Stundum að hugsa um....

... jú það kemur víst fyrir að ég hugsa, svona af og til... já hugsa um, að ég hef það líklega allt of gott...Wink Ég á yndisleg börn og barnabörn, frábæran mann, fallegt heimili og allt til alls, systur mínar segja að ég eigi alltaf tvennt af öllu... og svo er ég farin að vinna allt of mikið... Þetta síðastnefnda er klárlega til marks um að ég er farin að fá leið á hóglífinu og á þá til að missa mig út í vinnur... Það er alls ekki svo að ég þurfi að vinna eins og vitlaus, þetta er krónískur ósiður eiginlega... Whistling En á meðan það er gaman þá held ég því sjálfsagt bara áframTounge Ég framleiddi alveg dauðóvart, ferlega fyndinn furðusvip á yfirmanninn minn um daginn, þegar hún sagði mér að ég ætti ennþá eftir 2 vikur af sumarfríinu mínu, sem ég hélt satt að segja að ég væri löngu búin meðW00t Hún spurði hvort ég vildi ekki bara klára það núna, en ég þakkaði pent og sagði henni að ég hreinlega nennti ekki að hafa meira frí í bili, hvort ég mætti ekki bara eiga það inni þangað til seinna í vetur... Hún játti því auðvitað, enda meiriháttar manneskja en horfði í leiðinni á mig, eins og ég væri græn geimvera eða með dauða önd á höfðinu eða eitthvað álíkaLoL En svona í alvöru talað það er hægt að fá nóg af öllu, líka fríumGrin Eigið góðan dag elsku krúttin mín og... já eigið bara góðan dagSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Helgadóttir

þú ert lánsöm kona, en kannt líka að meta það. Alltof margir kunna ekki að meta hvað það hefur það gott, matur á borðum, gott rúm að sofa í, og svo ofan á allt, góður kall og góðir afkomendur.

Eigðu góðan dag mín kæra, gaman væri að hitta eitthvað af bloggvinum mínu, þegar að ég kem heim.

Heiður Helgadóttir, 23.9.2008 kl. 09:47

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heidi mín: Já vina mín ég er sko lánssöm og kann virkilega að meta þaðEf þú kemur til Akureyrar þá þætti mér alveg ofsalega vænt um að fá að hitta þig

Jónína Dúadóttir, 23.9.2008 kl. 09:50

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er viss um að þú átt það fullkomlega skilið að hafa það gott.  Ég er bandsjúr á því.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2008 kl. 09:52

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jenný mín: Þakka þér fyrir og sömuleiðis

Jónína Dúadóttir, 23.9.2008 kl. 09:53

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Uss ég er í leiðindaveikindafríi.Og ég á bara eitt af öllu ekki tvennt,það er nefnilega svo lítið pláss hjá mér

Birna Dúadóttir, 23.9.2008 kl. 10:41

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Einu sinu þóttu það forréttindi að vera ,,bara" heima en nú held ég að það hafi snúist við, ja alla vega eftir færslunni þinni að dæma hér að ofan

Ía Jóhannsdóttir, 23.9.2008 kl. 12:31

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Knús til baka á þig, eins og alltaf

Birna mín: Þú átt nú fleiri en eitt barn og barnabarnLáttu þér batna hægt og rólega, þú veist að góðir hlutir gerast hægt, þú kenndir mér það

Ía mín: Ég naut þeirra forréttinda að geta verið "bara" heima þegar börnin mín voru lítilNúna hef ég ekki nóg að gera til að nenna að vera "bara" heima

Jónína Dúadóttir, 23.9.2008 kl. 12:39

8 Smámynd: Skattborgari

Það er mikilvægt að maður sé sáttur við sína stöðu sem mjög margir eru ekki.

Tvennt af öllu áttu líka 2 eiginmenn?

Kveðja Skattborgari hinn ljóti.

Skattborgari, 23.9.2008 kl. 18:52

9 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Elsku Ninna mín, ég sagði í vinnunni um daginn að ég vildi vera orðin 67 ára, en meinti það nú reyndar ekki nema bara í smástund. Það er voða gott að vinna og geta unnið

Sigríður Jóhannsdóttir, 23.9.2008 kl. 19:45

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari: Hm... athyglisverð hugmynd...En segðu mér, af hverju "hinn ljóti" ?

Sigga mín: Þú ert dásemd baraJú gott að vinna og geta það, en líka gott að fá frí, bara hóf á öllu

Jónína Dúadóttir, 23.9.2008 kl. 22:40

11 Smámynd: Skattborgari

Jónína. Ástæðan er einfaldlega sú að ég er í ljótari kantinum.

Kveðja Skattborgari hinn ljóti.

Skattborgari, 23.9.2008 kl. 23:09

12 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hann er í ljótari kantinum,hvurslags eiginlega umsögn er þetta um sjálfið

Birna Dúadóttir, 24.9.2008 kl. 00:50

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari: Þú ert ekki hlutlaus dómari

Birna mín: Já finnst þér nokkuð.... með fullri virðingu fyrir honum þá held ég bara að hann hafi ekki vit á þessu 

Jónína Dúadóttir, 24.9.2008 kl. 05:57

14 Smámynd: Erna Evudóttir

Ég hef líka helling af hlutum til að vera þakklát fyrir, í mörg ár var ég og er enn voða þakklát fyrir að hafa eldhúsglugga það er soldið löng saga á bakvið það en finnst ennþá gott að hafa svoleiðis

Erna Evudóttir, 24.9.2008 kl. 08:24

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna mín: Jú ég er líka alveg þakklát fyrir að hafa eldhúsglugga og auðvitað er ég með tvo...

Jónína Dúadóttir, 24.9.2008 kl. 09:24

16 Smámynd: Skattborgari

Það er alltaf verið að segja mér að ég sé það. Pabbi eins vinar míns hélt að ég væri jafn gamall honum. 30árum eldri en ég er.

Kveðja Skattborgari hinn ljóti.

Skattborgari, 24.9.2008 kl. 19:17

17 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari alveg örugglega ekki hinn ljóti: Hlustaðu ekki á svona bull

Jónína Dúadóttir, 24.9.2008 kl. 20:58

18 Smámynd: Skattborgari

Hvaða bull þú veist ekki hvernig ég lít út. Hvað segir það að fólk heldur stundum að ég sé á milli 50 og 60 en ekki um 25ára.

Kveðja Skattborgari hinn forljóti.

Skattborgari, 24.9.2008 kl. 21:38

19 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari alvegörugglegaekkihinnforljóti: Brosa meira, þá yngist maður um minnst helming

Jónína Dúadóttir, 24.9.2008 kl. 21:47

20 Smámynd: Skattborgari

Alveg örugglega ekki hinn forljóti? Eru þetta ekki nokkur orð?

Ég brosi reglulega sem yngir mig um nokkur ár.

Kveðja Skattborgari hinn fjallmyndarlegi.

Skattborgari, 24.9.2008 kl. 21:55

21 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari hinnfjallmyndarlegi: Nú líst mér á þig

Jónína Dúadóttir, 24.9.2008 kl. 21:57

22 Smámynd: Skattborgari

Líst þér betur á það þegar ég lýg því að ég sé myndarlegur en segi sannleikann um hvernig ég lít út?

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 24.9.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband