... að ellin sé að ná mér ? Kannski ég fari þá bara og feli mig einhversstaðar
Sko í alvöru, þá er ég svolítið hugsi yfir tiltölulega nývöknuðum húsmóðurtendensum mínum... Á meðan börnin mín voru lítil gerði ég auðvitað allt sem gera þurfti, eldaði, þreif, prjónaði, bakaði, saumaði og allt það... úff ég verð bara þreytt að hugsa um það, þetta hlýtur að hafa verið einhver önnur
Nei líklega ekki, vegna þess að ég man alveg að mér þóttu húsverk aldrei skemmtileg, en urðu að vinnast og það var enginn annar til þess
Núna er ég farin að baka og finnst það gaman og hef ánægju af að halda snyrtilegu hér í húsinu og elda og ég veit ekki hvað....
Í morgun vaknaði ég svo með þá hugsun í höfðinu að nú þyrfti ég að fara að huga að jólagardínum fyrir eldhúsið... Kannski er ég komin á eitthvert seinna skeið... hvað sem það svo kallast...
Aftur að jólagardínum, ég er ekkert að fara að setja þær upp strax, en það tók mig svo langan tíma að finna hverdagsgardínur sem mér líkaði fyrir eldhúsið, mig langaði nefnilega ekki í neitt með myndum af bollastelli eða sveppum eða eitthvað í þá áttina, svo ekki er ráð nema í tíma sé tekið með þessar
Einhver mundi kannski segja að það væri líka hægt að sleppa þeim, en sú hugmynd er bara alls ekki í boði
Svo er annað sem ég er að furða mig á... ég er ekkert að ergja mig út í snjóinn...
Ég sem hef alltaf verið opin oní rassg... og rifist út af því að það skuli vera snjór... hvíta ógeðið og svo framvegis en nú þegi ég bara mikið til og læt mér vel líka...
Jæja, batnandi fólki er best að lifa og ég ætla að fá mér meira kaffi og klára JÓLAdúkinn, sem ég byrjaði á í fyrra
Látið ykkur líða sem best í allan dag og munið að setja upp brosið um leið og þið klæðið ykkur












Flokkur: Bloggar | 28.10.2008 | 07:08 (breytt 29.10.2008 kl. 12:20) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dísa (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 07:56
Ragna mín: Æi takk það er svo gott að vita að ég er nokkuð réttu megin við geðheilsumörkin
Eigðu góðan dag líka mín kæra
Dísa mín: Þú ert dúlla


Jónína Dúadóttir, 28.10.2008 kl. 08:04
Hressandi lesning með morgunsopanum. Sendi þér stórt bros!
Ía Jóhannsdóttir, 28.10.2008 kl. 08:30
alltaf upp
frískandi að lesa bloggið þitt
Líney, 28.10.2008 kl. 08:59
Hvenær fer ég á þetta seinna skeið?
Er sko ennþá með lítil börn, slepp ég kannski?
Erna Evudóttir, 28.10.2008 kl. 10:40
Húsið þitt er bara svo notalegt að kannski eru þetta bara ósjálfráð viðbrögð
Takk fyrir mig í gær heillin og eigðu góðan dag
Jokka (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 11:17
Ía mín: Takk fyrir brosið

Líney mín: Takk fyrir það
Erna mín: Nei þú sleppur ekki, vegna þess að einhvertímann verða öll börnin þín stór og flytja frá þér
Bara ekki alveg komið að því ennþá
Jokka mín: Það er mjög líklega það
Sömuleiðis mín kæra
Jónína Dúadóttir, 28.10.2008 kl. 12:17
Ég verð stundum þreytt,bara af því að horfa á barnabörnin mín.Þá rifjast upp hvað það var brjálað að gera þegar krakkarnir voru lítil
Núna nenni ég litlu og er ánægð með það
Birna Dúadóttir, 28.10.2008 kl. 12:24
Þú ert nú bara dugnaðarforkur Jónína mín.
Knus

Kristín Gunnarsdóttir, 28.10.2008 kl. 14:17
Ég er búinn að missa af svo miklu þ.e.a.s. á því sem þú hefur skrifað: Svo ég var að fá mér kaffibolla og er að hugsa mér að sitja hérna í smá tíma og lesa færslurnar þínar langt aftur í tímann. - Bara svona uppá grín ætla ég að skrifa kvitt við allar þær færslur sem ég hef síðan lesið...
Góða skemmtun Gunni minn
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.10.2008 kl. 16:55
Mér finnst nú alveg bráðnauðsynlegt að eiga sumargardínur, vetrargardínur og jólagardínur fyrir eldhúsgluggann
Veit ekki alveg á hvaða skeiði ég er...líklega bara æviskeiði...því mér hefur alltaf fundist þetta
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 28.10.2008 kl. 17:06
Birna mín: Kannast við þetta og er líka bara ánægð með það litla sem ég geri
Kristín mín: Eigi veit ég það svo gjörla, en hitt veit ég að mér finnst gaman að grobba af því litla sem ég geri
Gunnar minn: Þakka þér fyrir öll kvittin, búin að ná þeim öllum held ég
Góða skemmtun Gunni minn
Sigrún mín: Ég er bara með þér... á æviskeiði

Jónína Dúadóttir, 28.10.2008 kl. 17:16
Þú ert bara að vera gömul sem er eðlilegt maður eldist á hverjum degi hvað sem maður segir um það.
Það er nauðsýnlegt að vera með gardínur því að þær minnka hitatapið frá húsinu því að mesta hitatapið er útum gluggana.
Kveð Skattborgari hinn ungi.
Skattborgari, 28.10.2008 kl. 19:24
Jóla, jóla, jóla, jóla ég elska allt jóla. Drífðu í að leita að heppilegum jólagardínum svo þú verðir örugglega búin að ákveða þig fyrir jól ljúfust
, engin jól án jólagardína
, og svo segja menn að það verði ekki hægt að fá tré, ég verð að fá tré
Knús til þín mín kæra
Sigríður Jóhannsdóttir, 28.10.2008 kl. 20:25
Greinilega ertu ekki ein um að vera á einhverju skrýtnu skeiði
Sigríður Jóhannsdóttir, 28.10.2008 kl. 20:25
Skattborgari hinn ungi: Æi takk litli krakki...
Sigga mín: Er í startholunum
Ég á gerfitré, sem skátarnir selja, stórt, fallegt og raunverulegt
Eru ekki seld íslensk tré ? Stjáni vinnur í Vaglaskógi, ég skal biðja hann að redda þér ef allt um þrýtur
Heyrðu já, þessi ungi bloggvinur minn kemur sterkur inn
Jónína Dúadóttir, 28.10.2008 kl. 22:03
Jónína. Ef ég er lítill krakki þá ert þú gömul heiladauð kelling sem getur ekki gert neitt nema segja mamma mamma.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 28.10.2008 kl. 22:45
Jónína Dúadóttir, 29.10.2008 kl. 05:35
Sennilegra er að þú sért komin á ákveðið breytingaskeið - breytingaskeið sem fylgir því þegar maður flytur. Það gerist sérstaklega þegar maður er mikið að breyta og púsla sjálfur í nýju umhverfi - þá poppa upp hinir skrýtnustu hlutir sem maður var löngu búinn að gleyma að væru til í kollinum. Það er svo sem ekkert skrýtið við það að langa til að gera ýmislegt gamalt eða nýtt sem maður kunni áður en er ekki gleymt þegar maður er búinn að umbylta öllu í kringum sig.
Árstíminn er líka annað mál - kannski ertu bara eins og rjúpan - ferð í ákveðinn jólaham á meðan hún fer í hvítan vetraham!
Það breytingaskeið þekki ég nebbla to good .. been there, done that and am always doin it over and over ... and over ...
Blessuð vertu .. ég á fjóra umganga af jólagardínum ..
Ekkert að því að langa í nýjar og nýjar með hverju nýju ári ... annað væri bara flassbakk til fortíðar.
Kúl og svöl jólaknús í jólapökkum over tú you sweety .. en þar sem þau eru pökkuð niður - þá náttla færð þú þau ekki fyrr en á jólunum! *kram*...
Tiger, 29.10.2008 kl. 15:20
Við erum bara eins gömul og við hugsum að við séum.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.10.2008 kl. 16:14
Högni minn: Takk fyrir þetta minn kæri, lofa að kíkja ekki í jólaknúspakkana
En það má aðeins þreifa og skoða...
Kram til þín líka

Jóhanna mín: Knús til baka til þín
Æi já ég skil hann ekki alveg, svolítið viðkvæmur, en ágætur samt
Jamm og ekki degi eldri
Jónína Dúadóttir, 29.10.2008 kl. 17:41
Jóhanna. Ég er ekkert viðkvæmur en þú ert kannski farinn að nálgast það að fara á elliheimili hvað veit ég svo sem einmana einhleypt karlrembusvín.
Kannski verðið þið 2 saman á elliheimilinu það væri gaman að sjá það. Ætli að það verði aðgangur að tölvu þar fyrir gamla fólkið eins og ykkur?
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 30.10.2008 kl. 01:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.