... að sumar fréttir eru bara svo mikið alls engar fréttir og þar að auki oft einhverskonar alhæfingar sem eiga sér varla stoð í raunveruleikanum...
Og þá er ég ekki að tala um fréttir af íslenskum stjórnmálum...
Datt óvart inn á frétt í morgun og fyrirsögnin var : "Miklar áhyggjur af bakfitu Jennifer Lopez".... Er verið að hæðast að einhverjum með svona fréttum eða á þetta bara að vera brandari ? Hver er að hafa áhyggjur af þessu, mér er bara spurn...
Skil bara ekki baun í svona fréttaflutningi
Annars spræk
Orðin dálítið undin á kvöldin þegar ég kem heim úr kvöldvinnunni um 9 leitið, en það lagast með góðum nætursvefni og bara 2 svona dagar eftir í þessari viku, þar sem fyrsta vinnan byrjar klukkan 7 og síðasta vinnan er búin klukkan 9... klikkhaus þessi kona hérna
Málið er að það gerist alls ekkert minna hérna á þessu heimili, þó ég hafi bætt við mig þessari vinnu á morgnana, sem segir mér það að ég hafi hvort sem er ekki nennt að gera neitt þó ég hafi verið heima.... sem er nú að vísu alkunna og ég skil ekkert í að það skuli aldrei koma í fréttunum : "Miklar áhyggjur af leit Jónínu á morgnana"
Njótið þess sem eftir er, af þessum góða degi








Flokkur: Bloggar | 24.9.2008 | 12:23 (breytt kl. 12:25) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svei mér þá ég bara veit ekki hvort ég á að hafa meiri áhyggjur af letinni í þér,eða haugnum þarna á bakinu á Lopez
Ég fæ bara valkvíða og verð að fá lyfin mín 
Birna Dúadóttir, 24.9.2008 kl. 14:00
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.9.2008 kl. 14:17
Birna mín: Fyrirgefðu 500 sinnum... svo er ég að auka á áhyggjurnar hjá þér... hvar eru többluddnar
Jóhanna mín: Já hver er munurinn svo sem ?
Jónína Dúadóttir, 24.9.2008 kl. 14:37
Munurinn er enginn
. Bakfita, er það ekki eitthvað sem kallaðir björgunarhringur í gamla daga og þótti velsemdarmerki
. En lítið er að frétta ef svona ratar undir þær.
Sigríður Jóhannsdóttir, 24.9.2008 kl. 18:00
Sá líka aðra frétt, kona sem lék í Terminator (eða hvurnig sem þetta er skrifað) fyrir 100 árum er hrukkótt!! Ó minn eini, ég get ekki sofið fyrir þessu hvað þá bakfitufellingunum á JeyLó fnusss...þetta flokkast undir lúxusvandamál segi ég nú bara
Sé þig kannski í næstu viku þegar þú ert í færri vinnum tíhí..skjáumst
Jokka (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 18:58
Það er alveg ótrúlegt hvað fólk hefur mikinn áhuga á þessu fræga fólki.
Kveðja Skattborgari hinn ljóti.
Skattborgari, 24.9.2008 kl. 19:20
Mér finnst ég nú einhverntíma hafa lesið eitthvað um letina í Ninnu, man bara ekki hvar
Erna Evudóttir, 24.9.2008 kl. 20:51
Sigga mín: Vissi alveg að þú stæðir með mér
Jú velsældin sást þá utan á fólki og þótti sko ekkert fínt að vera horaður
Jokka mín: Ertu að meina þetta er konan með hrukkur ???
Greinilega sú eina í heiminum fyrst það telst fréttamatur
Skjáumst
Skattborgari alvegörugglegaekkisvoljótur: Jamm ótrúlegt
Erna mín: Auðvitað hlaut það að koma fram í fréttum og jafnvel sem áhyggjuefni fyrir heimsbyggðina, allt um þessa leti í mér á morgnana
Jónína Dúadóttir, 24.9.2008 kl. 21:05
Þykkar og velsældarlegar kerlur voru aðalfyrirsæturnar hér í eina tíð
. Pattaralegar hefðir einhver sagt, þannig eiga þær að vera
, ég er nú komin fram úr því að vera pattaraleg
en varla Jennifer Lopez þrátt fyrir bakfitu
Sigríður Jóhannsdóttir, 24.9.2008 kl. 22:26
Sigga mín: Hvað mig varðar þá ertu bara flott eins og þú ert
Jónína Dúadóttir, 25.9.2008 kl. 06:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.