DV kom inn um bréfalúguna hjá okkur í gærmorgun... við erum samt ekki áskrifendur, en í blaðinu var sérstakt blað um Norðurland, gaman að því
Þar er meðal annars einn af okkar fyrrverandi bæjarstjórum spurður spjörunum úr og í fyrirsögninni segir að hann vilji meðal annars, kenna íslendingum að spara...
Eeee... örugglega vel meint, ekki er ég að efast um það, en mér finnst það skjóta svolítið skökku við þegar fólk sem vitað er að er á mjög góðum launum, ætlar að fara að kenna okkur sauðsvörtum almúganum, að spara
Þessi ágæti fyrrverandi bæjarstjóri vor er þingmaður og alls ekki búið að reka hann úr vinnunni og það er altalað að þeir séu nú ekki á neinum lúsarlaunum, þingmennirnir okkar
Og ég ætla að vona að ég sé ekki að ljúga upp á hann, en mig rennir grun í að hann sé líka á biðlaunum sem fyrrverandi bæjarstjóri... ef ég fer með vitleysu vona ég að einhver leiðrétti mig, en ég veit að hann var það allavega
Ég held að flestir venjulegir launamenn í þessu landi kunni nú eitthvað til sparsemi, ef ekki viljandi þá af illri nauðsyn... þyrfti miklu frekar að hafa námskeið í að kenna fólki að græða, það yrði líklega vel sótt
Annars góð, það er ennþá snjór og ég er ennþá að sauma JÓLAdúkinn minn
Óska ykkur öllum góðs dags og ennþá betri helgar og passið ykkur á hálkunni elsku dúllurnar mínar









Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já ætli allf lestir kunni ekki betur að spara en þessir jólasveinar sem eru á margföldum verkamanna launum
Dísa (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 08:21
Það hafa sprottið upp allskonar spekingar núna í kreppunni sem vita allt um hvað við eigum að gera, ég vil bara að þeir salti eða sandberi göturnar hérna í fámenninu svo ég komist með krakkana mína í skólann á morgnana
Erna Evudóttir, 24.10.2008 kl. 08:40
Ragna mín: Jabb, my point
Dísa mín: Nákvæmlega, maður bara lærir það ef maður þarf þess

Erna mín: Spara spara spara...
Jónína Dúadóttir, 24.10.2008 kl. 08:43
Það eru margir snillingarnir í dag sem segja manni fyrir verkum.
Ía Jóhannsdóttir, 24.10.2008 kl. 09:12
Ía mín: Sem aldrei fyrr...
Jónína Dúadóttir, 24.10.2008 kl. 09:21
Ég held að þeir ættu að líta sér nær
Kristín Gunnarsdóttir, 24.10.2008 kl. 09:22
Kristín mín: Stundum dettur manni eitthvað svoleiðis í hug já
Jónína Dúadóttir, 24.10.2008 kl. 09:25
Spara? Hnuss...hvað ætli hann viti um sparnað?
Annars eigið góða helgi og góða skemmtun annað kvöld...hnegg hnegg..ertu ekki annars að fara á ball?
Jokka (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 10:34
Hann er örugglega á biðlaunum maðurinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.10.2008 kl. 12:13
hehe já þetta er alltaf kómískt þegar vellaunaða fólkið segist ætla að kenna lág stéttinni,hehe,dettur Pétur Blöndal alltaf í hug,en mig er farið að dauðlanga til að sjá hann framkvæma allt það sem hann prédikar fyrir okkur en það verður sennilega bara áfram fjarlægur draumur....knús á þig Ninna mín
Líney, 24.10.2008 kl. 12:31
Jokka mín: Ekkert "fnuss" ?
Takk jú ég er að fara á ball, ef ball skyldi kalla... skyldumæting auðvitað
Góða helgi elskið mitt
Jenný min: Já, ég held það sé alveg öruggt
Líney mín: Verulega kómiskt...
Knús á þig líka stelpuskott
Jónína Dúadóttir, 24.10.2008 kl. 13:11
Líney, 24.10.2008 kl. 16:44
Ég held að hann sé ekki á biðlaunum, hins vegar er hann bæði þingmaður og bæjarfulltrúi, minnir meira að segja að hann sé forseti bæjarstjórnar og án efa starfar hann í nefndum bæði á Alþingi og hér í bæ. Mundi giska á að hann sé með góða millu á mánuði, svo hann ábyggilega getur lagt fyrir. Lítill vandi held ég og telst ekki sparnaður, eða hvað?
Hafðu það svo gott í stórhríðinni um helgina ljúfan mín!
Sigríður Jóhannsdóttir, 24.10.2008 kl. 20:38
Líney mín: Þessi er yndislegur
Rugludallur: Hann er örugglega með aaaaðeins hærra kaup en ég og telst ég samt ekki til láglaunahóps
En ég bað um að verða leiðrétt ef ég hefði rangt fyrir mér, takk fyrir það
Sigga mín: Nei að leggja fyrir af háum launum telst ekki sparnaður
Hafðu það líka gott um helgina mín kæra og vertu ekkert að þvælast úti í vonda, vonda veðrinu

Jónína Dúadóttir, 24.10.2008 kl. 21:25
Ég myndi koma til Íslands í svoleiðis námskeið, þ.e. að græða peninga.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.10.2008 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.