Alveg glænýtt ;-)

Það er byrjað að snjóa... vonum seinna og akkúrat í þessum skrifuðu orðum, þá er eiginlega ullar niður og er bara býsna fallegtJoyfulÞó að veturinn sé ekki alveg uppáhalds hjá mér þá verð ég alltaf jafnhissa þegar fyrsti snjórinn fellur... eins og það sé eitthvað alveg glænýtt. Eins þegar vorið kemur með laufin á trén og lítil börn fara að ganga í fyrsta skipti og fleira og fleira sem endurtekur sig alltaf og hefur alltaf gert og kemur alltaf til með að gera... samt er ég alltaf jafn hissa. Gullfiskaminnið getur verið alveg dásamlegt fyrirbæri... svona af og tilWinkÆi núna kúrði okkar háttvirti heimilisköttur á forstofumottunni og þá kom þessi stórhættulega blaðburðarkona og skellti blaði með tilheyrandi látum og kreppufréttum inn um póstlúguna... í þeim tilgangi einum auðvitað að hræða úr honum líftóruna, prívat og persónulegaCryingHann spýttist fram í þvottahús á hraða ljóssins... en kemst ekki út, það er að verða aðeins of kalt úti til að hafa gluggann þar opinn allan sólarhringinn, svo hann verður að láta sér nægja að hendast niður í kjallara og vera skelfingu lostinn þar smá stundToungeÉg er í fríi í "fyrstu vinnunni minni" í dag, af því að ég var svo dugleg þar í gær, þess vegna er ég að slugsa núna í tölvu og líður fjarskalega vel með þvíGrinStyttist í afmælið mitt, sem er að sjálfsögðu merkisafmæli af því að það er afmælið mitt og styttist líka í að tengdadóttirin og sonardóttirin komi frá Sviss, ég sakna þeirra mikiðInLoveAnnars góð og sátt við lífið og tilveruna, hef ekki eina einustu ástæðu til annarsHeartVona að þið öll eigið góðan dag og munið að við hættum ekki að hlægja af því að við verðum gömul, við verðum gömul af því að við hættum að hlægjaSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Góðan og blessaðan daginn elskulegJá akkúrat lýsingin, þetta er ferlega fallegt

Jónína Dúadóttir, 30.9.2008 kl. 07:36

2 identicon

Hérna...búum við ekki í sama bæjarfélagi??  hér er bara rigning börnunum til mikilla vonbrigða því það er jú beðið með eftirvæntingu eftir snjónum hehe...

Eigðu góðan dag heillin, sé því miður ekki fram á að hafa tíma til að hitta þig í dag...

Jokka (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 08:37

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Ég er bý hærra uppi í sama bæjarfélagi og þú og kannski komin aðeins fyrr á fætur en eðlilegt fólkÞað er sko hvítur litur á rigningunni hjá mérEigðu líka góðan dag í dag mín kæra og gangi þér vel í öllu brasinu, það kemur dagur eftir þennan dag

Jónína Dúadóttir, 30.9.2008 kl. 08:52

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Brrr.  snjór!  Mér verður bara kalt í beinunum við þá tilhugsun.  Eigðu góðan dag.

Ía Jóhannsdóttir, 30.9.2008 kl. 09:36

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ía mín: Hætt að snjóa og komin sólEigðu hlýjan dag heillin

Jónína Dúadóttir, 30.9.2008 kl. 09:39

6 Smámynd: Skattborgari

Það er alltaf gaman að sjá sjnóinn koma og hvað margir kunna ekki að keyra í snjó.

Kveðja Skattborgari hinn forljót.

Skattborgari, 30.9.2008 kl. 10:02

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari hinnfjallmyndarlegi: Fyrsti snjórinn er fínn, en svo fara fínheitin fljótlega að fara af, allavega í mínum augumKveðjur frá einni sem kann sko að keyra í snjó

Jónína Dúadóttir, 30.9.2008 kl. 10:04

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Blesssuð, er hann virkilega farinn að snjóa?  full snemmt finnst mér, en svona er norðurland í dag.  Kær kveðja yfir heiðar 

Ásdís Sigurðardóttir, 30.9.2008 kl. 14:46

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Snjóaði bara fyrst í morgun, síðan þá er þurrt og sólKveðja úr dásamlegu norðlensku hausti

Jónína Dúadóttir, 30.9.2008 kl. 15:21

10 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Snjókorn falla á allt og alla, nema þá sem eiga heima aðeins nær sjónum. Snjór í vinnunni minni en ekki heima hjá mér. Hafðu það gott mín kæra í þessari hvítu rigningu

Sigríður Jóhannsdóttir, 30.9.2008 kl. 17:58

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Snjóa - úff..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.9.2008 kl. 18:22

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Ég átti heima uppi í fjalli, þannig að nú er ég mitt á milli fjalls og fjöru og hér hef ég hvíta rigninguÞakka þér mín kæra og sömuleiðis

Jóhanna mín: Iss þetta er engin alvöru snjór, bráðnar um leið og hann snertir jörðina

Jónína Dúadóttir, 30.9.2008 kl. 19:09

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.9.2008 kl. 20:40

14 Smámynd: Birna Dúadóttir

Snjór er góður,fyrir krakka og mig,bara ef ég fæ að vera inni

Birna Dúadóttir, 1.10.2008 kl. 07:09

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Alveg sammála þér þar

Jónína Dúadóttir, 1.10.2008 kl. 09:15

16 identicon

Þessi kattarskratti hefði nú alveg mátt drepast.

Litla Systir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband