... að ég var orðin svolítið lúin, fúin og snúin í gærkvöldi þegar ég kom loksins heim úr vinnunni um 9 leitið... byrjaði að vinna klukkan 7 í gærmorgun. Þetta er gaman samt og tilhugsunin um að það var loksins kominn föstudagur hjálpaði... og líka það að ég ákvað að gera barasta akkúrat ekki nokkurn skapaðan hlut í allan dag. Varaðist fimlega þá hugsun að það væri örugglega ekkert að marka samt, en það er svo allt annar handleggurAnnars er langt síðan ég fann það út að það er aldrei hægt að gera bara allsalls ekkert, alveg sama þó ég sitji bara og stari út í loftið, sem ég geri að vísu aldrei en er ein til frásagnar um það að vísu, þá er ég að gera einmitt það, bæði að sitja og að stara. Alveg hreint frábær afneitun á eigin leti
Og í leiðinn náttulega bráðnauðsynlegar pælingar í lífinu og tilverunni...
Sólin er farin að skína og það er auðvitað æðislegt og einhverjar leifar af eldgömlum löngu rykföllnum húsmóðurtendensum segja mér að þá sé flott að hengja út þvottinn, sem er búinn að vera í þvottavélinni síðan... hvað ár er núna annars ?
Hugsa til Birnu systir í ryki og veggjabrotum og öfundast svolítið, er alveg tilbúin til að fara að byrja á að klára stofuna okkar núna. Við vorum alveg búin á því í sumar, þegar eldhúsið og svefnherbergið voru komin í stand... en nú má alveg fara að byrja aftur
Eigið góða helgi elskurnar mínar allar og takk fyrir öll kommentin í gær, hafði ekki þrek í gærkvöldi til að svara hverjum og einum eins og ég er vön
Pé ess: Setti inn örfáar nýjar myndir... svona fyrir áhugasama vini og ættingja
Flokkur: Bloggar | 27.9.2008 | 08:50 (breytt kl. 10:21) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessuð góða vertu eins löt og þig langar til hafðu það gott um helgina
Dísa (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 10:06
Ragna mín: Ég trúi alveg þessu með stormsveipinn
Knús til baka
Dísa mín: Tek þig á orðinu elsku vina
Hafðu það gott líka
Jónína Dúadóttir, 27.9.2008 kl. 10:13
Það er ágætt að taka því rólega stundum.
Kveðja Skattborgari hinn forljóti kannski ljótasti maður evrópu ef vel gengur
Skattborgari, 27.9.2008 kl. 12:52
Skattborgari hinn fjallmyndarlegisemtaparíkeppninni: Já það er alveg lífsnauðsynlegt að slappa af annað slagið
Jónína Dúadóttir, 27.9.2008 kl. 13:14
Hafðu það gott kerlan mín og hvíldu þig
, rykið og þvotturinn verður þarna á morgun líka svo.... ?
Sigríður Jóhannsdóttir, 27.9.2008 kl. 14:05
Sigga mín: Jú mikið rétt
Annars er ég að gera helling sko, ýmist í tölvunni eða pússlinu
Góða helgi mín kæra
Jónína Dúadóttir, 27.9.2008 kl. 14:07
Ryyyyyyyyyyyyyyyk Punktur
Birna Dúadóttir, 27.9.2008 kl. 15:25
Þá er bara að eyða deginum í Haarde, ekki satt ???
Ásdís Sigurðardóttir, 27.9.2008 kl. 15:29
Birna mín: Já er ryk ?
Hvernig gengur ?
Ásdís mín: Bara Haarde alla helgina
Jónína Dúadóttir, 27.9.2008 kl. 20:45
Af hverju heldurðu að ég tapi í henni Jónína??? Ég er viss um að ég vinn hana.
Kveðja Skattborgari hinn forljóti kannski ljótasti maður evrópu ef vel gengur.Skattborgari, 27.9.2008 kl. 21:12
Gengur fínt,búið að brjóta.Ég er búin að skafa mesta rykið í burtu
Birna Dúadóttir, 27.9.2008 kl. 22:09
Skattborgari hinnfjallmyndarlegi: Mitt kvenlega innsæi minn kæri
Birna mín: Frábært

Jónína Dúadóttir, 28.9.2008 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.