Það besta í lífinu hefur alltaf verið ókeypis ;-)

Það er það ekkert frekar núna en áður, en skaðar samt ekki að leggja aukna áheyrslu á það, á þessum tímum þrengingaWinkÞað sem mér finnst vanta hjá okkur er agi og nægjusemi, sem virðast algerlega hafa dottið upp fyrir, við höfum einhversstaðar misst okkur í bruðlinuWounderingÉg verð vör við það hjá yngra fólki að nægjusemi er illa misskilið orð... Það heldur að það þýði að við eigum þá að lifa eins og allslausir munkar og aldrei leyfa okkur neitt, en það er bara alls ekki það sem orðið þýðir. En svo getur nægjusemi líka gengið of langt...FrownÉg man alltaf gömlu konuna sem ég vann hjá í mörg ár, sem hafði mikið fyrir því að biðja um útrunnar vörur og þá afslátt af þeim, þegar ég fór með hana í matvöruverslun. Hún nurlaði og skrapaði og hélt alveg hrikalega í við sig og ég vorkenndi henni svo mikið fyrir fátæktina að ég keypti stundum handa henni helstu nauðsynjar. En ég hætti því nú allsnarlega eftir að hún sagði mér að hún ætti hundruðir þúsunda á bankabók, hún var að safna fyrir jarðarförinni sinniGrinHún var líka með helling af málverkum upp á veggjum hjá sér í litlu íbúðinni, sem hún leigði hjá bænum. Einhvern daginn var ég að virða fyrir mér eitthvað klessuverk sem ég sagði að mér fyndist ljótt og hún urlaðist... Þetta var KJARVALToungeÞá höfðu hún og maðurinn hennar heitinn safnað málverkum árum saman, eftir fræga listamenn og hún var með milljónir hangandi uppi á veggjum hjá sér ! Þetta er náttulega ekki nægjusemi... þetta er eitthvað allt annaðWhistlingEigið góðan dag elskurnar mínar allar og klæðið ykkur vel, það er hálfgert skítaveðurSmileHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Margt eldra fólk er svona, ég hef aldrei getað safnað öðru en skuldum, en ég sef nokkuð vel þrátt fyrir blánk heitin, er alltaf ánægð þegar að mér hefur tekist að borga alla reikninga, er svo alveg sama þó að ég sé svo blönk allan mánuðinn.Shy Whistler Eigðu góðan dag mín kæra bloggvinkona.





Heiður Helgadóttir, 18.10.2008 kl. 08:35

2 identicon

Já hóf er best í flestu ekki alveg öllunægjusemi er góð dygð

Dísa (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 09:15

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Ég ætla sko ekki að safna fyrir jarðaförinni minni, er sko slétt sama hver eða hvernig hún verður borguð eða hvernig hún fer fram,verð að heiman

Erna Evudóttir, 18.10.2008 kl. 09:48

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Sumir eru bara svona"sá sem á mest þegar hann deyr,hann vinnur"Við lifum núna,það verður engin taka tvö

Birna Dúadóttir, 18.10.2008 kl. 10:04

5 identicon

Er skítaveður á brekkunni líkt og eyrinni?? hvusslags já það er margt í lífinu ókeypis, bros, knús, og tillitsemi

Stundum byrja börnin mín að telja upp hvað er ókeypis; vatnið (ok það er ekki ókeypis en það er til nóg af því á Íslandi) fara út í Kjarnaskóg með strætó, labba niður í fjöru og týna skeljar, og svo framvegis...þau nefnilega kunna að njóta alls þess sem er í boði þessar elskur

Eigið góðan dag þennan fyrsta dag snjóa fyrir alvöru

Jokka (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 11:33

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heidi mín: Já best að hafa bara nógEigðu góðan dag líka mín kæra

Dísa mín:... og við eru svo dyggðugar...

Erna mín: Sama hér

Ragna mín: Sammála, við nefnilega tökum þatta ekki með okkur

Birna mín: Það er keppni sem ég tek ekki þátt í og vildi alls ekki vinna hana heldur

Jokka mín: Bara svona hálfgert skítaveðurÞað má sannarlega læra mikið af börnunumEigðu líka góðan dag elskuleg, inni í hlýjunni

Jónína Dúadóttir, 18.10.2008 kl. 11:43

7 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Ninna þessi gamla hefur nú bara verið nísk það er sko annað en nægjusemi. Hefði nú ekki verið nær að njóta síðustu áranna? Mar nebblega tekur eignirnar ekki með sér yfir móðuna

Sigríður Jóhannsdóttir, 18.10.2008 kl. 12:11

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Ég segi það líka... þetta er ekki nægjusemi, þetta er hreinn og klár fíflagangur að mínu matiEftir því sem ég best veit... gott að taka varlega til orða svo mar styggi engan... ... þá lifi ég bara einu sinni og ætla að njóta þess 

Jónína Dúadóttir, 18.10.2008 kl. 12:55

9 Smámynd: Líney

Úff já ,ég skil ekki fólk sem safnar fyrir afkomendurna/erfingjana í stað þess að njóta peningana  sjálftÉg  þekkti svona mann,sem átti aldrei pening  að eigin sögn og var alltaf í mat hjá öðrum,tók númerin af bílnum á veturnar og svo framvegis,hann átti nokkrar  milljónir  þegar hann dó sem systkinin hans erfðu því hann átti hvorki konu né börn

Eigðu góðan dag knús

Líney, 18.10.2008 kl. 13:01

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Líney mín: Aumingja maðurinn, hann hefur átt verulega bágtEigðu góðan dag líka heillin

Jónína Dúadóttir, 18.10.2008 kl. 13:04

11 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Njóttu dagsins kæra vinkona

Sigríður Jóhannsdóttir, 18.10.2008 kl. 15:06

12 Smámynd: Skattborgari

Það er nú ágætt að eyða ekki í rugl en það má fara einhvern milliveg. ÉG segi að maður á að láta eitthvað eftir sér því að annars er ekki þess virði að lifa lífinu en maður þarf að hafa efni á því.

Kveðja Skattborgari hinn forljóti.

Skattborgari, 18.10.2008 kl. 17:05

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.10.2008 kl. 22:39

14 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já sumir eru verri en aðrir.  Ég held að það sé hægt að þakka fyrir að eiga fyrir afborgunum og mat, verra fyrir þá sem ekki eiga það, þá verður lífið svo erfitt.

Knús og kveðjur. Dúna (ekki mamma Líneyjar)

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 18.10.2008 kl. 23:19

15 Smámynd: Líney

Já Dúna   það er satt,var einmitt að lesa um þá miklu og stöðugu fjölgun  þeirar sem leitar til mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og Fjölskylduhjálparinnar,það er engin smá hópur í hverri viku og enn fjölgar,þetta  er alveg skelfilegt Og þá eru ótaldir allir þeir sem leita  til    hjálparstofnana úti á landi. Mér finnst að  okkur vanti svona   fjölskylduhjálp á suðurnesin líka.

Líney, 18.10.2008 kl. 23:26

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hér á að vera hjarta, sem ekki vill birtast! .. tölvan mín stríðir mér svolítið!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.10.2008 kl. 23:42

17 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari hinn fjallmyndarlegi: Millivegurinn er fínn

Jenný mín: Takk

Dúna ekki mamma Líneyjar: Já það er slæmt að eiga ekki fyrir því allra nauðsynlegasta

Líney mín:

Jóhanna mín: Takk fyrir ætlað hjarta

Jónína Dúadóttir, 19.10.2008 kl. 13:25

18 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Takk og sömuleiðis elskuleg

Jónína Dúadóttir, 19.10.2008 kl. 13:26

19 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Rugludallur: Skemmtilegt myndband og flott tónlist Sko ókeypis er til dæmis : Bros, gönguferðir, knús, hlátur, samvera við vini og fjölskyldu, strætó á Akureyri

Jónína Dúadóttir, 19.10.2008 kl. 16:12

20 Smámynd: Jónína Dúadóttir

... í strætó...

Jónína Dúadóttir, 19.10.2008 kl. 16:12

21 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Sigríður Jóhannsdóttir, 19.10.2008 kl. 17:11

22 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Hjartans þakkir

Jónína Dúadóttir, 19.10.2008 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband