Allir fjölmiðlar landsins virðast hafa það sem vinnureglu númer 1, 2 og 3 að valda sem mestu fjaðrafoki, hræðslu og múgæsingu þessa dagana
Ég er alveg hörð á fréttabindindinu mínu sem ég er búin að stunda grimmt síðustu dagana, en ég kemst auðvitað ekkert hjá því að reka augun og/ eða eyrun í einhverjar fréttir. Ég hitti fullt af fólki alla daga, svolítið snúið að vera í einhverskonar hittafólkbindindi í minni vinnu og það er auðvitað um fátt meira talað en efnahagsástandið á okkar, fyrir stuttu síðan ríka og hamingjusama landi. En vitið bara hvað, gamla fólkið glottir að okkur... Ein gamlan mín sem ég fór til í gærkvöldi tók skellihlægjandi á móti mér og sagði að nú væri liðið orðið endanlega vitlaust... það væri búið að klára upp allar birgðir bæjarins af sykri og hveiti
Það er viðkvæðið hjá gamla fólkinu að það nennir ekkert að horfa á fréttirnar, skilur ekkert um hvað er verið að tala í sumum tilfellum en flestir glotta bara og segja að unga fólkið í dag viti ekkert hvað kreppa er
Það vorkennir ekkert þeim sem áttu svo mikla peninga, að þeir gátu leikið sér með þá með því til dæmis að kaupa hlutabréf, þeir sem eiga ekki peninga þurfa ekkert að hafa áhyggjur af því að tapa þeim. Innilega sammála
Það væri auðvitað kerlingagrobb í mér að halda því fram að ég hafi engar áhyggjur, auðvitað hef ég þær svona í laumi... smá... en ég geri ekkert gagn með því að velta mér upp úr því sem ég get ekki breytt
Þess vegna ætla ég að fá mér aðeins meira kaffi og fara svo í fyrstu vinnu dagsins, með þá ósk með mér að þið eigið öll góðan dag og slakið aðeins á stressinu elsku krúttin mín






Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skil ekki heldur þetta hamstur. Vona bara að það fólk sem byrgir sig upp að hveiti eigi múshelda geimslu. Eigum öll góðan dag.
Ía Jóhannsdóttir, 7.10.2008 kl. 09:05
Ragna mín: Sömuleiðis

Ía mín: Svo sammála þér, skil þetta ekki alveg
Já vonandi góður dagur hjá öllum
Jónína Dúadóttir, 7.10.2008 kl. 09:13
Ég held að mjög margir séu með óþarfa áhyggjur og búist við því allra versta sem getur verið bæði kostur og galli.
Kveðja Skattborgari.
Ps. ástandið lagast ekki þó þú horfir ekki á fréttinar.
Skattborgari, 7.10.2008 kl. 09:17
Skattborgari: Já satt, margir eru eiginlega að stressa sig bara til að vera með held ég
Pé ess: Ástandið lagast heldur ekkert þó ég horfi
Jónína Dúadóttir, 7.10.2008 kl. 09:23
Gott ps. svar Ninna mín! - Ég get hinsvegar ekki sleppt fréttunum og held að ég sé lítill skemmtikraftur á mínu heimili þessa dagana
- Ætli Sólnesinn klóri ekki í kistulokið þessa dagana?
Kveðja í krepptan heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 7.10.2008 kl. 10:13
Þú ert ógeðslega dugleg í bindindinu. Ertu ekkert forvitin?
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.10.2008 kl. 10:31
Haltu bara áfram í fréttabindindinu.... það er lítið af öðrum fréttum þessa dagana...
Vantar t.d. alveg fréttir um að kettlingum hafi verið bjargað ofan úr tré... eða ... það sé opið fyrir fjölskyldufólk í húsdýragarðinum (og opið fyrir húsdýr í fjölskyldugarðinum).
Einar Indriðason, 7.10.2008 kl. 11:00
Annars er ég virkilega sammála þér - og hinu gamla fólkinu, essgan. Maður breytir litlu með því að velta sér uppúr ástandinu - nema hvað maður verður bara neikvæðari og manni líður bara verr með hverri leiðinlegu fréttinni. Því þá að vera að vola og velta sér uppúr þeim? Tek í sama G-streng og þú ljúfan - velti mér ekki uppúr því sem ég fæ ekki breytt heldur einbeiti mér að því sem vel er og gleðilegt í miðri kreppunni...
Knús og kelerí á þig dúllan mín og vonandi munt þú líka eiga glaðan og gæfuríkan daginn.
Tiger, 7.10.2008 kl. 11:05
Ég er kannski á bjartsýnislyfjum en mér finnst allt vera á uppleið núna!
bensínið lækkar, búið að festa krónuna við evruna...og nú er bara að baka sulta og taka slátur..ööö...eða eitthvað hehe...en þetta versnar nú ekki mikið héðan af er það?
Eigðu góðan dag heillin mín
Jokka (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 11:43
Steini minn: Jújú, Sólnesinn klórar svo sannarlega í kistulokið núna, ekki frá því að ég heyri í honum bara... nei úps þetta var kötturinn
Ég er sko með einn svona "allsekkiskemmtikraft" hérna á heimilinu og það er ekki kötturinn
Jenný mín: Já er ég ekki dugleg stelpa ?
Ég les hjá öllum bloggvinum mínum og kemst ekki hjá því að fylgjast með sko
Einar minn: Takk fyrir stuðninginn
Högni minn: Takk fyrir knúsið og keleríið, alltaf svo notalegur
Bjartsýni og jákvæðni er það eina sem við eigum að stunda þessa dagana og svo líka náttulega.... ok, ekki orð um það annars
Jokka mín: Þá er ég nú á sömu lyfjum og þú
Held þetta hafi náð botninum og ekkert annað en uppleiðin er eftir

Jónína Dúadóttir, 7.10.2008 kl. 12:17
Er ekki spyrnan upp alltaf best.Ég nenni ekki að vera að velta mér upp úr hver sagði hvað og hvar hann var staddur á meðan hann sagði það.Þetta gengur yfir,niðurstaðan verður ljós og við verðum aftur"hamingjusamasta þjóð í heimi"

Birna Dúadóttir, 7.10.2008 kl. 12:30
Birna mín: Jú það er hún svo sannarlega
Jónína Dúadóttir, 7.10.2008 kl. 12:33
hehe
Já ég kom til einnar konu í gær, sem var gjörsamlega búin að fylla bílskúr og búr af matvörum, mætti halda að heimsstyrjöld væri í nánd svei mér þá.
Ég þarf að fara í minn vikulega verslunarleiðangur á morgun,ég vona að það verði ekki tóm verslun sem mætir mér þá.
Líney, 7.10.2008 kl. 14:33
Líney mín: Þú getur kannski bara fengið að kaupa af konunni í bílskúrnum
Jónína Dúadóttir, 7.10.2008 kl. 15:29
Leiðinda ástand, en á eftir slæmum tímum koma góðir tímar.
Heiður Helgadóttir, 7.10.2008 kl. 15:35
Heidi mín: Satt er það, getur varla versnað meira héðan af
Jónína Dúadóttir, 7.10.2008 kl. 15:39
Þú ert bara flottust...
Þorsteinn Gunnarsson, 7.10.2008 kl. 17:40
Nenni ekki að fara að versla hveiti til margra mánaða eða grænar orabaunir og dekka hillur með þeim, held ég sé bara til í að drepast frekar úr hungri en lifa á því
, þetta segir náttúrulega kona sem aldrei hefur liðið skort svo.....
.
Sigríður Jóhannsdóttir, 7.10.2008 kl. 18:57
Steini minn: Æi takk...
Sigga mín: Skil þig
Jónína Dúadóttir, 7.10.2008 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.