Messutími ;-)

Fór með stóra bláa jeppann minn í skoðun um daginn og fékk grænan, ekkert tiltökumál svo sem... þarf að skipta um stýrisenda öðrum megin. Ok, kaupa hann... ekki til ... ok, panta hann... hann kom. Spúsi minn þessi dugnaðar altmuligman reif dekkið undan og auðvitað eitthvað fleira og eftir mikið bras, tókst honum loksins að ná ónýta stýrisendanum af...Joyful Þá passaði ekki sá nýi, vitlaust afgreitt, svo að stóri blái jeppinn minn stendur bara og bítur gras... öllum til ama og leiðinda, beint fyrir framan bílskúrsdyrnar heima hjá MágsaPinch Það þarf að fara í umboðið til að gá hvort þeir eiga réttan enda, en það er ekki hægt fyrr en á morgun og ef þeir eiga hann, þá klárar minn þetta örugglega á morgun ef ég þekki hann rétt, en ef ekki þá þarf að panta þetta að sunnan... vonandi ekki að utan samtWhistling Við vorum að slæpast úti fram á rauða nótt... spúsi og bræður voru að spila fyrir dansi hjá Harmonikkufélaginu, sem heldur alltaf böll einu sinni í mánuði og þau eru sem betur fer bara til tvö... sem er alveg yfirdrifið nóg handa mér og hinu gamla fólkinuGrin Þeir sem kunna að spila skiptast á, hver grúppa spilar í klukkutíma og bræður voru að spila núna frá eitt til tvö. Vona að þið eigið öll væran og ljúfan sunnudag, ég ætla að fara og fá mér meira kaffiSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Skemmtileg svona dansiböll

Birna Dúadóttir, 28.9.2008 kl. 10:09

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Já þetta er alveg ágætt, mundi samt örugglega ekki fara ef Minn væri ekki að spila

Jónína Dúadóttir, 28.9.2008 kl. 10:10

3 identicon

Hvað ertu ekki aðal dansfíflið í bænum skál í kaffi fyrir okkur

Dísa (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 10:13

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Já þú meinar

Birna Dúadóttir, 28.9.2008 kl. 10:13

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dísa mín: Nei... hef ég einhvertímann verið það ?Skál í kaffi og engu öðru, fyrir okkur og Birnu líka

Birna mín: Nákvæmlega

Jónína Dúadóttir, 28.9.2008 kl. 10:18

6 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Dansiböll eru eitthvað sem ég þekkti einu sinni, grafið og geymt í djúpminni mínu Hafðu það gott í dag mín kæra

Sigríður Jóhannsdóttir, 28.9.2008 kl. 11:14

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Þetta eru einu böllin sem við förum á og bara þegar Minn er að spilaHaf þú það líka gott elskuleg

Jónína Dúadóttir, 28.9.2008 kl. 12:14

8 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Það er yndislega gaman að dansa, en hef samt ekki komið á böll hjá Harmonikkufélaginu lengi. Í gærkveldi fór ég bara í einkapartý og skemmti mér vel. Eigðu góðan dag og vonandi kemst bíllinn þinn fljótt í lag. En þú getur glatt þig við það að ekki eyðir hann bensíni meðan hann stendur kyrr og bítur gras.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 28.9.2008 kl. 13:00

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég man eftir dansiböllum á síðustu öld.  Knús og vonandi reddast með bílinn.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.9.2008 kl. 13:03

10 Smámynd: Skattborgari

Það er alltaf gaman að dansa.

Vonandi lagast bílinn sem fyrst hjá þér. Það er alltaf best að geta lagað bílinn sjálvur.

Kveðja Skattborgari hinn forljóti hugsanlega ljótasti maður evrópu.

Ps ég mun vinna.

Skattborgari, 28.9.2008 kl. 13:04

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ólöf mín: Þakka þér mín kæra og eigðu góðan dag líka

Ásdís mín: Knús til baka og takk fyrir

Skattborgari hinnfjallmyndarlegi: Jú best að geta gert við sjálfur eða geta látið spúsa gera það

P.S. Þú munt tapa

Jónína Dúadóttir, 28.9.2008 kl. 16:23

12 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

 mjög gott að eiga spúsa sem hægt er að láta gera svona lagað, er sjálf í þeirri aðstöðu. En heldurðu að Skattborgari tapi, ég ætla ekkert að segja fyrr en hann birtir mynd á síðunni sinni

Sigríður Jóhannsdóttir, 28.9.2008 kl. 16:41

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Já það er luxusSegi það og stend við það, hann tapar

Jónína Dúadóttir, 28.9.2008 kl. 17:02

14 identicon

Hva? Var Geislabandið ekki að spila??

Sjáumst kannski í komandi viku

Jokka (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 19:38

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Nei, Jói og Steikin voru að spila með Gumma elsta bróður þeirra  Sjáumst 100% öruggt í vikunni

Jónína Dúadóttir, 28.9.2008 kl. 22:05

16 Smámynd: Birna Dúadóttir

Jói og SteikinÉg er alveg pottþétt að missa af einhverju sem ég skil ekki

Birna Dúadóttir, 29.9.2008 kl. 00:31

17 Smámynd: Erna Evudóttir

Ninna er örugglega mjög "dansant partypingla"

Erna Evudóttir, 29.9.2008 kl. 08:31

18 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna mín: Æi já... það er svo mikið égÞað er sjálfsagt hallærislegt, en ég hef meira gaman af að sauma jólamyndina sem þú færðir mér

Jónína Dúadóttir, 29.9.2008 kl. 09:12

19 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég tek hiklaust með mér prjóna eða útsaum á böll,pöbba eða þessháttar skemmtanir.Þyki kannski nokkuð skrítin,en húkkers

Birna Dúadóttir, 29.9.2008 kl. 12:38

20 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Já, húkkers ?

Jónína Dúadóttir, 29.9.2008 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband