Það er smá sólarglæta úti og ég er að herða mig upp í að fara í Bónus eða bara einhverja svona verslun, mér er nokk sama hvað hún heitir
Mér leiðist óhuggulega að versla en má til þegar hér er orðin sannkölluð þurrabúð... sérstaklega þegar ekki er til mjólk í kaffið mitt, þá er nú fokið í flest skjól og ég drattast þá út auðvitað, ekki má mig sjálfa nú vanta neitt...
Dóttir mín elskuleg hringdi frá Gautaborg í morgun og var að hafa áhyggjur af því að mamman væri alveg blönk
Fréttirnar sem þær heyra þarna úti benda til þess að allir íslendingar séu svangir og hafi hvorki í sig né á og ekki til ein einasta króna í neinu koti. Það er heldur ekki hægt að kaupa íslenskar krónur í sænskum bönkum þessa dagana, þær eru einfaldlega ekki á boðstólum
Annars góð, fyrir utan það að vera að hrökkva upp af úr leti...
Eigið góðan dag elskurnar mínar allar og munið brosin og knúsin







Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já gott að eiga góða að sem hugsa til manns. Hvernig hefur Kata það annars þarna úti,fer hún ekkert að koma heim eða er hún kannski alflutt?
Ég las fréttir um ísland í nokkrum erlendum fréttamiðlum og margar voru á þá leið einmitt að fólk stæði frammi fyrir að verða hungurmorða,engir seðlar væru til á íslandi því margir hefðu tekið allt sitt út úr bönkunum og svæfu með undir koddunum og það væri ástæða þess að hraðbankar væru tómir
Þetta er svona álíka og að sumir trúa því enn að við búum í moldarkofum og snjóhúsum
Sendi
og knús norður heiðar og megir þú njóta kaffibollans
Líney, 12.10.2008 kl. 13:54
Líney mín: Já það er svo notalegt
Hún Kata mín hefur það þrusugott og er ánægð með lífið og tilveruna. Hún var að klára háskólanámið í vor, er núna virðulegur félagsráðgjafi hjá sænskum og er svo sannarlega ekkert á leið heim, nema bara í heimsóknir... en þó það
Knús til þín líka mín kæra og góða helgarrest
Jónína Dúadóttir, 12.10.2008 kl. 14:32
Ástandið er ekki gott hér í dag sérstaklega þegar erlendir fjölmiðlar tala eins og það sé verra en það er.
Ofboðslega er ég sammála þér að það sé hundleiðinlegt að versla inn.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 12.10.2008 kl. 15:01
Skattborgari: Eigðu sælan sunnudag
Jónína Dúadóttir, 12.10.2008 kl. 16:40
Vá er verið að dramatisera ástandið í Sverige. Hahaha.
Sól í sinni og sól inni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.10.2008 kl. 16:58
Ekki hrökkva upp af af leti kona góð! Ertu kannski að safna orku svo þú getir dansað upp á borðum 8.nóv
Eigið góða daga elskurnar
Jokka (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 17:13
Bíddu nú við,hvar ætlar þessi kona að dansa uppi á borðum
Birna Dúadóttir, 12.10.2008 kl. 17:40
Jenný mín: Já heldur betur
Jokka mín: Spurningin var: Biggi og hvaða her ætla að draga mig upp á borð til að dansa ?
Birna mín: Konan dansar helst ekki og þá alls ekki uppi á borðum
Jónína Dúadóttir, 12.10.2008 kl. 20:25
Birna mín: Ég gleymdi sko að í Allanum 8. nóvember n.k. verða hún Jokka mín og félagar í hljómsveitinni Frum að spila fyrsta giggið sitt
Ég ætla að reyna að mæta þrátt fyrir háan aldur og vinnuþrælkun...
Jónína Dúadóttir, 12.10.2008 kl. 21:15
Öss ég treysti alveg Bigga hiklaust til að draga þig upp á borð tíhí...alveg einn og óstuddur hahahhahaha
en ég vona að þið skötuhjú sjáið ykkur fært að mæta þrátt fyrir mikið annríki, aldur og fyrri störf eru ekki tekin með tíhí...
Jokka (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 21:57
Bið að heilsa Kötu frænku og nýutskrifuðum Félagsráðgjafa þegar þú heyrir í henni næst,vá hvað hún er flott
Gott að heyra að allt gengur vel.
Líney, 12.10.2008 kl. 23:27
Jokka mín:

Líney mín: Þakka þér fyrir mín kæra, ég skila því
Jónína Dúadóttir, 13.10.2008 kl. 06:00
Knús á þig vinkona
Ía Jóhannsdóttir, 13.10.2008 kl. 16:13
Ía mín: Og annað til baka á þig mín kæra
Jónína Dúadóttir, 13.10.2008 kl. 17:28
Datt hér inn fyrir algjöra slysni... sammála þér með þetta búðarstand, leiðist það óskaplega!! En veistu þetta gerist líka hjá mér, bara allt í einu galtómur kofi pufffffff, þá VERÐUR maður að skella sér í Bónus:) Hafið það gott í þínu koti, með baráttukveðju úr mínu koti.
Áslaug (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 21:10
Áslaug: Takk fyrir innlitið og baráttukveðjurnar
Jónína Dúadóttir, 13.10.2008 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.