Verð að segja það...

... að sumar fréttir eru bara svo mikið alls engar fréttir og þar að auki oft einhverskonar alhæfingar sem eiga sér varla stoð í raunveruleikanum...Tounge Og þá er ég ekki að tala um fréttir af íslenskum stjórnmálum... GetLost Datt óvart inn á frétt í morgun og fyrirsögnin var : "Miklar áhyggjur af bakfitu Jennifer Lopez".... Er verið að hæðast að einhverjum með svona fréttum eða á þetta bara að vera brandari ? Hver er að hafa áhyggjur af þessu, mér er bara spurn... Shocking Skil bara ekki baun í svona fréttaflutningiWoundering Annars sprækWink Orðin dálítið undin á kvöldin þegar ég kem heim úr kvöldvinnunni um 9 leitið, en það lagast með góðum nætursvefni og bara 2 svona dagar eftir í þessari viku, þar sem fyrsta vinnan byrjar klukkan 7 og síðasta vinnan er búin klukkan 9... klikkhaus þessi kona hérnaGrin Málið er að það gerist alls ekkert minna hérna á þessu heimili, þó ég hafi bætt við mig þessari vinnu á morgnana, sem segir mér það að ég hafi hvort sem er ekki nennt að gera neitt þó ég hafi verið heima.... sem er nú að vísu alkunna og ég skil ekkert í að það skuli aldrei koma í fréttunum : "Miklar áhyggjur af leit Jónínu á morgnana"LoL Njótið þess sem eftir er, af þessum góða degiSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Svei mér þá ég bara veit ekki hvort ég á að hafa meiri áhyggjur af letinni í þér,eða haugnum þarna á bakinu á LopezÉg fæ bara valkvíða og verð að fá lyfin mín

Birna Dúadóttir, 24.9.2008 kl. 14:00

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 ... Jónína eða Jennifer .. sama tóbakið

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.9.2008 kl. 14:17

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Fyrirgefðu 500 sinnum... svo er ég að auka á áhyggjurnar hjá þér... hvar eru többluddnar

Jóhanna mín: Já hver er munurinn svo sem ?

Jónína Dúadóttir, 24.9.2008 kl. 14:37

4 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Munurinn er enginn. Bakfita, er það ekki eitthvað sem kallaðir björgunarhringur í gamla daga og þótti velsemdarmerki. En lítið er að frétta ef svona ratar undir þær.

Sigríður Jóhannsdóttir, 24.9.2008 kl. 18:00

5 identicon

Sá líka aðra frétt, kona sem lék í Terminator (eða hvurnig sem þetta er skrifað) fyrir 100 árum er hrukkótt!! Ó minn eini, ég get ekki sofið fyrir þessu hvað þá bakfitufellingunum á JeyLó fnusss...þetta flokkast undir lúxusvandamál segi ég nú bara

Sé þig kannski í næstu viku þegar þú ert í færri vinnum tíhí..skjáumst

Jokka (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 18:58

6 Smámynd: Skattborgari

Það er alveg ótrúlegt hvað fólk hefur mikinn áhuga á þessu fræga fólki.

Kveðja Skattborgari hinn ljóti.

Skattborgari, 24.9.2008 kl. 19:20

7 Smámynd: Erna Evudóttir

Mér finnst ég nú einhverntíma hafa lesið eitthvað um letina í Ninnu, man bara ekki hvar

Erna Evudóttir, 24.9.2008 kl. 20:51

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Vissi alveg að þú stæðir með mérJú velsældin sást þá utan á fólki og þótti sko ekkert fínt að vera horaður

Jokka mín: Ertu að meina þetta er konan með hrukkur ??? Greinilega sú eina í heiminum fyrst það telst fréttamaturSkjáumst

Skattborgari alvegörugglegaekkisvoljótur: Jamm ótrúlegt 

Erna mín: Auðvitað hlaut það að koma fram í fréttum og jafnvel sem áhyggjuefni fyrir heimsbyggðina, allt um þessa leti í mér á morgnana

Jónína Dúadóttir, 24.9.2008 kl. 21:05

9 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Þykkar og velsældarlegar kerlur voru aðalfyrirsæturnar hér í eina tíð. Pattaralegar hefðir einhver sagt, þannig eiga þær að vera, ég er nú komin fram úr því að vera pattaraleg en varla Jennifer Lopez þrátt fyrir bakfitu

Sigríður Jóhannsdóttir, 24.9.2008 kl. 22:26

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Hvað mig varðar þá ertu bara flott eins og þú ert

Jónína Dúadóttir, 25.9.2008 kl. 06:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband