Þeir eru margir sérfræðingarnir sem hafa látið ljós sitt skína undanfarna daga í sambandi við ástandið í efnahagsmálunum hérna á litla sæta skerinu okkar
Ég kom dauðóvart inn á viðtal við einn þeirra, veit ekkert hver hann er og þó ég hefði heyrt nafnið væri ég búin að gleyma því, en hann var spurður hvort þetta ástand mætti kannski rekja til óstjórnar og klúðurs í bönkunum ? "Neineinei, alls ekki sko bankarnir voru mjög vel rekin fyrirtæki sko" ! Nú sagði spyrillinn, en af hverju eru þeir þá í þessari slæmu stöðu núna ? "Ja sko, þetta voru mjög vel rekin fyrirtæki, nema að því leiti að þeir höfðu bara eina veika hlið... þeir áttu á hættu að rúlla ef þetta kæmi fyrir sem er að koma fyrir núna"! Þvílík viska, þetta er eins og að eiga bát, mjög vel smíðaðan bát að öllu leiti... nema að það er gat á honum rétt ofan sjólínu. Það sleppur alveg á meðan það er logn og kyrrt í sjóinn, en ef það hvessir... ja, þá sekkur hann. Ég mundi ekki vilja eiga svoleiðis bát og mundi þar að auki aldrei reyna að halda því fram að hann væri góður bátur
Annars góð bara
Ég sem losaði mig við gistiheimilið af því að það var orðin allt of mikil vinna, er farin að vinna að meðaltali 14 tíma á dag og ekki spyrja mig af hverju...
Ég ákvað í morgun þegar ég vaknaði, að nú þyrfti ég að fara að taka í hnakkadrambið á þessari konu hérna, sem er ég og endurskoða málin aðeins
Ég þarf svo sannarlega ekkert að vinna svona, við erum ekki beinlínis með stórt heimili, höfum allt til alls og meira en það og svo hef ég ekki einu sinni tíma til að eyða kaupinu mínu
Og það auðvitað gengur ekki
Bros og knús í öll ykkar hús, elskurnar mínar allar









Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeir eru margir viskuhausarnir þessa dagana. Í dag er frídagur hjá mér frá fréttum eða það er alla vega ætlunin. Tók þig til fyrirmydar vinkona.
Góða og skemmtilega helgi.
Ía Jóhannsdóttir, 11.10.2008 kl. 08:48
Ía mín: Frídagar eru alveg bráðandsk... nauðsynlegir
Vá gaman að vera fyrirmynd, þakka þér mín kæra og eigðu yndislega helgi

Jónína Dúadóttir, 11.10.2008 kl. 09:14
Það eru allir snillingar í dag og allir "vissu" þetta fyrir, allir vita hvernig er best að redda þjóðarbúinu og allir vita hverjum þetta er að kenna. Nú fyrst allir vita þetta....afhverju gerði/gerir enginn neitt???
hnusss...
Eigið góða helgi skötuhjú, og ef ykkur langar út, þá á ég ágætis kaffi
Jokka (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 09:55
Ég skal alveg eyða kaupinu þínu,ég hef nógan tíma
Birna Dúadóttir, 11.10.2008 kl. 09:55
Jokka mín: Já hnuss...
Góða helgi lika dúllurnar mínar þarna á Eyrinni, við reynum að kíkja
Birna mín: Systur eru systrum bestar
Þú ert góð stelpa að vilja hjálpa mér svona

Ragna mín: Já mesti fjársjóðurinn er fjölskyldan og vinirnir, eigum ekkert verðmætara
Góða helgi mín kæra
Jónína Dúadóttir, 11.10.2008 kl. 10:24
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.10.2008 kl. 11:31
Jenný mín:

Jónína Dúadóttir, 11.10.2008 kl. 11:36
„Snillingarnir“ koma hver af öðrum og tjá sig um þessi málefni
og allir þykjast þeir vita allt en þó er enginn á sama máli
Hafðu það svo gott um helgina mín kæra
Sigríður Jóhannsdóttir, 11.10.2008 kl. 13:44
Sigga mín: Já mér fannst hann bara töluvert snjall þessi
Hafðu það gott líka
Jónína Dúadóttir, 11.10.2008 kl. 13:48
Nenni heldur ekki að horfa eða hlusta á fréttir, til hvers að vera að hafa áhyggjur af hlutum eða ástandi sem ég get hvort eð er ekki haft nein áhrif á?
Erna Evudóttir, 12.10.2008 kl. 12:44
Erna mín: Nákvæmlega
Jónína Dúadóttir, 12.10.2008 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.