Kumlið.....

"Hm... hvað er nú þetta... já bensíngjöfin, það er best að spara hana það er nú kreppa segja þeir... bíddu við hérna eru bremsurnar... gott að hafa fótinn bara á bremsunni, til öryggis... Það er til fyrirmyndar að fara varlega í umferðinni, þannig að það er best að fara ekkert hraðar en 20... til öryggis og það má heldur ekkert koma fyrir bílinn minn... hann er að vísu orðinn 28 ára gamall, en ekki rispa á honum... enda fer ég alltaf mjöööög hægt og varlega... Hvað er þetta, skyldi hún vera orðin vitlaus konan þarna á bláa stóra jeppanum hérna fyrir aftan mig... ég er farin að halda að hún ætli að keyra upp á skottið á bílnum mínum... Ohh þetta unga fólk í dag, alltaf að flýta sér... Hún má nú bara þakka fyrir að það skuli vera ég sem er búinn að keyra svona undurvarlega á undan henni alla leið neðan úr miðbæ upp allt Þingvallastrætið og alla Hlíðarbrautina líka, hún er svoooo að flýta sér að hún hefði annars verið á hættulegum hraða... " W00t Það var undirrituð sem var vitlausa konan á bláa stóra jeppanum næst á eftir blessuðu kumlinu á gamla bílnum og ég veit ekki hvað ég var búin að fara oft út úr bílnum á ferð í huganum að vísu, opna bíldyrnar hjá honum og spyrja hann hvort hann væri nokkuð dauður... Whistling Ég var svo sem ekkert að fara fram á að fá að keyra einhverja fantakeyrslu, bara svona uppundir 50 allavegaGetLost Ég get svo svarið það að ef hann hefði farið aðeins hægar þá hefði hann verið stopp og ég er nokkuð viss um að allir hinir ökumennirnir í þessum ca 30 bílum sem voru í röðinni á eftir mér hugsuðu eitthvað álíka... En ég hef samt bara á samviskunni að ég hugsaði ljótt til hans... ég gerði ekkert við hann alveg satt, ég er góð við gamla fólkið ! En ég hef alltaf sagt það og stend við það, karlmenn kunna ekki að keyraDevil Eigið góðan dag elsku krúttin mín og farið nú endilega varlega í umferðinniSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Já ég get svo svarið að það átti við þarnaKnús til baka til þín mín kæra

Jónína Dúadóttir, 25.9.2008 kl. 08:17

2 identicon

Já..maður verður stundum alveg sótrauður í framan og hugsar; Gamall kall með hatt á sunnudagsrúntinum!" Við konurnar höfum þó vit á því að hætta bara að keyra sjálfar þegar við finnum að við getum ekki haldið í við hina en karlmennirnir...tjah...höfum fæst orð um það

Eigðu góðan dag heillin mín

Jokka (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 08:18

3 identicon

Já það er ekki minna hættulegt að aka of hægt í umferðinni

Dísa (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 08:28

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Eins og þú segir stundum : FnussEigðu góðan dag líka

Dísa mín: Já mikil ósköp, oftast miklu hættulegra

Jónína Dúadóttir, 25.9.2008 kl. 08:44

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það er sagt að tónlist hafi áhrif á hraðann.Ég var einu sinni tekin á 140,af Blönduóslöggunni,að sjálfsögðuÉg var með karlakórinn Heimi í botni í græjunum

Birna Dúadóttir, 25.9.2008 kl. 08:58

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Sá gamli hefur þá örugglega verið með "Dánarfregnir og jarðarfarir" í sínum græjum... útvarpi... Ættum samt helst ekki að lána honum diskinn með Karlakórnum Heimi

Jónína Dúadóttir, 25.9.2008 kl. 09:03

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

´Var með eina svona jeppa-píu á eftir mér hér í gær og hún flautaði og flautaði af því ég fór ekki af stað á gulu.  Varst það nokkuð þú Jónína mín, nei örugglega ekki þetta var hér fyrir sunnan.  Djöfuls stress alls staðar á þessu landi. 

Ía Jóhannsdóttir, 25.9.2008 kl. 09:07

8 Smámynd: Erna Evudóttir

Erna Evudóttir, 25.9.2008 kl. 09:10

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ía mín: Nei það var ekki ég, ég flauta sko ekki mér finnst það einum of mikill dónaskapurÓjá unga fólkið nú til dags, alltaf að flýta sér

Jónína Dúadóttir, 25.9.2008 kl. 09:10

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna mín: Hæ skvísa

Jónína Dúadóttir, 25.9.2008 kl. 09:11

11 Smámynd: Skattborgari

Konur eru yfirleitt verri bílstjórar en karlar. Farðu bara á bílastæði við stórmakaði og sjáðu hvað þær eru oft að reka hurðinar í aðra bíla með tilheyrandi tjóni.

http://skattborgari.blog.is/blog/skattborgari/entry/639164



Kveðja Skattbotrgari hinn forljóti.

Skattborgari, 25.9.2008 kl. 10:13

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari hinnfjallmyndarlegi: Að reka hurð í annan bíl hefur ekkert með aksturshæfileika að geraÉg er mikið úti í umferðinni og ég fylgist með og tek eftirOg ef ég hef ekki sagt það áður, þá segi ég það aftur: Karlar kunna ekki að keyra

Jónína Dúadóttir, 25.9.2008 kl. 10:29

13 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

og veistu hvað, þessir með hattana telja sig knúna til að skella sér út í umferðina á háannatímum skal ég segja þér. Get ekki annað en varið konur, held reyndar að tjón í umferðinni séu flest af völdum karla, án þess að geta bent á rannsókn. Segi eins og margur, ég heyrði það einhvers staðar

Konur eru betri bílstjórar!

Sigríður Jóhannsdóttir, 25.9.2008 kl. 17:31

14 Smámynd: Skattborgari

Konur eru verri. Taktu sem dæmi hvað það eru margar konur sem kunna ekki að baka.

Kveðja Skattborgari hinn forljóti.

Skattborgari, 25.9.2008 kl. 18:48

15 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Kvitt

Júlíus Garðar Júlíusson, 25.9.2008 kl. 20:18

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Sammála

Skattborgari hinnfjallmyndarlegi: Hvað kemur bakstur akstri við ?

Júlíus: Takk fyrir kvitt...unina

Jónína Dúadóttir, 25.9.2008 kl. 22:51

17 Smámynd: Skattborgari

Ég var að meina bakka glemdi einu kái.

Kveðja Skattborgari hinn forljóti.

Skattborgari, 25.9.2008 kl. 22:53

18 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari hinnfjallmyndarlegi: Ok skýrir ýmislegtHvaða mýta er það að konur kunni ekki að bakka ? Hef aldrei skilið hvaðan þessi vitleysa er upprunnin....

Jónína Dúadóttir, 25.9.2008 kl. 22:59

19 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Já get ég verið meira sammála, með að ákveðið kyn sé ekki fært um að keyra, var í bíl í dag og ég get sagt þér að ég var orðin sveit í höndunum af hræðslu því SG var svo slæmur í bakinu að hann lá í alskonar stellingum við að keyra. Ég leit á hann og spurði í sakleysi mínu hvort ég ætti ekki að keyra  þá kom svarið hjá honum um hæl, svo slæmur er ég nú ekki Helga mín !

Helga Auðunsdóttir, 25.9.2008 kl. 23:32

20 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Helga mín: Þú átt alla mína samúð

Jónína Dúadóttir, 26.9.2008 kl. 05:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband