Þær stuttu stundir tvær sem ég stoppaði hérna heima við fyrripartinn í gær, lék allt húsið okkar á reiðiskjálfi... það var kolvitlaus maður að djöflast með gröfu á lóðinni okkar
Að vísu að okkar ósk, að grafa fyrir 40 m2 sólpalli, sem verður smíðaður af okkur sambýliskornunum, næsta sumar...
Um tíma sá ég fyrir mér sundlaug þar sem holan blasti við á helmingi lóðarinnar, með dýpi og alles
En þá kom risastór vörubíll og sturtaði þremur hlössum af möl beint ofan í sundlaugardrauminn minn og úr varð 40 m2 malarsvæði...
Spúsa minn dreymir ekki sundlaugardrauma hann dreymir heitapottsdrauma, verður að segjast að hann er greinilega ívið hógværari í sínum draumum
Annars er allt nokkurnveginn við það sama hérna megin, vinnaétasofaekkihlustahorfáfréttir... ég hefði eiginlega ekkert þurft að skrifa mikið meira, mig bara langaði til þess. Og fyrir þá sem vilja þusa aðeins yfir tilfinnanlegum skorti mínum á fréttaáhuga: ég er ennþá í fréttabindindi og það gengur þrusuvel
Við erum hætt við að umbylta stofugólfinu fyrir jólin, eins og upphaflega var áætlað, nennum því ekki og það venst líka svo vel að hafa allt í röð og reglu og ekki allt á kafi í ryki. Viljum njóta þess fram yfir jólin, svo nú set ég upp í stofunni gluggatjöldin sem bíða sér ekki til batnaðar ofan í kassa mikið lengur og leiðrétti myndauppröðunina á veggjunum. Ég setti nefnilega myndir bara á naglana sem voru þarna og sumar myndirnar eru upp undir lofti, en flestar samt enn í kössum
Farin í sturtu og svo aftur í vinnu, vona að dagurinn í dag verði besti dagur lífs ykkar hingað til









Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Farðu bara í þína sturtu,huhh,ég held bara áfram að betla um böð í húsunum hérna í kring
Birna Dúadóttir, 15.10.2008 kl. 12:29
Birna mín: Þér er svo miklu meira en velkomið að fá að fara í sturtu hérna hjá okkur
Jónína Dúadóttir, 15.10.2008 kl. 12:47
Innlitskvitt og knús
Líney, 15.10.2008 kl. 13:38
Noh sá að það var e-hvað verið að brasa í garðinum ykkar síðast er ég renndi framhjá, er að spá í að kíkja á þig í dag
Jokka (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 13:50
Birna sturtubetlari
Ninna á meira en þú það er alveg ljóst
Erna Evudóttir, 15.10.2008 kl. 18:09
Skil vel að þið séuð komin með nokkuð nóg af ryki og óreiðu í bili. Engin þörf á að ráðast í gólfskiptingar svona rétt fyrir jólin - Ég meina - gamla gólfið verður þarna áfram og fer ekkert fyrr en þið takið það anyhows!
Segi þér það satt - að hver einasti nýr dagur í mínu lífi - er ætíð sá allra besti fram að núinu, enda óhemju glaður tappi og bullandi nægjusamur as well!
Knús í þitt hús - þrátt fyrir það að þú sért að bjóða inná eldgamalt stofugólf! Vonandi verða þínir dagar líka þeir bestu í þínu lífi - hver af öðrum!
Reyndu svo að hrista af þér fréttabindindin, alltaf hægt að slökkva og kveikja á hlustuninni - eftir því hvað er í umfjöllun hverju sinni. Ég loka eyrunum þegar pólitík poppar upp en opna þau þegar önnur tík er á ferðinni ...
Knúsogklemm ...
Tiger, 15.10.2008 kl. 19:37
Líney mín: Sömuleiðis mín kæra
Jokka mín: Takk fyrir komuna

Erna mín:

Rugludallur:Þetta er bara framsýni, það kemur aftur sumar á næsta ári
Högni minn: Veistu, spúsi minn er eldri en ég og þar af leiðandi miklu vitrari og skynsamari og og og...
Ha...
Knús og klemm á þig líka vitleysingurinn minn

Jónína Dúadóttir, 15.10.2008 kl. 19:58
Það er gott að vera með heitan pott. Vonandi verður þetta komið sem fyrst hja ykkur því að það er ekki gaman þegar það er verið að grafa svona hjá manni.
Kveðja Skattborgari.
Hvert faðmlag verður skattlagt. 350kr.
Skattborgari, 15.10.2008 kl. 20:27
Það er nú varla að maður hafi efni á að kommenta á eftir honum þessum
Birna Dúadóttir, 15.10.2008 kl. 20:39
Ég kom með fullt af hugmyndum um nýja skatta og held að þú munir fara illa útúr þeim sumum Birna eins og fullt af öðrum.
Kær Kveðja Skattmann.
Skattborgari, 15.10.2008 kl. 20:44
Birna Dúadóttir, 15.10.2008 kl. 22:13
Skattborgari: Mig var alveg farið að gruna að þú værir Sk(r)attmann sjálfur "under cover"
Birna mín: Ég held við höfum bara alls ekki efni á þessu...

Rugludallur: Já það passar sko alveg
Jónína Dúadóttir, 15.10.2008 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.