Vaskinn/vaskurinn...

Hérna um daginn tókst mér með miklu harðfylgi og einhverskonar misheppnuðum húsmóðurtöktum, að stífla vaskinn í eldhúsinu... Tounge Aðferðin er einföld, hella bara soðinu af nýja slátrinu í vaskinn og fara svo fram og svara í símann og fara til dyra í einni og sömu ferðinni og gleyma algerlega að láta renna heitt vatn á eftir slátursoðsfitugumsinu...Cool Áberandi mikil kreppa í toppstykkinu á mér þann daginn... Shocking Aðferðin við að losa fj... stífluna var ekki eins einföld, eitt góða ráðið sem ég fékk var að sprauta uppþvottalegi ofan í rörið og láta liggja í sólarhring... en nei takk, hérna megin er ekki nokkur einasta þolinmæði til að bíða í heilan sólahring með vaskinn fullan af ógeðslegu sulli, ég þarf að not´ann, oft á dag. Og þó það séu þrír aðrir vaskar í húsinu og allir á einni og sömu hæðinni, þá vil ég samt hafa þennan starfandi í mína þágu og ekkert röflDevil Ég rauk í hendingskasti milli vinna og keypti eitthvað stórhættulegt efni í appelsínugulum brúsa, mokaði öllu sullinu úr vaskinum og hellti svo öllu eitrinu úr brúsanum ofan í rörið svo langt sem það náði... Lét renna kalt vatn eftir X tíma á eftir eins og stóð í leiðbeiningunum, já ég las þær reyndar... en þar lét ég auðvitað gabba mig, það gerðist ekkert...Pinch Drullusokkurinn dugði ekkert heldur, svo ég gerði það eina sem hægt var að gera í þessari alvarlegu stöðu... beið þangað til spúsi minn kom heim, hann reif eða öllu heldur skrúfaði sundur rörin undir vaskinum og losaði auðvitað stífluna... InLove Og boðskapurinn með þessari frásögn ? Akkúrat alls enginn... ég er bara að leyfa ykkur að skyggnast aðeins inn í eldhúsið mitt með mérGrin Bíðið bara þangað til ég fer að birta uppskriftir hérna... ekki samt halda niðri í ykkur andanum á meðan þið bíðið...Whistling Eigið dásamlegan dag, öll sem eittSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér varð óglatt.  Slátur er sko ógeðslegt, líka í vöskum.

En þetta appelsínugula dæmi er handónýtt, lenti í stífluðum vask og það gerði ekkert fyrir mig.

Njóttu dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.10.2008 kl. 09:42

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ojjojoj... hef lent í þessu líka.  Ógeðslegt og hrikalega pirrandi.  Njóttu dagsins án kreppufrétta, það er mottóið mitt í dag.  Ætla ekki að skoða blöðin eða opna fyrir TV.   

Ía Jóhannsdóttir, 8.10.2008 kl. 09:45

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jenný mín: Þetta var ógeðslegt, en slátrið þ.e.a.s.  lifrarpylsan er góðNjóttu dagsins

Ía mín: Ég er búin að vera í fréttabindindi í marga daga og líður fjarskalega vel með þvíEigðu góðan dag

Jónína Dúadóttir, 8.10.2008 kl. 09:51

4 Smámynd: Líney

hahaha er hægt að panta  þig í stíflulosun? Er nefnilega  með allt stíbblað á baðinu,þegar einhver fer í sturtu fer allt á flot...ég er búin að reyna  þetta appelsínugula  drullumall og  það  virkar ekkert... knús norður heiðar.

Líney, 8.10.2008 kl. 10:11

5 identicon

Elska slátur..en get ekki borðað það fnusss...sé þig kannski síðar í dag heillin mín

Jokka (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 11:07

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Líney mín: Frekar að fá spúsa minn í það, ég virka ekki nógu vel

Jokka mín: Ég verð heima

Jónína Dúadóttir, 8.10.2008 kl. 11:48

7 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Þetta kemur fyrir á bestu bæjum og hefur ekkert með höfuðkreppu að gera Hafðu það gott með lifrapylsunni góðan mín

Sigríður Jóhannsdóttir, 8.10.2008 kl. 17:35

8 Smámynd: Birna Dúadóttir

Elskan mín,ég er að selja alveg brilliant stíflulosunarefni.Kannski soldið langt fyrir þig að sækja það

Birna Dúadóttir, 8.10.2008 kl. 17:37

9 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Muna bara að kaupa ekki "náttúruvæna" stíflueyða... Allt náttúruvænt er ónýtt...þarna slátrarinn þinn... svona ef þú skyldir lenda í annarri kreppu og vidir ekki láta spúsann komast að því  

Kv. í Heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 8.10.2008 kl. 17:41

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Takk væna mín

Birna mín: Jaaa svona kannski heldur langt, en ég efast ekkert um gæðin

Steini minn: Slátrari hvað meinarðu.... veist þú EKKERT um konur ungi maður ?Bara grín, takk fyrir góð ráð minn kæri

Jónína Dúadóttir, 8.10.2008 kl. 21:08

11 Smámynd: Skattborgari

En gaman eða þannig. Sýnir að konur geta ekki gert 2 í einu.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 8.10.2008 kl. 22:40

12 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 8.10.2008 kl. 22:41

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari: Jú þetta sannar bara að við getum gert minnst þrennt í einu en ef ég ætla að gera allt á sama tíma hlýtur eitthvað að fara úrskeiðis

Birna mín:  

Jónína Dúadóttir, 9.10.2008 kl. 05:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband