Piss piss og pelamó....

Vinnan mín felst í að hjálpa allskonar fólki, við hin ýmsu verkefni daglegs lífs. Ég var spurð að því um daginn af hverju viss einstaklingur fengi hjálp frá bænum, viðkomandi ætti nóga peninga...Woundering Þetta snýst ekki nema að litlu leiti um peninga, ellin nefnilega fer ekki í manngreinarálit og skiptir sér ekkert af því hvort einhver á peninga eða ekki... hún kemur samt og hún fer aldrei afturWhistling Og það eru engin geimvísindi á bak við þá vitneskju, að þá á fólk það til að verða hjálparvana af einhverjum orsökum, oftast samt bara einfaldlega af elliPouty Og sem betur fer finnst mér, er þessi þjónusta tekjutengd, það er ekkert sanngjarnt að manneskja sem á milljónir á bankabók, borgi sömu örupphæð og sú sem á einungis strípaðan ellilífeyrir sér til framfærisGetLost Ég er nú samt ekki nógu fróð til að vita hlutföllin á milli þeirra sem eiga og eiga ekki inni á bankabókum, en svo mikið veit ég þó af áralangri reynslu að það eru yfirleitt ekki þeir sem eiga minnst, sem kvarta mestWink Eftir því sem innistæðan er hærri á bankabókinni, þess nískara verður blessað liðið og þess meira kvartar það yfir dýrtíðinni. Ég leyfi því að fara örlítið í taugarnar á mér, vegna þess að eitt af því sem ég þoli bara alls ekki er nískaDevil Annars bara góðHalo Það er ennþá vetur hérna á norðurhjaranum og þessi mjög svo óvirðulega fyrirsögn hefur ekkert með innihald pistilsins að gera... sem allir ættu að vera búnir að fatta sem á annað borð hafa nennt að lesa alla leið hingaðTounge Eigið góðan dag elsku dúllurnar mínar, setjið upp brosið og farið í hlýju fötin það er kalt útiSmile Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Góðan daginn heillin mínJá hún er það

Jónína Dúadóttir, 22.10.2008 kl. 07:43

2 identicon

Já það er þessi níska best er bara að eiga í sig og á og holu til að sofa í

Dísa (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 07:59

3 Smámynd: Líney

Góðan dag,mér var að að ósk minni með  að fá smá snjó Nú er spurning hvers ég óska  mér næst Eigðu góðan dag skvís

Líney, 22.10.2008 kl. 08:19

4 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Komdu sæl Jónína. Rakst bara óvart hingað inn eftir einhverjum flóknum leiðum og fór að spá í hvort þú værir ekki Ninna sem ég var í sveit hjá á Grýtubakka II sumarið 1986 þegar ég var 12 ára....

Eydís Hauksdóttir, 22.10.2008 kl. 08:24

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dísa mín: Mikið rétt

Líney mín: Góðan dag elskuleg og til hamingju með snjóinn

Jónína Dúadóttir, 22.10.2008 kl. 08:24

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Eydís mín: Sæl og blessuð Jú vina mín, ég er nákvæmlega sú Ninna  Gaman að þú skulir rekast hingað inn og vona að þú hafir ekki haft mjög slæmt af dvölinni

Jónína Dúadóttir, 22.10.2008 kl. 08:28

7 identicon

Nú er vetur í bæ...kalt úti á sæ...ræræræræ...nei er ekki dottin í' ða, bara í stuði

Eigðu góðan dag sömuleiðis heillin mín

Jokka (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 10:27

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góðan og blessaðan daginn Jónína mín, já ellin kemur víst yfir okkur öll með tímanum og engu fáum við um því breytt. 

Ía Jóhannsdóttir, 22.10.2008 kl. 10:48

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Eins gott þú tókst það sérstaklega fram að þú værir ekki dottin í´ða... á miðvikudagsmorgni

Ía mín: Góðan og blessaðan daginn

Jónína Dúadóttir, 22.10.2008 kl. 11:46

10 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég held að miðvikudagsmorgunn sé einmitt tilvalinn til að detta rækilega í þaðHikk

Birna Dúadóttir, 22.10.2008 kl. 12:55

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Já einmitt það já og þá sérstaklega þú af öllum fyllibyttum

Jónína Dúadóttir, 22.10.2008 kl. 12:58

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég kvarta ekki ....   

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.10.2008 kl. 13:59

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóhanna mín: Ekki ég heldur

Jónína Dúadóttir, 22.10.2008 kl. 15:09

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Veit heldur ekki verri löst í fólki en nísku nema ef vera skyldi lygara.

Piss piss og pelamál

púðursykur og króna

þegar mér er mikið mál

pissa ég í skóna.

Frábært að rifja þetta upp.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.10.2008 kl. 15:22

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jenný mín: Legg þetta tvennt nokkuð að jöfnu...Takk fyrir vísuna, ég mundi ekkert nema bara rétt einhverskonar byrjun...

Jónína Dúadóttir, 22.10.2008 kl. 16:57

16 identicon

Takk fyrir hjálpina þetta er komið og er allveg snild 

Jens Hjelm (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 19:09

17 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jenni minn: Mín var ánægjan

Jónína Dúadóttir, 22.10.2008 kl. 20:56

18 Smámynd: Skattborgari

Það er rétt að nískasta liðið er oft það ríkasta og það er ástæða þess að það á pening í ellinni.

Kveðja Skattborgari hinn nánasarlegi.

Skattborgari, 22.10.2008 kl. 21:26

19 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari hinn rausnarlegi: Jú rétt, en til hvers baraeiga þá ?

Jónína Dúadóttir, 22.10.2008 kl. 21:29

20 Smámynd: Skattborgari

Jónína lífið gengur út á það að sá sem á mest þegar hann fer í gröfina vinnur.

Það er nauðsýnlegt að eiga eitthvað til þess að mæta óvæntum útgjöldum vitandi það að maður þarf ekki að hafa stöðugar áhyggjur af fjárhagstöðunni. 

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 22.10.2008 kl. 21:48

21 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari: Ömurleg keppniAuðvitað er gott að eiga varasjóð, en fátækt er hollari en níska... fyrir sálina

Jónína Dúadóttir, 22.10.2008 kl. 21:51

22 Smámynd: Skattborgari

Það er rétt að fátækt er sennilega hollari en níska fyrir sálina en ég held að millivegurinn sé bestur.

Ætlar þú ekki að vinna þessa keppni?

Kveðja Skattborgari hinn níski.

Skattborgari, 22.10.2008 kl. 22:02

23 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari hinn örláti: Ó nei væni, þessa keppni ætla ég ekki að reyna að vinna, tek ekki einu sinni þátt

Jónína Dúadóttir, 23.10.2008 kl. 07:55

24 Smámynd: Skattborgari

Jónína. Þú tekur þátt í henni hvort sem þer líkar það eða ekki við gerum það öll. sumir leggja bara meira á sig til að vinna en aðrir.

Kveðja Skattborgari hinn níski.

Skattborgari, 23.10.2008 kl. 19:29

25 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég nenni sko að lesa. - Þú ert frábær penni.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.10.2008 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband