Það snjóar og snjóar og snjóar... örugglega kominn 20 cm jafnfallinn snjór, ég fór sem sagt út á náttsloppnum með málband...
Nei að vísu ekki, smiðsaugað mitt segir mér þetta
Nú er gott að eiga jeppa eða tvo, veghefillinn sem var að ryðja hérna skildi eftir vel góðan ruðning á miðri götunni, bara svona til að opna fyrir umferð og er svo snjall að hann mokaði líka gangstéttirnar báðum megin götunnar, flottur
Ég keyrði spúsa í vinnuna áðan, það var fjör en ég náði því samt ekki að verða fyrst til að keyra neina götu... skandall, en nennti svo auðvitað ekkert að fara að rúnta til þess að finna algerlega ókeyrðar götur... ekki alveg svoooo gaman
Vildi frekar fara heim aftur og halda áfram að sauma JÓLAdúkinn sem ég byrjaði á fyrir jólin í fyrra og ætla að klára núna
Fékk alveg frábæran pistil frá vinkonu minni, þar er nafnlaus kona að skrifa um þetta bull þegar verið er að hvetja fólk til í auglýsingum, til að fara núna að huga að börnum sínum, ættingjum og vinum en ekki láta hafa áhrif á sig þó það sé kannski búið að missa vinnuna og jafnvel aleiguna... Hún spyr hvurn andskotann þetta lið haldi eiginlega að við sauðsvartur almúginn, höfum verið að dunda okkur við hingað til ?
Ég tek undir þá spurningu, ég veit ekki betur en allir hafi verið að vinna fyrir börnum og fjölskyldum og alveg heimsótt vini og ættingja bara líka
Leiðinda kjaftæði þessar auglýsingar og hafiði það
Nú ætla ég að fara að jólast smá, ekki að sækja jólatréð upp á háaloft samt eða neitt þannig, bara halda áfram að sauma JÓLAdúkinn minn og hlusta á landann rífast í útvarpinu í leiðinni
Eigið yndislegan dag þið öll þarna úti











Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jóla hvað? Saumaði einu sinni hálfan jólalöber enda ekkert fyrir harðangur og klaustur. Góðan daginn vildi ég sagt hafa og njóttu stundarinnar.
Ía Jóhannsdóttir, 23.10.2008 kl. 08:08
Hefðir getað fundið ókeyrðar götur á eyrinni
eigðu góðan dag í saumaskap, ég er heima með lasið barn, eða hálflasið allavega
Jokka (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 08:29
Sæl Ninna mín þú verður bara að koma á gamlar heimaslóðir þá getur þú keyrt ómokaðar götur og ófærar fram eftir degi og dögum saman
dugleg stelpa að sauma út

Dísa (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 08:45
Ía mín: Góðan daginn og þakka þér fyrir

Ragna mín: Er enginn snjór hjá þér skinnið mitt ? Þú mátt eiga minn

Jokka mín: Það var ekki í leiðinni dúllan mín
Láttu þér líða vel og vona að barni batni sem fyrst

Dísa mín: Sæl mín elskuleg, já ég man eitthvað solleiðis... ekki eins mikið fjör ef maður neyðist...
Telst varla dugnaður þegar maður er að gera eitthvað sem er bara gaman, en takk samt

Jónína Dúadóttir, 23.10.2008 kl. 09:25
knúsiknús
Líney, 23.10.2008 kl. 10:21
Brrrrr mér verður kallt við lesturinn. Sit hérna reyndar vafin inn í teppi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.10.2008 kl. 10:31
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Ninna Barði börnin
Birna Dúadóttir, 23.10.2008 kl. 11:45
Líney mín:

Jenný mín: Æts... vefðu betur að þér
Birna mín: Ég barði þau ekkert.... minnir mig...
Gleðileg jól
Jónína Dúadóttir, 23.10.2008 kl. 12:16
Birna Dúadóttir, 23.10.2008 kl. 12:17
Allt hvítt hér líka... þe. allavega garðar og svoleiðis.... götur að mestu auðar... hata snjó... var að tala um það við konuna einmitt í gær að mér finndist ekki vera nema í mesta lagi 2 mánuðir síðan að ég var að moka gönguleiðina frá kertagalleríinu hennar og út á götu. Svona líður tíminn hraðar eftir því sem maður eldist.... og því styttist alltaf og styttist á milli helvítis gjalddaganna
Kveðja í snjósokkinn Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 23.10.2008 kl. 12:43
Steini minn: Yngri sonur minn sagði að "gamalt fólk" eins og ég og spúsi ættum ekki að vera að skemmta skrattanum með því að telja í árum... ættum að láta nægja að telja í vikum...
Við erum ekkert alveg sokkin hérna, það er komin sól og hláka
Jónína Dúadóttir, 23.10.2008 kl. 12:48
Snjó vill ég. Takk fyrir bloggvináttuna
Kristín Gunnarsdóttir, 23.10.2008 kl. 12:57
Kristín mín: Ekki ég
Takk sömuleiðis
Jónína Dúadóttir, 23.10.2008 kl. 16:08
Jólin eru alveg á næsta leiti, ekki nema svona níu vikur
Hafðu það gott ljúfan mín
Sigríður Jóhannsdóttir, 23.10.2008 kl. 16:58
snjókorn falla á allt og alla....tralla lalla lalla la....
Líney, 23.10.2008 kl. 17:13
Það er alltaf gaman að keyra í snjó. Ég var einu sinni á jeppa og var að prófa hann fullhlaðin og setti hann í 2wd og keyrði svo upp brekku og festi hann viljandi og sagði við félagana að hann væri fastur. Svo Þegar þeir voru farnir út að ýta þá setti ég hann aftur í 4wd og gaf inn og skildi þá eftir í 10min.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 23.10.2008 kl. 19:28
Ohh hvað ég vildi stundum vera þarna á norðurlandinu - og fá aðeins meira af snjónum - dauðöfunda þig af honum sko! Ersssoo gaman að bruna í skafla og fara í snjókast og gera snjókalla og solleis ..
Og svo satt hjá þér - hvað halda þessir jólasveinar eiginlega um okkur - auðvitað hafa sótsvartir jólaálfarnir lítið annað gert en að hugsa um sína nánustu undanfarin ár og aldir ... hummbuck!
Hey, sko .. slóðin á jólasíðuna mína átti nú eiginlega ekki að fara í loftið fyrr en í desember sko, en fyrst það ert þú - jólasnúðurinn minn - þá er hún hér í lokin. En þetta er þokkalega gömul síða og ég hef ekkert unnið í henni síðan ég setti hana á netið - fyrir möööööööörrrgum árum - sirka tíu árum eða svo!
Knús í skaflana þína rassgatið þitt ... keep the X-mas spirit UP.
Jólasíðan mín!
Tiger, 23.10.2008 kl. 21:15
Ertu ekki búin að fara út og gera engil,mér finnst það ennþá gaman
Birna Dúadóttir, 23.10.2008 kl. 21:20
Sigga mín: Gaman að hlakka til í heilar 9 vikur
Hafðu það gott líka mín kæra

Líney mín:

Skattborgari hinn meinstríðni: Vissi það, alger púki
Högni minn: Komdu þá bara hingað í snjóinn, þú mátt eiga hann allan alveg fríkeypis
Takk fyrir slóðina á jólasíðuna þína, þú ert frábær
Knús á þig líka jólaálfurinn minn

Birna mín: Þú ert nú líka alger engill


Jónína Dúadóttir, 24.10.2008 kl. 06:21
Það verður gaman að sjá mynd af þessum jóladúk....
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.10.2008 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.