... er kominn föstudagur... nú vissuð þið það ? Ég var að koma úr vinnu áðan og kom við í búð, úti er þessi flotta mígandi rigning, stórir dropar og eiginlega logn. Ég mætti litlum strák sem var að fara inn í búðina með pabba sínum, sá stutti var með skelfingarsvip á andlitinu og barðist við að setja hettuna á peysunni á höfuðið á sér..."Hárið á mér, hárið á mér, það verður blautt í leikskólanum"
Ég ætla að hafa það gott um helgina og vinna að vísu aðeins, en Ólimpíuhugsjónin er ennþá í fullu gildi í minni vinnu, ekki málið að vinna... bara vera með
Ég var nokkurnveginn viss um að það ætti að vera allvega eitt ypsilon/ufsilon í Ólimpíu, en ég man ekki hvar það á þá að vera og Púkinn segist ekki finna neitt athugavert við textann hjá mér. En það er gott að hann á ekki að dæma um innihald pistlanna, þá hefði hann aldrei hleypt neinu í gegn hjá mér
Hann vill alls ekki samþykkja að ég sé kölluð Ninna og að ég skuli kalla spúsa minn spúsa
Eigið góðan dag, það sem eftir er af honum og yndislega helgi





Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alltaf gott að vera í bíll í rigningu. Hafðu það gott í dag.
Kveðja Skattborgari hinn forljóti.
Ps er búinn að skrá mig í keppnina yfir ljótasta mann í heimi.
Skattborgari, 26.9.2008 kl. 09:53
Hann fær mitt atkvæði þessi,Not
Ég er viss um að hann er gullfallegur,eins báðu megin og allt
Birna Dúadóttir, 26.9.2008 kl. 09:58
Spurning um að fara að pressa á mynd frá Skattborgara
Birna Dúadóttir, 26.9.2008 kl. 09:59
Já upp er runnin föstudagur eina ferðina enn...þessar vikur líða svo hratt að ég hef ekki undan!
Eigðu góða helgi heillin mín, sjáumst sem fyrst
Jokka (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 10:06
Er rigning fyrir norðan?
Steini er alltaf að tala um góða veðrið og stillurnar hmm verða að taka hann í yfirheyrslur eina ferðina enn
En já það er enn einn föstudagurinn runninn upp og helgin framundan, hafðu það gott og njótu þess að vera til
Helga Auðunsdóttir, 26.9.2008 kl. 10:40
Skattborgari hinnfjallmyndarlegi: Þú tapar
Hafðu það gott líka
Ragna mín: Heldur manni hraustum og kátum

Birna mín: Já ég er nokkuð viss um að ef hann birtir mynd af sér, þá fáum við að sjá að hann er bara að ljúga
Jokka mín: Sjáumst mín kæra
Helga mín: Æææææ er hann Steini minn genginn í barndóm
Nei það eru ágúststillurnar sem hann er að tala um, ekki vera hörð við hann
Hafðu það gott líka heillin góð
Jónína Dúadóttir, 26.9.2008 kl. 12:12
Hér er alltaf stillt og gott veður, er það ekki Ninna mín. NORÐURLAND best í heimi
. Hafðu það gott um helgina mín kæra
Sigríður Jóhannsdóttir, 26.9.2008 kl. 17:06
Hafði ekki hugmynd um að það væri helgi, hélt þetta væri bara bad hairday. Hafðu það gott mín kæra og hvíldu þig vel um helgina.
Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 18:42
Jónína ég hef góða möguleika á að vinna þessa keppni og mun vonandi gera það.
Af hveju óskarðu mér ekki góðs gengis.
Kveðja Skattborgari hinn forljóti kannski ljótasti maður evrópu ef vel gengur.
Skattborgari, 26.9.2008 kl. 19:14
Go Skattborgari
Birna Dúadóttir, 26.9.2008 kl. 20:25
Áfram Skattborgari, ég væri nú til í að sjá mynd
Sigríður Jóhannsdóttir, 26.9.2008 kl. 20:38
Góða helgi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2008 kl. 22:50
Birna. á ég að blogga um það ef ég vinn?
Sigríður. Set eina upp á bloggið er ég vinn og það kæmi alveg örugglega í fréttinar ef Íslendingur myndi vinna titilinn ljótasti maður evrópu.
Kveðja Skattborgari hinn forljóti.
Skattborgari, 26.9.2008 kl. 23:08
Þakka ykkur fyrir kommentin, þið eruð öll frábær



Jónína Dúadóttir, 26.9.2008 kl. 23:30
Birna Dúadóttir, 27.9.2008 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.