Í dag er dagur sláturgerðar á þessu heimili, geri að vísu eingöngu lifrarpylsu, ekki úr blóðinu. Það er alls ekki af neinum trúarlegum ástæðum samt, eingöngu bragðlaukatengt...Mér finnst blóðmör vond eða vondur eða vont... misjafnt í hvaða kyni fólk vill hafa þessa sláturafurð. Það er ekkert mál að gera slátur núorðið, mörinn kemur brytjaður, keppirnir saumaðir og hausarnir verkaðir... bara hakka lifrina, hræra gumsinu saman, setja í keppina og sauma fyrir þá... málið dautt
Ódýr, góður og hollur matur og lítið fyrir þessu að hafa, svona á þetta að vera. Það er af sem áður var, þegar það tók mig minnst dag, að gera úr 10 slátrum og þá þurfti að byrja virkilega snemma og halda vel áfram, svo ég tali nú ekki um sóðaskapinn af öllu sullinu...
Mér er sko alveg sama þó allur sá sóðaskapur fari fram einhversstaðar allt annarsstaðar en í mínu eldhúsi, það er nefnilega ég sem þarf að þrífa eftir svoleiðis og ekki nenni ég því nú meira en nauðsynlegt er
Dagurinn í gær var frábær, yndislegir gestir, góðar vinkonur og synir mínir, gjafir, knús og kveðjur og tveir af þremur uppáhaldsgæjunum í lífi mínu færðu mér blóm, spúsi minn og yngri sonurinn
Svo fékk ég ótal símtöl líka, hún Linda litla sonardóttir hringdi til dæmis tvisvar frá Sviss bæði í gærmorgun og í gærkvöldi, hún saknar ömmu sinnar eftir mánaðardvöl í Langtíburtinstan og vill að ég komi og sæki þær, hana og mömmu hennar
Svo veit ég að það koma líka tvær góðar vinkonur mínar í dag
Ég vona að þið eigið öll dásamlegan dag og munið að vera góð við hvort annað, við höfum alltaf efni á því
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú skil ég af hverju þú svaraðir ekki í gsm-inn í gær,það hefur verið brjálaður gestagangur.Þú skellir þér auðvitað og sækir þá litlu
Birna Dúadóttir, 4.10.2008 kl. 09:34
Mér þykir þú góð, taka slátur eftir allan gestaganginn. Og áttu litla dúllú í Langtíburtiinstan hehehe... flott nafn á Swiss. Gangi þér vel í haustverkunum.
Ía Jóhannsdóttir, 4.10.2008 kl. 09:40
Knús Ninna mín og ég ætla líka að knúsa þig í kjötheimum í dag. Sjáumst mín kæra
Sigríður Jóhannsdóttir, 4.10.2008 kl. 10:16
Birna mín: Ég hringdi til baka en "besta" systir bara svaraði ekki
Já ég sæki sko hana Lindu mína... inn á flugvöll á þriðjudagsdvöldið
Ía mín: Sko þegar ég pantaði slátrið, þá mundi ég ekki að ég ætti afmæli á föstudeginum...
Svo þetta voru auðvitað mistök en ekki planaður dugnaður
Takk mín kæra
Sigga mín: Hlakka til að sjá þig í kjötheimum
Jónína Dúadóttir, 4.10.2008 kl. 10:35
Takk fyrir mig í gær ljúfan
Jokka (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 10:37
Gaman að þú áttir góðan dag í gær, og gott að lifrarpylsan heppnaðist. Ég borða aldrei blóðmör, en góð lyfrarpylsa svíkur engan. Ég lofa því að mæta í 100 ára afmælið þitt, með stórann blómavönd
Eigðu góða helgi gæskan
Heiður Helgadóttir, 4.10.2008 kl. 13:30
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.10.2008 kl. 16:45
'Eg ætla líka að mæta í 100 ára afmælið
Birna Dúadóttir, 4.10.2008 kl. 18:27
Takk fyrir síðast mín kæra
, þið skötuhjú eruð góð heim að sækja
Sigríður Jóhannsdóttir, 4.10.2008 kl. 18:37
Jokka mín: Takk fyrir komuna
Heidi mín: Hlakka til að sjá þig í 100 ára afmælinu mínu, það eru bara 49 ár þangað til
Góða helgi líka mín kæra
Jenný mín:
Birna mín: Verandi systir mín, þá verð ég náttulega vond ef þú kemur ekki fyrr... miklu fyrr
Sigga mín: Móttökurnar fara algerlega eftir gestunum
Jónína Dúadóttir, 4.10.2008 kl. 20:42
Það er ágætt að taka slátur maður fær vart ódýrari mat en hann.
Kveðja SKattborgari.
Skattborgari, 4.10.2008 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.