Góðan og blessaðan sunnudaginnHaustverkum lokið á þessu heimili, gekk alveg glimrandi vel með dyggri aðstoð spúsa míns, hann er jafnflinkur á öllum sviðum, eina vandamálið var að finna pláss fyrir allt slátrið og sviðin í frystunum...
Það má vera löng kreppa án þess að við drepumst úr hungri á þessu heimili, kistan full, frystiskápurinn líka og svo er helmingurinn stóra ófríða ísskápsferlíkinu líka frystir og kemst ekki einu sinni ís handa barnabörnunum fyrir þar í viðbót
Sem er auðvitað ferlegt, þess vegna neyðist ég til að elda eitthvað af öllum þessum mat, til að búa til pláss fyrir þessa mjög svo nauðsynlegu neysluvöru barnabarnanna okkar. Setti tvo sláturkeppi í pott áðan, verðum auðvitað að smakka framleiðsluna, lyktin er allavega góð
Fékk tvær þessar frábæru vinkonur mínar í heimsókn í gær, það var auðvitað gaman eins og ég vissi að það yrði, takk fyrir komuna elskurnar mínar
Í dag eru rólegheit, eins og alltaf að vísu, ég er ekkert að vinna þessa helgi en á morgun byrjar kvöldvinnuvika og þá er ég líka að vinna frá sjö á morgnana, enn sem komið er
En, það er ekki fyrr en á morgun og eina vitið er að njóta bara dagsins í dag eins og það komi enginn morgundagur
Eigið dásamlegan sunnudag
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maður verður nú bara svangur
Birna Dúadóttir, 5.10.2008 kl. 13:20
Takk fyrir mig í gær, bæði kaffi og "meððí"


Ekki verra að eiga svona skemmtilegt spjall saman skvísurnar. Hlakka til næsta hittings :)
Gott að vita af fullum frystum, aldrei að vita nema ég eigi leið hjá á matartíma
Hóffa (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 13:23
Sömuleiðis eigið þið góðan sunnudag
Jokka (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 13:26
Birna mín: Ekki vera svöng, komdu frekar
Hóffa mín: Sömuleiðis, ég hlakka líka til að hitta ykkur aftur
Og komdu bara í mat hvenær sem er, alltaf nóg til
Ragna mín: Góðan daginn mín kæra
Jokka mín: Hafðu það gott og rólegt og njóttu hvíldarinnar, þú ert svoooo búin að vinna fyrir því
Jónína Dúadóttir, 5.10.2008 kl. 13:40
Takk enn og aftur fyrir skemmtunina, kaffið og kræsingarnar. Mig langar nú í slátur núna
, ummmm ógisslega gott alltaf
. Hafðu það gott mín kæra og þetta er rétta aðferðin njóta dagsins eins og það komi enginn morgundagur, það ætla ég að gera að minnsta kosti á sunnudögum hér eftir
Sigríður Jóhannsdóttir, 5.10.2008 kl. 13:51
Sigga mín: Takk sömuleiðis fyrir komuna
Var að smakka nýja slátrið og það er ferlega gott, þó ég segi sjálf frá
Jónína Dúadóttir, 5.10.2008 kl. 16:21
Ummm heit lifrapylsa fæ bara vatn í munninn.
Ía Jóhannsdóttir, 5.10.2008 kl. 17:17
Sigga mín: Sömuleiðis takk fyrir mig
Var að smakka slátrið, hrikalega gott þó ég segi sjálf frá
Jónína Dúadóttir, 5.10.2008 kl. 18:27
Ía mín: Já hún er góð
Jónína Dúadóttir, 5.10.2008 kl. 18:27
Það er alltaf gott að borða slátur. Ódýrt og gott og ég held að það veiti ekki af því að taka eitthvað af því núna til að eiga.
Kveðja Skattborgari
Skattborgari, 5.10.2008 kl. 18:59
Skattborgari: Alveg rétt, hollt og gott og lítið mál að búa það til. Gott að eiga í frystinum
Jónína Dúadóttir, 5.10.2008 kl. 19:37
Nóg af slátri í minni kistu líka enda góðu vön úr sveitinni....Alltaf góð tilfinning að hafa fullan frystir af mat
Bestu kveðjur norður
Líney, 6.10.2008 kl. 01:53
Líney mín: Líka alveg nauðsynlegt á stóru heimili
Jónína Dúadóttir, 6.10.2008 kl. 05:43
...og í krepputíð er notalega að eiga nóg í kistunni
Sigríður Jóhannsdóttir, 6.10.2008 kl. 20:44
Sigga mín: Vissulega
Jónína Dúadóttir, 6.10.2008 kl. 21:47
Segi bara eins og commentari númer eitt; Nú verður maður bara svangur!
Ég elska þessa haustvertíð - slátur - svið - lappir og fögur læri - hryggur og fleira góðgæti sem og þann tíma sem tekur að eta þetta allt. Ég hef oft tekið slátur með systkynum og móður og set það ekkert fyrir mig að fikta í inndóti húsdýranna með lafandi tunguna og gleðilega hugsun um góðar máltíðir framundan! Wrarrrr ...
En, hvað er þetta? Engin mánudagsfærsla? Bara frá því í gær? Gerðist ekkert í dag? Ertu kannski ennþá að borða keppina sem þú kokkaðir í gær? Ertu kannski frosin vegna allra frystihólfanna og frystiskápanna sem eru á heimilinu - hleyptir þú of miklum kulda út þegar þú varst að reyna að troða ís í skápana? Uss sko ...
En, þú færð hér nokkur knús yfir heiðar - ennþá heit af 30stiga hita og sól af spánarströndu. Kannski þau bræði þig nóg til að þú pikkir skikkanlega færslu á næstunni ljúfust .. knús í kulda og frost í sláturgerðarhúsið þitt!
Tiger, 6.10.2008 kl. 22:02
Högni minn: Velkominn heim... ég skrifa í fyrramálið... áður en ég fer í vinnuna... Góða nótt...
Jónína Dúadóttir, 6.10.2008 kl. 22:15
Love you too stelpuskott ... góða .. eða óða nótt elskulegust! Mundu að of mikil vinna getur reytt af þér allar Dúu-fjaðrirnar - það er vont að vera nakin/n í kreppunni .. Knús .. eða fjaðrafok!
Tiger, 6.10.2008 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.