Móðuramma mín, mamma og yngsta systir eru svona ættfræðisnillingar... amma er að vísu dáin en ég geri samt ekkert ráð fyrir því að henni hafi farið neitt aftur við það
Ég er kannski ekki alveg á sömu hillu og þær með ættfræðina, veit svona nokkurnveginn hvað ömmur og afar hétu... held ég... en ekkert svo rosalega mikið framyfir það. En ég er nú ekki alveg tóm samt, ein nýja bloggvinkonan mín er til dæmis tengdamóðursysturdóttir mín og næstelsta dóttir tengdadóttur föðurafa míns, er ég... þannig að þið sjáið að ég veit nú svona ýmislegt
Svo veit ég alveg líka hvaða börn ég á og að spúsi minn er frændi barnanna minna... sko pabbi hans og amma þeirra eða var það amma hans og pabbi þeirra... voru mikið skyld, systkini alveg örugglega eða eitthvað...
Jæja... alltaf í ættfræðinni bara...
Ég virkilega verð að rífa mig upp á rassg... í dag og þrífa hérna í húsinu okkar, hún dugar ekkert lengur uppáhaldsaðferðin mín, þ.e. að ganga bara um með lesgleraugun á andlitinu. Þá nefnilega sé ég allt í móðu frá mér, en nú er svo komið að skíturinn er alltaf að færast nær og nær, þrátt fyrir lesgleraugun og ég get svo svarið það að ég er farin að sjá hann töluvert skýrt bara...
Og þar sem ég er búin að fatta það að húsið okkar er ekki sjálfhreinsandi, ég hefði nú ekki keypt það ef ég hefði vitað það, þá verð ég líklega að argast í þetta þegar líður á daginn
Farið varlega í dag yndin mín öll og munið að skafa almennilega af bílrúðunum, það er beinlínis hættulegt að búa bara til eitt lítið gægjugat, svona eins og rétt fyrir annað augað, í frostið á framrúðunni








Flokkur: Bloggar | 16.10.2008 | 07:49 (breytt kl. 08:33) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þér er nú alltaf að fara fram í ættfræðinni
Erna Evudóttir, 16.10.2008 kl. 08:11
Ragna mín: Góðan daginn mín kæra og sama til baka

Erna mín: Já finnst þér það ekki bara, mig var farið að gruna þetta
Jónína Dúadóttir, 16.10.2008 kl. 08:32
Góðan dag erum komin heim á klakann aftur
Dísa (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 08:51
Eftirfarandi heyrði ég frá svolítið örum ættfræðingi, sem var svona... aðeins að flýta sér:
"Heyrðu, já, ömmur þeirra voru bræður. Eh.. ég meina... afar þeirra voru systur..."
Einar Indriðason, 16.10.2008 kl. 08:52
Hva heyrist þú vita alveg nóg um ættfræði tíhí...ástarþakkir fyrir mig í gær, sennilega er linsurnar mínar skrýtnar því ég gat ekki séð nein óhreinindi hjá þér kona góð, alltaf jafn notalegt að koma til ykkar
Jokka (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 08:54
Dísa mín: Velkomin aftur, ég var farin að sakna þín mín kæra


Einar minn: Já og ömmur þeirra geta líka hafa verið fermingarbræður
Jokka mín: Fáðu þér nú almennilegar linsur væna
Takk fyrir komuna elskið mitt

Jónína Dúadóttir, 16.10.2008 kl. 09:10
Það er ágætt að þrífa íbúðina á 3-5vikna fresti og fá svo einga gest í heimsókn þegar það eru liðnar 2 vikur frá því að það var tekið til síðast. Ég hef aldrei getað skilið hvað er gaman við ættfræði.
Kveðja Skattborgari
Skattborgari, 16.10.2008 kl. 09:24
Skattborgari: En að hafa það þá bara 2 vikur ?
Mín tegund af ættfræði er skal ég segja þér alveg stórskemmtileg
Jónína Dúadóttir, 16.10.2008 kl. 11:56
Held þú sért komin framúr mér í ættfræðinni gæskan
Birna Dúadóttir, 16.10.2008 kl. 12:25
Halló, er snjór hjá ykkur?
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2008 kl. 12:34
Birna mín: Hvassegirðu... datt sannarlega ekki í hug að ég gæti virkilega farið fram úr neinum í henni
Jónína Dúadóttir, 16.10.2008 kl. 12:35
Jenný mín: Halló, nei það er ekki snjór, bara smáfrost á bílrúðum
En á flatlendinu ?
Jónína Dúadóttir, 16.10.2008 kl. 12:36
Ég nebbla skil alls ekki hver nýja bloggvinkona þín er, tengdamóðursysturdóttir,uss ég hef ekki heila í þetta
Birna Dúadóttir, 16.10.2008 kl. 13:30
Birna mín: Tók mig nú stund að sjóða þetta saman sko
Líney "linka" er dóttir Dúnu í Túnsbergi, sem var systir Hjördísar tengdamóður minnar
Tengda-móður-systur-dóttir... rökrétt ekki satt
Jónína Dúadóttir, 16.10.2008 kl. 13:37
Ég marglas þetta með systurafafændabróðurmágömmu o.sv.frv. en skildi ekki bops. Svona er ég nú sleip í ættfræðinni. Knús inn í hreingerningardaginn.
Ía Jóhannsdóttir, 16.10.2008 kl. 14:49
Ég er afi minn
Líney, 16.10.2008 kl. 15:16
Rugludallur: Tengdamóðursysturdóttir min er ekki skyld mér, ég veit það alveg
En hvernig finnurðu það út að ég sjálf sé mægð mér ? Tengdadóttir föðurafa míns er mamma mín og ég er næstelsta dóttir hennar
Eigðu góðan lúr
Ía mín:Það sem ég veit og/eða skil í ættfræði er eingöngu páfagaukslærdómur eða fíflagangur
Þakka þér hreinlega fyrir

Líney mín: Þú ert greinilega miklu flinkari í ættfræðinni en ég

Jónína Dúadóttir, 16.10.2008 kl. 16:36
Ég tek bara ofan hattinn fyrir ykkur ættfræðisnillingunum
sko ef ég gengi með hatt
Erna Evudóttir, 16.10.2008 kl. 18:33
Erna mín: Já þú gætir nú lært mikið af okkur
Kauptu þér bara hatt
Jónína Dúadóttir, 16.10.2008 kl. 18:37
Rugludallur: Allt ruglið á síðunni minni er frítt
Jónína Dúadóttir, 16.10.2008 kl. 19:28
Ja það er betra að þrífa á 3-5vikna fresti þar sem að ég er týpískur einhleypur karlmaður. Það hafa mest liðið 3mán hjá mér.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 16.10.2008 kl. 19:40
Mér finnst þú algjört yndi Ninna mín
. Eigum við að stofna uppgötvunarfyrirtæki og finna upp sjálfhreinsandi hús. Gætum grætt feitt, veit að margir munu borga fúlgu fyrir slíkt
Hafðu það gott dúllan mín
Sigríður Jóhannsdóttir, 16.10.2008 kl. 22:18
Bara hellluleggja stofuna og hafa svo niðurfall í miðjunni, nota svo bara háþrýstidælu á skítinn, þetta er sko stolin hugmynd en góð samt
Erna Evudóttir, 16.10.2008 kl. 22:44
Skattborgari: Ég er nú ekki með neitt krónískt tuskuæði sko, en 3 mánuðir eru svona aaaaaðeins of langt... fyrir minn smekk
Ég veit samt alveg hvernig þetta er, á son á sama aldri sem býr einn
Kæri herra Rugludallur: Ég á sjálf að biðjast afsökunar...
Ég þóttist vita hvað þú varst að meina, en langaði bara að gera smá at í þér
Sigga mín: Sömuleiðis dúllan mín
Mér líst vel á þessa hugmynd hjá þér, held þarna sé komið fullkomið stórgróðafyrirtæki
Erna mín: Þú ert hér með ráðin í nýja fyrirtækið okkar Siggu

Jónína Dúadóttir, 17.10.2008 kl. 06:09
Rugludallur minn: Þú berð nafn með rentu
Jónína Dúadóttir, 17.10.2008 kl. 07:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.