Ég er í fréttafríi og skammast mín ekkert fyrir það, ef ég fer að hafa áhyggjur af málum sem ég get ekkert gert við og/eða lagað, þá verð ég bara þunglynd og það algerlega til einskis
Mér finnst samt ferlegt að fólk skuli vera að tapa sparnaðinum sínum og allt gangi frekar illa, vil ekki að það sé neinn misskilningur í gangi með það, en sorry... get ekkert gert þó ég fegin vildi og sé ekki tilganginn með því að vera að hlusta á allar sorgarsögurnar
Var að koma úr einni vinnu og á leiðinni í aðra, slabb, bleyta, kuldi, það snjóaði bara svolítið í alvöru í nótt og snjóar enn...
Vor háttvirti heimilisköttur hatar snjó meira en vatn og fer ekkert út þessa dagana... Alveg sama þó ég rífi þvottahúsgluggann næstum úr fyrir hann, hann horfir bara á mig með svona hálfgerðum fyrirlitningarsvip og ég les út úr honum eitthvað eins og: "Hvað dettur þér næst í hug þú þarna kona sem færð allranáðarsamlegast að búa í mínu húsi ? Fer ekki fet út í þetta hvíta ógeð þarna!"
Ég fer í klippingu í dag, af því að þegar ég er farin að sjá agalega úfið útigangshross í speglinum inni á baði á morgnana, þá veit ég alveg að það er ég og ég þarf að fara að láta klippa mig
Núna ætla ég að fara út og setja bílinn minn í gang svo hann verði orðinn hlýr þegar þessi vesalingur af guðs náð, sem er ég, þarf að keyra af stað...
Eigið svo góðan og margblessaðan dag elskurnar mínar allar og passið upp á peningana ykkar sem aldrei fyrr







Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Held bara að fleiri ættu að koma sér í fréttafrí. Jaðrar við múgæsingu hér. Farin heim á morgun sem betur fer. Eigðu góðan dag vinkona.
Ía Jóhannsdóttir, 1.10.2008 kl. 10:00
Ía mín: Góða heimferð og eigðu eins góðan dag í dag og hægt er
Jónína Dúadóttir, 1.10.2008 kl. 10:02
Þetta er nú meira ástandið á landinu og maður spyr sig hver ætli borgi brúsann? Það ert þú sem átt kötinn ekki hann þig.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 1.10.2008 kl. 10:08
Held ég hætti mér nú ekki þarna í efri byggðir bæjarins þar sem virðist vera snjóþyngra hjá þér en mér!!
börnunum til mikillar ama...hehe..
Eigðu góðan dag sjálf heillin mín
Jokka (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 10:50
Ég held að ég fari að taka mér svona fréttafrí. Áður en ég bilast.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.10.2008 kl. 11:22
Ragna mín: Fín áætlun hjá þér, aldrei of mikið af brosunum

Skattborgari: Segðu kettinum það
Jokka mín: Snjóþyngslin okkar hérna upprfá einkennast af bleytu og örsköflum í skjóli

Jenný mín: Já það er ekki að gera neitt fyrir mann að hlusta á sífelldan bolmóð og sorgarsöng
Jónína Dúadóttir, 1.10.2008 kl. 11:40
Heyrðu... farðu frekar að hanna veltibúrið á köttinn, og finna snorkel á hann!
Einar Indriðason, 1.10.2008 kl. 12:50
Einar minn: Jú takk fer í það...
Jónína Dúadóttir, 1.10.2008 kl. 14:44
-Þessi vesalingur af Guðs náð, góður þessi.


Hvaða peninga aftur??
Hafðu það gott mín kæra og eins gott að vera sæmilega klipptur áður en brestur á með afmæli
Hóffa (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 16:49
Hóffa mín: Gaman að "skjá" þig elskuleg, verð með kaffi og kannski eitthvað "meððí" á föstudaginn

Jónína Dúadóttir, 1.10.2008 kl. 19:41
Takk elsku guðs volaði vesalingur og ég læt sko ekki "meððí" framhjá mér fara
Hóffa (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 21:02
Kettir eru sko flottastir, svo skemmtilega sjálfstæðir, sjálfselskir og yndislegir að flestu leyti
. Stundum held ég að mínir tveir trúi því að þeir séu menn
Afmæli? Áttu afmæli á föstudag mín kæra?
Sigríður Jóhannsdóttir, 1.10.2008 kl. 21:16
Það er sko bara alveg að nálgast ammmmæli
Birna Dúadóttir, 1.10.2008 kl. 22:58
Bara smákveðja á fimmtudagsmorgni
Heiður Helgadóttir, 2.10.2008 kl. 05:06
Hóffa mín: Sjáumst
Sigga mín: Jú elskulegust, kaffi og meððí, sjáumst þá heima hjá mér

Birna mín: Já já, kemurðu ekki ?
Heidi mín: Takk og sömuleiðis

Jónína Dúadóttir, 2.10.2008 kl. 06:24
Ah kemst víst ekki,frekar hallærislegt
Birna Dúadóttir, 2.10.2008 kl. 07:02
Birna mín: Já frekar hallærislegt
Jónína Dúadóttir, 2.10.2008 kl. 09:31
Bara henda helv... katarskrattanum út um gluggann.
Litla Systir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 23:23
Bara henda helv... kattarskrattanum út um gluggann.
Litla Systir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.