... jafnvel þó það sé hvítur snjór sem hylur allt, eins og núna. Ég er annars alls ekkert hrifin af snjó, hann á bara að vera örfáa daga um jólin og svo má hann líka vera á myndum. En það má alltaf finna eitthvað jákvætt við flest og það er til að mynda allt miklu snyrtilegra úti núna, svona hvítt og hreint
Kötturinn er lagstur í hýði, hann hefur aldrei þolað snjó og telur mig prívat og persónulega bera ábyrgð á fyrirbærinu... Allavega lítur hann á mig með spurn og óþolinmæði þegar ég opna fyrir honum svo hann geti farið út... Eitthvað eins og : "Bíddu... og ætlar þú ekki að taka þetta burtu svo ég geti farið út, þúþarnakonasemfærðaðbúaímínuhúsi" ?!?
"Nei góði út með þig", segi ég þá bara mjög ljúflega og skutla hans hátign út fyrir, algerlega samviskulaus
Annars mjög góð
Ný vinnuvika með kvöldvinnu í startholunum og bara góð tilfinning sem fylgir því eins og venjulega, mér finnst mánudagar fínir þá er ég oftast vel úthvíld og tilbúin að takast á við komandi viku. Svo er alltaf að styttast í jólin og fljótlega get ég farið að hlakka til opinberlega en ekki í laumi, eins og ég geri mest allan októbermánuð
Ég elska jólin og allt sem þeim fylgir, en ég veit að það er til fólk sem kvíðir þessum tíma af margvíslegum ástæðum og mér finnst það svo sorglegt... Margir af því að þetta er svo dýrt, en það þarf alls ekkert að vera það. Það þarf ekkert að kaupa og kaupa og vera svo með allt niður um sig þegar Visareikningurinn kemur
Jólin koma nefnilega alveg þó við sleppum okkur ekki í verslunaræðinu og ef auglýsingarnar fyrir jólin eru að fara með fólk, þá er alveg hægt að slökkva á útvarpi og sjónvarpi og föndra jólaskraut eða eitthvað eða spila á spil eða lesa góða bók. Annars ætlaði ég bara að segja ykkur að það snjóar...
Eigið góða vinnuviku elskurnar mínar allar









Flokkur: Bloggar | 20.10.2008 | 07:08 (breytt kl. 07:10) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn Jónína mín. Skemmtilegir svona hefðarkettir!
Ía Jóhannsdóttir, 20.10.2008 kl. 07:13
Ía mín: Góðan daginn mín kæra, já verulega skemmtilegir
Jónína Dúadóttir, 20.10.2008 kl. 07:15
Mér finnst ósköp notalegt að vera með kertaljós um jólin, og eins að borða góðan mat, þetta með gjafir er ég löngu hætt, nema að ég stíng að barnabörnum. Eigðu góðan dag
Heiður Helgadóttir, 20.10.2008 kl. 07:16
Heidi mín: Það er nefnilega málið, hafa það notalegt og gaman
Jónína Dúadóttir, 20.10.2008 kl. 07:19
Svo sammála þér með jólin, þau eru ekkert betri þó þau kosti miklu meira en við höfum efni á
en ég sakna snjós,hérna er allt autt
má alveg snjóa mín vegna þá verður allt svo bjartara yfirlitum
knús í kotið
Líney, 20.10.2008 kl. 08:14
Ragna mín: Ójá, hans hátign mun alveg samþykkja það
Góðan dag líka
Líney mín: Þú mátt eiga allan snjó í friði fyrir mér stúlka mín

Jónína Dúadóttir, 20.10.2008 kl. 08:22
Brrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2008 kl. 08:29
Góðan dag heillin, held að mínir kettir séu skyldir þínum, allavega stökkva þeir rétt út til að geta sagst hafa farið út og inn aftur, jafnvel skjálfandi
Algerir eymingjar blessaðir
Eigðu góða viku sömuleiðis
Jokka (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 08:40
Sæll Ninna mín og samhryggist þér með snjóinn. Sjóinn sem ég elskaði reyndar á meðan ég hafði heilsu til að þvælast um fjöll og firnindi á snjósleða en í dag erum við sammála, ég hundurinn minn(og reyndar kötturinn þinn) að þessi sami snjór er fyrirbæri sem má algerlega missa sín nema frá seinni parti aðfangadags og fram á annan í nýári.
Reyndar er hundurinn minn hann Ýmir, sem er 45 kílóa kjölturakki af boxertegund, orðið svo mikið sófadýr að það er nóg að það rigni hraustlega þá heldur hann í sér frameftir öllum degi frekar en að þvælast út í einhvern pissuleiðangur. Og hann er frekar inní bílnum fari ég með bílinn á þvottastöð en að stíga út úr honum. Svo hann elskar ekki sérstaklega snjó eða kulda frekar. Enda vanur því að láta breiða yfir sig sængina, jafnt sumar, vetur vor og haust.
Gætuð þið nokkuð ímyndað ykkur hverig þessi hundur væri ef maður hefði svo í ofanálag eitthvað verið að ofdekra hann
Kveðja í hvítan Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 20.10.2008 kl. 09:00
Jenný mín: Já nákvæmlega brrrrrrrrrrrrrrrrr
Jokka mín: Eymingjar
Njóttu dagsins mín kæra
Steini minn: Nei sko get ekki ímyndað mér hvernig hann Ýmir hefði orðið ef hann hefði nú verið ofdekraður

Kveðja úr hvítum Heiðardal
Jónína Dúadóttir, 20.10.2008 kl. 09:38
Sko með þessu áframhaldi held ég jólin á hóteli.Við skulum bara ekkert ræða þetta

Birna Dúadóttir, 20.10.2008 kl. 11:59
Rugludallur:

Birna mín: Það er nóg pláss hér hjá okkur

Jónína Dúadóttir, 20.10.2008 kl. 12:03
Hvítur er ekki litur! Spáðu í'ða!!!
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 12:32
Birna Dúadóttir, 20.10.2008 kl. 12:39
Ninna mín ,þú sendir mér bara nokkur bílhlöss helst beint í garðinn hjá mér,ekki eitt einasta snjókorn til spillis,þá getum við krakkarnir farið að búa til snjóhús
Líney, 20.10.2008 kl. 13:35
Guðmundur Guðmundsson: Sjónarmið út af fyrir sig
Birna mín: Hvernig verður nýja baðherbergið á litinn ? Hvítt ?
Líney mín: Ef ég væri ekki svona afspyrnu löt, þá mundi ég moka öllum snjónum á bíla og senda ykkur krökkunum


Jónína Dúadóttir, 20.10.2008 kl. 17:27
Takk
Líney, 20.10.2008 kl. 17:34
Það er nú allt í lagi að hafa snjó í fjöllum og niður að byggð .Svo smá í garðinum um jólin

Dísa (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 17:49
Snjór er kúl meðan hann er ekki fyrir mér
Erna Evudóttir, 20.10.2008 kl. 19:38
Það er alltaf gaman að keyra í snjó og sjá aðra í vandræðum. Jólin þurfa ekki að vera dýr maður getur slökkt á öllum símum og látið sig hverfa svo maður fái ekki gjafir og þurfi ekki að gefa neinar.
Kveðja Skattborgari hinn ógeðslegaljóti.
Skattborgari, 20.10.2008 kl. 20:25
Ninna, þetta kallast ekki snjór þetta er svo lítið
. Bíddu eftir sköflunum
, er samt þokkalega sammála þér varðandi hann og líka jólin þau eru æði
Sigríður Jóhannsdóttir, 20.10.2008 kl. 20:29
Dísa mín: Innilega sammála

Erna mín: Sama hér
Skattborgari hinnæðislegasæti: Þú ert nú pínu púki í þér, er það ekki

Sigga mín: Æi þú veist hvernig ég er... verð alltaf að hafa eitthvað til að væla yfir og vera neikvæð út af


Rugludallur: Nei ég er ekki að tala um snjó á brúsum
Jónína Dúadóttir, 20.10.2008 kl. 21:13
Ohh..snjórinn má sko fara mín vegna nema á aðfangadagskvöld klukkan sex
Annars á hann bara að vera í fjöllunum og alls ekki á neinum vegi sem ég þarf svo nauðsinlega að aka eftir
Jólin eru bara æði, það eru nú svona þrjár vikur síðan ég fór að syngja hástöfum jólalögin yfir pottunum í vinnunni
ekki allir glaðir með það svo sem, en ég hugsa að ég skelli jóladiski í græjurnar um komandi helgi. Get einfaldlega ekki beðið lengur. Hef svo sem oft byrjað í lok september og verið svo búin með jólabaksturinn í lok október. Aðventan er til að dúlla sér
föndra með börnunum og sonna og gáðu að því..það er ekki mánuður í að við getum kveikt á jólaseríunum hér á AKUREYRI city
Pældíþí...Knús í bæinn...fiskur er góður
hehehehe
Áslaug (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 21:40
Ef enginn væri neikvæðari en þú elskan mín, væri ekki vandlifað í veröldinni
Sigríður Jóhannsdóttir, 20.10.2008 kl. 21:41
Áslaug mín: Mikið skil ég þig
Verði þér fiskurinn að góðu og það er nóg til þaðan sem hann kom
Sigga mín: Ég hef haft vit á að velja mér góðar fyrirmyndir og ein þeirra ert þú

Jónína Dúadóttir, 20.10.2008 kl. 21:56
Snjór kom, snjór fór
ég bjó til hvítan snjókall
hann var voðalega stór
regnið kom -
og hann varð drullumall...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.10.2008 kl. 22:31
Jónína Dúadóttir, 21.10.2008 kl. 06:38
Verð að viðurkenna að þú komst mér í jólaskap nákvæmlega - núna! Og ég sem er búinn að vera að reyna eftir fremsta að halda þessum bældu jólatilfinningum niðri síðan í Des í fyrra! Ég elska líka jólin og allt kringumstandið - er meira segja með jólasíðu á netinu og alles! Ég er hrikalega mikið jólabarn - eða kannski er ég bara jólasveinn! Ég skreyti næstum því heimilisfólkið mitt - og kötturinn sleppur sko ekki!
Talandi um dekraða ketti. Mín hefðardama fer ekki út ef það er snjór - ég opna dyrnar - hún hoppar í fangið á mér - ég labba með hana út í skafl og kasta henni niður - hún sprænir hálfum helling og tætir aðeins yfir en stekkur svo strax aftur í fangið á mér og segir; Fljótur aftur inn maður!
En, knús á þig dásamlegi jólaköttur - og takk fyrir ljúfleikann alltaf heima hjá mér - eða á internetheimili mínu hér! Þú ert bara stórfurðuleg! To much like me in so many ways .. hmmmm... þýðir það ekki að ég sé líka stórfurðulegur .. to much like you in so many ways .. ussuss!
Tiger, 21.10.2008 kl. 13:33
Högni minn kæri jólasveinn: Jú þú ert líka stórfurðulegur svo furðulegt sem það er nú
Mér finnst gaman að keyra í ófærð og vondu veðri, en það verður þá að vera þar sem og þegar það hentar mér
Ég nota bílinn rosalega mikið í vinnu og má ekki vera að því að hafa einhverja trafala þá
Takk fyrir knúsið og þú færð sama til baka frá mér

Jónína Dúadóttir, 21.10.2008 kl. 21:14
Rugludallur minn: Hvað meinarðu eiginlega
Jónína Dúadóttir, 21.10.2008 kl. 21:15
Ég er einginn púki er bara ljótari en andskotinn en það er alltaf gaman að horfa á fasta jeppa.
Kveðja Skattborgari hinn forljóti.
Skattborgari, 21.10.2008 kl. 22:19
Jónína Dúadóttir, 22.10.2008 kl. 05:37
Skattborgari hinnfjallmyndarlegi: Eins og allt er fallegt í sól, þá eru allir fallegir þegar þeir brosa... líka púkar

Jónína Dúadóttir, 22.10.2008 kl. 05:59
Ég var búinn að lesa þetta og komst af því þegar ég var búinn að lesa það. Hvað ætli það séu margir sem lesa blogg tvisvar? ... án þess að fatta það
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.10.2008 kl. 17:06
Gunnar minn: Fullt af fólki þar á meðal ég
Jónína Dúadóttir, 28.10.2008 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.