Stórhríð hvað ? ;-)

Iss, ég er ekkert að verða betri en ráðherrarnir okkar sem ráða ekkert yfir bönkunum, ég ræð ekkert yfir heilanum í mér... GetLost Ég er með jólalag á heilanum og mér líkar ekki þegar eitthvað festist svona í hausnum á mér... að vísu má það teljast hið besta mál að það gerist nú svona af og til, en ég vildi þá að það væri frekar til dæmis eitthvað úr bókum sem ég hef lesið eða jafnvel nöfn á fólki sem ég hitti eða bara að taka inn þvottinn áður en það kemur stórhríð... Whistling Mér finnst svo hrikalega gáfulegt og flott, þegar fólk getur komið með tilvitnanir úr einhverjum ritverkum... ég man bara einhvern fíflagang úr Andrésblöðunum eða sögum "Múnkhásen´s", man svo ekki einu sinni hvernig á að skrifa nafnið hans... Blush Annars góðGrin Beið í gærkvöldi í ofvæni eða svoleiðis, eftir stórhríðinni sem var búið að spá að mundi lemjast yfir okkur hérna á norðurhjaranum, en hún hefur kannski bara farið framhjá á meðan ég svafSleeping Gamla fólkið sem ég heimsæki í kvöldvinnunni hafði miklar áhyggjur af því hvernig það ætti svo að bjarga sér í kvöld fyrst það yrði svona vont veður... það hélt ég kæmi þá bara ekki... enda ekki vant því að láta mylja undir sigWoundering En það skiptir ekki máli hvaða dagur er eða hvernig veðrið lætur, ég kem samtCool Dagsplanið er að gera svona um það bil alls ekki nokkurn skapaðan hrærandi hlut til klukkan 5, þegar ég skrepp aðeins út að vinnaTounge Eigið svo   dásamlegan dag elskurnar mínar allar og látið ykkur líða velSmile Heart   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Rugludallur minn: Mikið er ég fegin að einhverjum finnst ég vera réttu megin við geðheilsumörkinJá ég held bara að heilinn í mér sé úr tróði og er stolt af því Baksíðan skoðuð.... hverjir eru að koma ? Mennirnir í hvítu sloppunum....

Jónína Dúadóttir, 25.10.2008 kl. 10:27

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Rugludallur minn: Búin að fatta...................................

Jónína Dúadóttir, 25.10.2008 kl. 10:32

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Svo ég vitni nú í merka konu(mig að sjálfsögðu)sem sagði eitt sinn...Æts man það ekkiFínt,kalt,hressandi veður í Kef

Birna Dúadóttir, 25.10.2008 kl. 11:09

4 identicon

það vantar bara að jólalögin fari í spilun í útvarpi það eru löngu komnar jólavörur og jólaskraut í verslanir og veðrið er nú hálf leiðinlegt hér en það er víst kominn vetur

Dísa (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 11:29

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Rugludallur minn: Nett klikkuð... vei... húrraSvíarnir gleyma engu...

Ragna mín: Trallalla.... knús og kossar til þín líka mín kæra

Birna mín: Getur verið að við séum eitthvað skyldar ?Klæddu þig vel, þú ert ekki nógu vel einangruð

Dísa mín: Ef þú hlustar vel á helst alla auglýsingatíma í útvarpinu geturðu heyrt jólalagabúta í sumum auglýsingunumFínt vetrarveður hér, sést meira að segja aðeins til sólarBestu kveðjur í vetrarríkið ógurlega

Jónína Dúadóttir, 25.10.2008 kl. 12:33

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Rugludallur/Angantýr: Jólin mín hafa aldrei byrjað í IKEA og koma aldrei til með að gera þaðJólaauglýsingar mega byrja upp úr miðjum nóvember, annars má svo sem sleppa þeim mín vegna og spila bara jólalög í staðinn,  geri ekkert með þær hvort sem er

Jónína Dúadóttir, 25.10.2008 kl. 12:53

7 Smámynd: Líney

jólin koma ,jólin koma........

MySpace and Orkut Saturday Glitter Graphic - 2

Líney, 25.10.2008 kl. 13:27

8 identicon

Beið í ofvæni eftir almennilegri norðlenskri stórhríð... og svo varð ekki neitt úr neinu...ekki einu sinni skafl á götunni hérna...kalla þetta ekki vont veður hrmpf...eigðu góðan dag heillin mín

Jokka (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 14:10

9 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Já jólin koma hvort sem að maður vill eða ekki. Hér bara sól, ég vill snjó.

Kristín Gunnarsdóttir, 25.10.2008 kl. 14:14

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Rugludallur: Ég var sofandi, alveg frá 12.00 - 05.30 og varð ekki vör við neina lægð, má segja að ég hafi verið í hægðEn ekki ætla ég nú að fara að rengja veðurfræðing

Líney mín: Flott, takk og sömuleiðis

Jokka mín: Það er nú allt í lagi, svoleiðis...

Kristín mín: Hm... væri alveg til í að skipta við þig í nokkra daga

Jónína Dúadóttir, 25.10.2008 kl. 16:29

11 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Iss, þetta var smá gola bara, heyrði mann að sunnan auðvitað hringja inn á Bylgjuna áðan, var að renna heim frá Akureyri, hann sagði allt á kafi í snjó hjá okkur, ég hef nú séð það svartara og þú held ég líka

Jólin eru alveg við næsta horn í mínum huga, er eins og lítill krakki, þykir desember bestur allra mánaða

Hafðu það gott í hríðinni

Sigríður Jóhannsdóttir, 25.10.2008 kl. 20:35

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Hann hefði átt að skreppa til Grenivíkur þarna um árið þegar við vorum grafin í fönn í margar vikur, í stórhríð og skemmtilegheitumÉg er lika eins og hin börnin, hlakka svooooo til jólanna

Hafðu það gott líka heillin

Jónína Dúadóttir, 25.10.2008 kl. 21:42

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hér er eitt sem þú getur fengið á heilann; Þú villt fara þinn veg, ég vil fara minn veg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.10.2008 kl. 22:17

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Rugludallur: Fór mér hægt í svefni

Jenný mín: Kærar þakkir, þetta er leiðinlegasta lag "ewer"

Rugludallur: Og þú bættir um betur....

Jónína Dúadóttir, 25.10.2008 kl. 22:32

15 Smámynd: Tiger

 Uss, ég verð að vera sammála þeim sem segja að það sé ekkert að því að vera fastur í einhverjum jólalögum - og það sé miklu skemmtilegra en að vera fastur í einhverjum hlutum sem maður hefur ekkert við að gera - eins og nöfn eða staðir eða .. jamm!

En mikið væri ég til í að vera gamalmenni í norðangarranum - þá myndi ég örugglega fá það á heilann að þú sért jólasveinn í dulargervi - því þú kemur alltaf aftur og aftur og aftur og .... jamm! Það er svo gott þegar svona samviskusamt og yndislegt fólk er á ferli og kemur í heimsókn - þegar aðrir húka (en ekki með k-i úka) í rúminu og breiða yfir hausinn þegar á móti blæs ...

 En svei mér þá - mér sýnist að einhver blússandi skemmtilegur Rugludallur sé búinn að setjast að á síðunni þinni. Ætli þetta sé jólasveinninn í dulargervi?

 En, ætli maður sendi ekki eins og slatta af jólaknúsum yfir heiðar og beint inn í brjálað veður með snjókomu og alles .. i bet the knúsí will rata beint into your fang skottið mitt ..

Tiger, 26.10.2008 kl. 13:25

16 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Já Ninna mín, þá hefði hann sko séð snjó. Hann hefði líka getað gist eina nótt til og upplifað snjóinn núna

Farðu vel með þig í dag mín kæra

Sigríður Jóhannsdóttir, 26.10.2008 kl. 13:34

17 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Högni minn: Öll jólalög eru ekkert endilega skemmtilegTakk fyrir að segja að ég sé yndisleg, það ert þú sannarlega líka kisakrúttið mittJá ég held að háæruverðugur Rugludallur sé örugglega jólasveinn í dulargerfi  Tek með ánægju við jólaknúsum þó hér sé gott veður, smásólarglæta og alls ekkert mikill snjór og sendi jafnframt nokkur til baka á þig

Sigga mín: Það hefðu allir haft gott af því að upplifa það sem við gerðum í stóra, stóra snjóskaflinum forðumEigðu góðan dag mín kæra

Jónína Dúadóttir, 26.10.2008 kl. 15:40

18 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Kvitt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.10.2008 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband