góðan dag...

Fór í vinnu klukkan 7 í morgun með spúsa og vann þar í 2 tíma, bjargaði auðvitað fyrirtækinu eins og það leggur sig, með þvíWhistling Fer svo núna á eftir að vinna í Heimaþjónustunni til 10-12 og aftur frá 1-3 og síðan 5-9...Cool Þetta er nú svolítið asnalegt er það ekki, en þetta er bara tímabundið, planið er að vinna fyrir hádegi í nýju vinnunni og hafa svo bara kvöldvinnuna, enga dagvinnu í Heimaþj. Bjargar miklu að þetta eru nú engar svaka vegalengdir og allt sem ég keyri í aðalvinnunni fæ ég nú borgað og nota svo litla jeppann hans spúsa míns og hans olíu, í fyrstu vinnunni á morgnanaWink   Bara gaman og ég er góðJoyful Okkar eðla heimilisköttur biður að heilsa og finnst ósköp eðlilegt að hann skyldi fá alla þessa samúð í gær, en eins og sönnum ketti sæmir þá þakkar hann auðvitað ekki fyrir sigTounge Eigið öll góðan dag elskurnar mínar og ég vona að ný vinnuvika verða ykkur auðveld og skemmtilegSmile  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Til hamingju með nýju vinnuna

Birna Dúadóttir, 22.9.2008 kl. 10:08

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

 Coffee DrinkerGott að Lúsifer þótti vænt um kveðjur og umhyggju fyrir honum. Óska þér góðs mánudags, kæra bloggkona. 





Heiður Helgadóttir, 22.9.2008 kl. 10:12

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Njóttu dagsins, dugnaðarforkurinn þinn.

Ég hins vegar, nenni ekki að hreyfa mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.9.2008 kl. 10:40

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Þakka þér fyrir, þetta er bara gaman

Heidi mín: Sömuleiðis góðan mánudag

Jenný mín: Það verður að vera einhver með viti

Jónína Dúadóttir, 22.9.2008 kl. 12:16

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég er enn að gá til veðurs

Ía Jóhannsdóttir, 22.9.2008 kl. 12:29

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ía mín:

Ragna mín: Klíkuskapur skoÞú dettur örugglega ofan á eitthvað skemmtilegt, bara hafa augu og eyru opin og skella sér svo bara ófeimin á það sem droppar upp

Jónína Dúadóttir, 22.9.2008 kl. 12:56

7 identicon

Til lukku líst vel á þetta vinnuplan hjá þér, og skilaðu heilsu til Lúkasar hehe..

Jokka (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 13:23

8 Smámynd: Erna Evudóttir

Til hamingju með þetta alltsaman, nýju vinnuna, Jóa, köttinn og svo framvegis

Erna Evudóttir, 22.9.2008 kl. 15:57

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Jahérna ert þú þá svona álíka klikkuð og égEn takk fyrir það mín kæra og ég skal skila því

Erna mín: Takk og takk og takk og svo framvegis

Jónína Dúadóttir, 22.9.2008 kl. 17:04

10 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Til hamingju með nýju vinnuna, er samt enn að velta fyrir mér hvað er aðalvinna og hvað ekki og líka þessari tímasetningu á aðal/auka?vinnunni, en þetta er nú allt saman bara vegna þess að ég fór á Öbbukvöld á föstudag og drap einhverjar sellur með því að fá mér ofurlítið öl, þær drepast held ég hraðar með aldrinum

Sigríður Jóhannsdóttir, 22.9.2008 kl. 18:33

11 identicon

Til hamingju með vinnuna

Dísa (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 20:02

12 Smámynd: Skattborgari

Það er nú betra að vinna allt í einni lotu og þá kmest maður líka fyrr heim.

Kveðja Skattborgari hinn ljóti.

Skattborgari, 22.9.2008 kl. 20:35

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari (hinn ljóti ?): Jú auðvitað er það betra en það er bara ekki alltaf hægt

Dísa mín: Þakka þér fyrir elsku dúllan 

Jónína Dúadóttir, 22.9.2008 kl. 21:07

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Það er ekkert að sellunum þínum, þeim sem eftir eruÞað er ekki alltaf fyrir óbrjálað fólk að fatta allt sem ég tek uppá

Jónína Dúadóttir, 22.9.2008 kl. 21:09

15 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Satt er það, en ég er nú samt ekki óbrjáluð skal ég segja þér

Sigríður Jóhannsdóttir, 22.9.2008 kl. 21:12

16 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Gott að þú er komin heim væna mín, ekki venjulegt að slíta vinnudaginn svona sundur

Sigríður Jóhannsdóttir, 22.9.2008 kl. 21:12

17 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Ójá alltaf gott að koma heim...Þetta verður bara svona þessa viku, svo lagast þetta...Góða nótt ekki óbrjálaða kona

Jónína Dúadóttir, 22.9.2008 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband