Einu sinni var ég að vinna hjá öldruðum hjónum, sem ég kom alltaf til þrisvar í viku, þrjá tíma í senn. Konan sagði einu sinn við mig:"Ó það er svo gott að einmitt þú skulir vera hérna hjá okkur, þú ert alltaf svo kát og glöð, alveg sama hvernig hlutirnir velta og hvað þú hefur á samviskunni !"
Datt þetta í hug í morgun, þegar elsku ruslakarlarnir voru að klofa skaflinn við ruslatunnuna... ég hef það á samviskunni að ég gleymdi að moka frá tunnunni í gær
Lesist: gleymdi að senda spúsa minn út til að moka frá tunnunni í gær...
Búin að vera að herða mig upp í það lengi að baka hérna í mínu flotta, stóra og fullkomna eldhúsi... hafði mig loksins í það í gærmorgun og viti menn: það var bara gaman
Það hafði eitthvað lekið niður í bakaraofninn og þar sem ég var sveitt við að þrífa það, sá ég að það er svakaleg prentvilla í leiðbeiningabæklinginn með ofninum. Þar stendur að ofninn sé "sjálfhreinsandi". Það hefur örugglega átt að vera EKKI sjálfhreinsandi, nema það sé bara verið að meina að ég eigi að hreinsa hann sjálf....
Sem ég geri hvort sem er, það þarf ekkert að segja mér það...
Annars bara nokkuð góð, ennþá að sauma JÓLAdúkinn og bara nokkuð sátt við snjóinn, halló... get ég annað ? Ekki breyti ég árstíðunum
Ég ætlaði nú eiginlega bara að bjóða ykkur öllum góðan dag, svo nú er ég hætt þessu bulli... í bili









Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn !
Kærleikskveðjur.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 08:44
Er svo fegin að hér þarf ekki að moka fyrr en í fyrsta lagi um jólaleitið. En ég hef samviskubit yfir því að vera ekki búin að koma sumum plöntunum mínum inn fyrir dyr, það er nefnilega kalt hér á nóttunni. Svona er samviskan okkar misjöfn. Góðan dag Jónína þú eðalkona.
Ía Jóhannsdóttir, 27.10.2008 kl. 08:50
Góðan daginn:)
Líney, 27.10.2008 kl. 08:56
Kallagreyin, þú ert örugglega ekki sú eina sem ert með þetta á samviskunni
eigðu góðan dag sömuleiðis, hvurnig er vinnuplanið hjá þér þessa vikuna, svona ef marr reyndi að kíkja á þig?
Jokka (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 08:57
Góðan daginn, gangi þér vel að sauma
Kristín Gunnarsdóttir, 27.10.2008 kl. 09:39
Gott að heyra að það er snjór víðar en á Grenivík sem eitt sinn var talin hin mesta snjóakista. Ég hef ekkert á samviskunni
, búin að moka frá ruslatunnunni og eiginlega allt planið. Vest að ég þarf sjálf að fara með ruslið...

Eigðu góðan dag mín kæra
Hóffa (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 09:42
Ragna mín: Góðan daginn... heyrirðu eitthvað í mér hérna ofaní skabblinum ?

Þórarinn: Góðan daginn og sömuleiðis þakka þér fyrir

Ía mín: Góðan daginn mín kæra, það ert þú nú líka


Líney mín: Góðan daginn stelpuskott

Jokka mín: Vinn til 3 í dag og miðvikudag, til 4 þriðjudag, fimmtudag og föstudag... annars heima fyrir kæra gesti

Kristín mín: Þakka þér fyrir og gangi þér vel
Hóffa mín: Þú ert nú líka akta valkyrja mín kæra
Veistu... ég þarf líka að fara sjálf út með ruslið

Jónína Dúadóttir, 27.10.2008 kl. 12:14
Brrrrrrrrrr kaaaaaaalt í Kef
Birna Dúadóttir, 27.10.2008 kl. 12:27
En annars allt ferlega frábært
Birna Dúadóttir, 27.10.2008 kl. 12:27
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.10.2008 kl. 13:39
Þessi prentvillupúki hefur laumast í minn bækling líka! En annars ætla ég að beiðast bloggvináttu og vona að þú hafir ekki "samvisku" í að neita mér um hana
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 27.10.2008 kl. 13:46
Birna mín: Klæddu þig vel heillin
Jenný mín:
Sigrún mín: Velkomin
Það eru sko hlutir sem samviskan mín fær ekkert að skipta sér að
Jónína Dúadóttir, 27.10.2008 kl. 17:16
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.10.2008 kl. 18:46
Jóhanna mín:

Jónína Dúadóttir, 27.10.2008 kl. 18:46
ég hendi bara ruslinu á pallinn á pikkanum og þá fer karlinn með það í gáminn hjá okkur
gangi þér vel með dúkinn
og hvað bakaðir þú
meira að segja þá bakaði ég eplakökur í gær
Dísa (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 19:34
Það er alveg ofboðslega gaman að moka snjóinn en lang best að vera bara með snjóbræðslu kerfi.
Það er gaman að þrífa eldhúsið eða þannig.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 27.10.2008 kl. 19:59
Dísa mín: Eruð þið ekki með neina ruslakalla, eða er hann Tommi minn bara alveg í rusli ?
Ég lét mér nægja að baka skúffuköku, eina
Þú ert miklu duglegri húsmóðir en ég dúllan mín og hefur alltaf verið
Kysstu ruslakallinn frá mér

Jónína Dúadóttir, 27.10.2008 kl. 20:03
Skattborgari: Mér finnst ekki gaman að moka snjó, en mundi gera það ef ég hefði ekki spúsa minn til þess
Snjóbræðslukerfi er náttulega draumurinn
Jónína Dúadóttir, 27.10.2008 kl. 20:04
Hef aldrei skilið þetta með sjálfhreinsandi ofna, ísskápa, frystikistur og hvað annað sem framleiðendum dettur í huga að ljúga okkur full af. Hvernig getur ofn verið sjálfhreinsandi? Gufar skíturinn bara upp eða...?
Hafðu það gott í snjóskaflinum ljúfan mín
Sigríður Jóhannsdóttir, 27.10.2008 kl. 20:30
Sigga mín: Ég skil þetta ekki heldur... ég þarf samt alltaf að þrífa þetta allt sjálf
Jói sagði að þetta væri gabb, þetta þýddi í raun að efni væri úðað/málað á til að sullið tolli ekki eins fast á yfirborði tækisins... það má alltaf gabba mig
Hafðu það líka sem best í þínum skabbli mín kæra
Jónína Dúadóttir, 27.10.2008 kl. 20:44
Jú Ninna
en við þurfum að setja ruslapokana út ágötu svo það er eins gott að fara bara með þá alla leið
og ég skal kyssa ruslakarlinn minn frá þér


Dísa (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 20:47
Dísa mín: Og stytta að henda þeim á bílinn, það mundi ég gera líka
Mér finnst ruslakallar æðislegir, sérstaklega þinn samt

Jónína Dúadóttir, 27.10.2008 kl. 20:50
Birna Dúadóttir, 27.10.2008 kl. 21:46
Rugludallur: Húsið okkar var byggt árið 1949 og snjóbræðslukerfið er ennþá á draumastiginu en kallinn minn er samt happý sko
Þú ert greinilega vel kvæntur, lesist: konan þín hefur alið þig vel upp
Jónína Dúadóttir, 28.10.2008 kl. 06:08
Sjálf - hreingerningar - konan...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.10.2008 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.