Komst að því í gær að greiðsluþjónustan okkar nýja hafði ekki borgað alla okkar reikninga síðustu mánaðamót...
Svo ég hringdi í bankann okkar, einn þessara nýrúlluðu og ætlaði að gá hvort það væri búið að þjóðnýta kaupið okkar líka... enda náttulega slíkar og þvílíkar upphæðir að þær hefðu farið langt með að redda nokkrum bönkum... eða þannig sko
Byrjaði að hringja milli 9 og 10, þá fékk ég samband við símsvara, sem sagði mér svona um það bil 50 sinnum að þjónustufulltrúar mundu aðstoða mig eins fljótt og auðið væri, ef ég bara biði augnablik... Augnablikið mitt varði í hálftíma og þá þurfti ég að fara í vinnu svo ég sleit þessu svolítið einhliða einkasamtali mínu og símsvarans...
Prófaði aftur í hádeginu og um það bil sem ég ætlaði að fara að slíta því samtali líka, svaraði allt í einu indælis kona í þjónustuverinu fyrir sunnan og tók skilaboð til þjónustufulltrúans míns hérna fyrir norðan
Um sexleitið þegar ég var komin í enn eina vinnu, hringdi svo þjónustufulltrúinn minn lafmóð og gat sagt mér að kaupið okkar væri alveg á sínum stað, hún hefði bara óvart slegið inn eitt rangt reikningsnúmer og reddaði þessu svo bara í einum grænum hvelli
Mér fannst vera svolítið hik í röddum bæði konunnar í þjónustuverinu og þjónustufulltrúans míns og gott ef ekki líka í röddinni á símsvaranum, þegar þau svöruðu símanum hjá mér, en hikið var löngu farið þegar í ljós kom að ég ætlaði ekkert að vera með neins konar læti, leiðindi eða vesen út af einhverju sem þetta góða fólk á akkúrat enga sök á
Ég samþykki ekki hvernig komið er fram við afgreiðslufólkið í bönkunum, alls ekki ! Verum kurteis og komum vel fram, það voru alls ekki þau sem létu bankana rúlla ! Eigið góðan dag elskurnar mínar og munið: Bros og knús í öll hús, líka bankana









Flokkur: Bloggar | 14.10.2008 | 06:26 (breytt 15.10.2008 kl. 11:35) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gæti ekki verið meira sammála
Birna Dúadóttir, 14.10.2008 kl. 07:14
Ég vildi ekki vera bankastarfsmaður í dag. Bróðir minn vinnur hjá einum af þessum nyju og álagið er gífurlegt. Þú heyrir það þegar þú talar við hann í síma, léttleikinn er algjörlega horfinn úr röddinni.
Góðan daginn ætlaði ég að segja og gott að þetta var leiðrétt.
Ía Jóhannsdóttir, 14.10.2008 kl. 08:45
Það er meira að segja svo slæmt að það eru öryggisverðir í bönkunum á Ak til að passa starfsfólkið
allavega var það þannig í síðustu viku...fnusss...ég skil svosum að Dabbi og Horderinn séu með vopnaða lífverði því margt fólk er hreinlega örvinglað en starfsfólkið í bönkunum er bara að vinna vinnuna sína...
Eigðu góðan dag heillin, sé þig á morgun
Jokka (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 08:47
Birna mín:

Ragna mín: Já, fólk má ekki láta svona
Eigðu góðan dag líka mín kæra

Ía mín: Góðan daginn líka
Jamm slæmt ástand, verulega... vona bara að bróðir þinn geti farið að taka gleði sína sem fyrst

Jokka mín: Jamm, mannfólkið er allt of oft grimmustu dýrin
Sjáumst á morgun

Jónína Dúadóttir, 14.10.2008 kl. 09:32
Þú ert dúlla Jónína
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.10.2008 kl. 09:38
Jenný mín: Þú líka

Jónína Dúadóttir, 14.10.2008 kl. 09:41
Það er nú ekki skrýtið að fólk sem vinnur í bönkum fái skammir eins og ástandið er. En þeir sem bera ábyrgð eru ekki innan um almenning og heyra þess vegna ekki kvartanirnar heldur fólkið sem er í lægri launaþrepunum.
Það þarf að fara að skattleggja bros og knús 1000kr hvert skipti.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 14.10.2008 kl. 10:36
Skattborgari: Nei það er í sjálfu sér kannski ekkert skrítið, en það er samt alls ekki ásættanlegt
Þeir eiga að fá skammirnar sem hafa unnið til þeirra
Sem betur fer er ekki hægt að skattleggja bros og knús, þú færð til dæmis hérna alveg ókeypis risaknús og heilmörg bros frá mér

Jónína Dúadóttir, 14.10.2008 kl. 11:59
Þú ert yndi, knús til þín
Líney, 14.10.2008 kl. 13:39
Líney mín:

Jónína Dúadóttir, 14.10.2008 kl. 13:45
Við lentum líka í bankaviðskiptavandræðum í dag, ekki hægt að taka út skal ég segja þér og það úr banka sem ekki er kominn á hausinn en alla vega ekki opinberlega. Það voru hins vegar engin vandræði að leggja inn í þennan sama banka í síðustu viku. Hefði átt að fá mér dósamat eins og ég var að velta fyrir mér
Hafðu það gott Ninna mín og haltu áfram að brosa það ætla ég líka að gera þrátt fyrir helv.... bankana
, eins og þú bendir á þá þurfa þeir sem ollu vandræðunum ekki að svara fyrir, alltaf bara venjulegt fólk á venjulegum launum sem þarf að þrífa skítinn
Sigríður Jóhannsdóttir, 14.10.2008 kl. 18:59
Sigga mín: Vonandi rætist úr þessu sem fyrst hjá ykkur, ferlega hallærislegt svo ekki sé nú meira sagt í bili
Varstu að hugsa um að kaupa dósamat fyrir allt saman ?
Hafðu það best, þið bæði auðvitað

Jónína Dúadóttir, 14.10.2008 kl. 19:02
Jú það er alveg hægt. Best að verðleggja hvert bros á 50kr og hvert knús á 250kr og ef það kemst upp að einhver reynir að svíkja undan skatti þá þarf að borga sekt.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 14.10.2008 kl. 19:03
Skattborgari:


Jónína Dúadóttir, 14.10.2008 kl. 19:05
Reddaðist auðvitað, en óþolandi að eyða tíma í svona rugl
Sigríður Jóhannsdóttir, 14.10.2008 kl. 19:44
Sigga mín: Skil það vel, útivinnandi fólk vill bara sjálft fá að ráða því í hvaða rugl það eyðir sínum eigin tíma
Gott þetta reddaðist mín kæra

Jónína Dúadóttir, 14.10.2008 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.