Knús og brosbylgjan :-)

Bloggvinir mínir og vonandi miklu fleiri, eru að senda á milli sín bros og knús í öll hús og eru  yndislega mikið á jákvæðu nótunumSmile Heart Og ekki veitir nú af þessa dagana og bara alla daga finnst mér nú. Ég ákvað að reyna að vera jákvæð í svo sem eins og einni færslu eða svo... svona til tilbreytingar frá allri neikvæðninni og vonleysinu sem hrjáir mig mjög áberandi alla daga...Whistling Ég er búin að raupa mikið um fréttabindindið mitt núna undanfarið, það er svona svolítið kerlingargrobb og mest til þess ætlað að láta alla halda að ég sé alger nagli sem ekkert bítur áCool En það er alveg hreina satt að ég hef ekki sest niður og horft á fréttir og ef ég hef lent á fréttum í útvarpinu í bílnum, þá skipti ég yfir á tónlist... en það eru bara svo margar fréttaveitur í kringum mig að ég missi auðvitað ekki af neinuWink Ég hef tilhneigingu til að fara að berjast, þegar eitthvað gengur ekki eins og það á að ganga, miðjubarnakomplex = alltaf að laga allt og fer of oft flikkflakk og heljarstökk af því að ég ætla að hafa allt í lagi allsstaðarGrin En ég er nú farin að fatta það með árunum, að ég get alls ekki lagað allt og mín meðfædda hugarleti gerir mér það auðveldara en ella að sætta mig við það. Efnahagsástand íslenska þjóðarbúsins get ég til dæmis ekki lagað, ég veit ekki betur en ég sé með fólk á kaupi við það, svo ég er ekkert í þunglyndi út af því og velti mér sannarlega ekki upp úr því heldurGrin Bros og knús í þitt hús og ég meina þaðHeart Eigið góðan dag og munið að við höfum öll vel efni á brosum og knúsumSmile  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Eitt bros skaðar engan og tíu stykki eru algerlega ókeypis.Eiginlega fríkeypis

Birna Dúadóttir, 9.10.2008 kl. 07:09

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Stórt knús á þig og þína Jónína mín.

Ía Jóhannsdóttir, 9.10.2008 kl. 08:27

3 Smámynd: Líney

Líney, 9.10.2008 kl. 08:39

4 identicon

Ætlaði að koma í gær, en þú svaraðir ekki símanum.... þannig ég fór bara heim að skissa...en sendi bros og knús í þitt hús

Jokka (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 08:48

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.10.2008 kl. 08:55

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Alveg rétt það er fríkeypis

Ía mín: Til baka frá mér á þig og þína

Líney mín:

Jokka mín: Það er ekkert að marka þó ég svari ekki í símann, það er að marka hvort bíllinn er heima... Ég get gleymt að hafa símann hjá mér, en gleymi aldrei bílnumBros og knús til baka og sjáumst

Jenný mín:

Jónína Dúadóttir, 9.10.2008 kl. 09:33

7 Smámynd: Einar Indriðason

Takk fyrir brosið.  Og jákvætt innlitskvitt til baka á þig.

Einar Indriðason, 9.10.2008 kl. 09:58

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Bros og knúsímúsínúsrúsídúsí..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.10.2008 kl. 10:00

9 Smámynd: Skattborgari

Ætli ríkið fari ekki að skattleggja bros og knús bráðum því þeim mun sennilega vanta meiri pening í bruðlið.

Bros og knús til allra sem lesa þetta.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 9.10.2008 kl. 10:46

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Einar minn: Þakka þér fyrir jákvætt innlitskvitt

Jóhanna mín:

Skattborgari: Það er ekki hægt, það er nefnilega fríkeypis handa öllum sem þyggja vilja

Jónína Dúadóttir, 9.10.2008 kl. 11:32

11 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Bros og knús til ykkar allra

Sigríður Jóhannsdóttir, 9.10.2008 kl. 16:20

12 Smámynd: Tiger

 Haaaa? Hvað er bros og bjartsýni??? Af hverju er ég að missa núna? Afhverju kannast ég ekkert við bros, ljós og léttleika??? ... hmmmm!

Ég verð greinilega að fara út í það að fylgjast betur með ef ég ætla ekki að verða svona útundan alltaf - verð að reyna að fylgja tískunni og reyna að læra að brosa og glettaast all over ...

En, hér með sendi ég glimrandi nýlært og nýbakað bros með glommu af knúsum og stuði hangandi í ... segdu svo að ég sé ekki dullegur að tileinka mér nýja siði sko!!! Luv in your house sweetypie .

Tiger, 10.10.2008 kl. 01:24

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Sömuleiðis

Högni minn: Aldrei of seint að læra eitthvað nýtt greinilegaÞú ert náttulega alþekktur fyrir að vera guðs volaður fýlupoki og mikið svakalega er ég stolt af því að þú skulir vera svona duglegur að tileinka þér nýja siði

Jónína Dúadóttir, 10.10.2008 kl. 06:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband