Í fyrradag fórum við vinkona mín og ég, að flytja lík... eins og við erum búnar að gera undanfarin ár um þetta leiti. Svo förum við heim og eldum þau og borðum þau... Í fyrra var komið með líkin heim að húsi vinkonu minnar um hánótt, núna voru þau skilin eftir á lager í heimilistækjaverslun hér í bæ
Við fórum þangað í hádeginu og burðuðumst með lík í kössum, út í bíl um hábjartan dag... Þrju lík á mann, en svo fékk vinkona mín aukakassa sem í voru fætur, held ég... en hún er líka forréttindapakk
Ég er annars ekkert sár þó hún hafi fengið kassa fullan af fótum... það eru nú takmörk fyrir græðginni í mér
Þessi lík koma sunnan úr Borgarfirði og eru langsamlega besta kjöt sem hægt er að fá, beint frá bónda. Hann kann svo sannarlega að meðhöndla kjötið og það er risavaxinn munur á kjötinu frá honum og af sláturhúsi. Næsta laugardagskvöld ætla ég að elda hrygg eða læri af þessu kjöti og ég hlakka aldrei þessu vant, til að borða
Sunnudagssteikin hjá mér er alltaf á laugardagskvöldi, nenni ekkert að elda í hádeginu á sunnudögum frekar en í hádeginu alla aðra daga
Annars góð og alltaf að komast nær og nær JÓLAtilhlökkuninni
Í kvöld er ég að passa sonardóttur mína, foreldrarnir eru að fara í leikhús og annað kvöld er ég líka að passa hana, þá fara þau á árshátíð þessi partýljón
Þau fóru síðast út í byrjun september, þannig að þau eru bara alltaf úti á lífinu... eða þannig
Gerum þennan dag dásamlegan af öllum mætti og drögum nú aðeins úr krepputalinu... það er til svo ofsalega margt jákvætt í lífinu sem er líka hægt að ræða um
Flokkur: Bloggar | 30.10.2008 | 06:18 (breytt kl. 07:33) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ragna mín: Þú ert yndi

Jónína Dúadóttir, 30.10.2008 kl. 07:31
þú ert engu lík
Dísa (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 07:53
Dísa mín: Takk fyrir það, enda ekki lík fyrr en ég er dauð
Bestu kveðjur í snjóskaflana

Jónína Dúadóttir, 30.10.2008 kl. 08:10
Uss þvílíkir skemmtanafíklar
Svo bitnar þetta alltsaman á þér, finn fyrir þér
Erna Evudóttir, 30.10.2008 kl. 08:11
Erna mín: Já finnst þér þetta ekki nokkuð langt gengið hjá þeim... ma´r er alveg þjakaður af þessu...
Takk fyrir samúðina elskan

Jónína Dúadóttir, 30.10.2008 kl. 08:14
Varð næstum flögurt, LÍK!!!! Ekki gera okkur þetta svona í morgunsárið Jónína mín hehehhe.....
Ía Jóhannsdóttir, 30.10.2008 kl. 08:24
Jahá! aldrei hefði mig grunað að þú borðaðir lík
varla marr þori að mæta í te til þín aftur, hvað þá að borða kjöt

Ég reyndar fer með líkin mín í skúrinn til mömmu, hengi upp á löppunum og úrbeina þau þar tíhí...eigið góða daga heillin mín
Jokka (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 08:25
Ía mín: Fyrirgefðu... ég vona að kaffið hafi ekki farið öfugt ofaní þig


Jokka mín: Sko líkin eru steindauð, þau gera þér ekkert svo þér er alveg óhætt að koma
Sjáumst mín kæra

Jónína Dúadóttir, 30.10.2008 kl. 08:37
Ertu að stefna að því að verða fyrsti kvennkynsraðmorðingi 21 aldarinnar?
Það jafnast fátt á við gott kjöt beint frá bónda.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 30.10.2008 kl. 09:30
Þarna kom það, glæpagenið endaði hjá þér, langafi þinn sauðaþjófurinn hefði verið stoltur af þér

Erna Evudóttir, 30.10.2008 kl. 09:44
Skattborgari: Ég drep ekki, bara samsek... sé um að flytja líkin og fela þau... í frystikistunni minni...
Erna mín: Ég hef líka alltaf verið stolt af honum


Jónína Dúadóttir, 30.10.2008 kl. 10:01
Þú ert engum lík






Óborganleg alveg hreint Ninna mín,sé það alltaf betur og betur hvað þú ert mikil perla
knús til þín.
Líney, 30.10.2008 kl. 11:43
Um mig fór mikill hrollur þegar að ég las fyrstu setningarnar, er hún Jónína mín farin að burðast með lík á milli húsa, hugsaði ég, mikið létti mér þegar að ég fattaði að um var að ræða rollu skrokka

Eigðu góðan dag
Heiður Helgadóttir, 30.10.2008 kl. 12:00
Hún er villimaður þessi kona,það er löngu ljóst,alger barbari
Birna Dúadóttir, 30.10.2008 kl. 12:04
Líney mín: Þakka þér fyrir mín kæra, kannski svolítið djúpt í árina tekið hjá þér... en ég ætla samt að þyggja það

Heidi mín: Æ þú veist, þegar lífið er hálftilbreytingarlaust... svona bara vinnaétasofadæmið, þá er um að gera að gera sem mest úr þó því litla sem gerist
Eigðu líka góðan dag heillin mín
Birna mín: Mér sem var alveg að takast að sannfæra þær um að þetta væri svo saklaust.... þá kemur þú og segir frá öllu


Jónína Dúadóttir, 30.10.2008 kl. 12:23
Hey kanntu ekki að taka hrósi kona
Líney, 30.10.2008 kl. 12:26
Líney mín: Þetta var nú meira svona uppgerðarhógværð
En vænt þykir mér um hrósið það máttu vita

Jónína Dúadóttir, 30.10.2008 kl. 12:28
Mmmm...lambakjötið er alltaf best. Góða skemmtun við pössunina

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 30.10.2008 kl. 15:36
Sigrún mín: Sammála, það er alltaf best
Takk fyrir það gengur örugglega vel

Jónína Dúadóttir, 30.10.2008 kl. 17:55
Vissi þetta, þú ert glæpakona. Syngur svo frystikistulagið meðan þú treður líkunum ofan í kistu
. Verði þér hryggurinn að góðu mín kæra, ég ætla að elda læri þetta sama kvöld en það kemur beint úr Bónus
Sigríður Jóhannsdóttir, 30.10.2008 kl. 20:24
Ertu ekki með mannshaus í Ísskápnum eins og Jeffrey Dahmer? Hann var með 3 og löggan fékk áfall þegar hún opnaði hann.
Kveðja Skattborgari..
Skattborgari, 30.10.2008 kl. 21:33
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.10.2008 kl. 00:03
Sigga mín: Glæpakonunni finnst frystikistulagið mega flott
Skattborgari: Ekkert mannshöfuð, bara einn kálhaus
Jenný mín:

Jónína Dúadóttir, 31.10.2008 kl. 05:43
Kristín Gunnarsdóttir, 31.10.2008 kl. 11:29
Haa gott að þú sveltur ekki. Knús.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 31.10.2008 kl. 13:18
Kristín mín: Takk fyrir innlitið

Guðrún mín: Ónei ég svelt sko ekki... þvert á móti eiginlega
Knús
Jónína Dúadóttir, 31.10.2008 kl. 13:36
Ertu ennþá í líkflutningum Jónína mín, þú hefur ekki bloggað í dag.

Heiður Helgadóttir, 31.10.2008 kl. 23:21
Heidi mín: Nei nei, hef bara haft hrikalega mikið að gera í dag, ekki við líkflutninga samt
Var svo að koma heim núna á miðnætti frá því að passa barnabarnið, foreldrarnir fóru á árshátíð
Blogga í fyrramálið


Jónína Dúadóttir, 1.11.2008 kl. 00:12
Ég sé ekki muninn á kálhaus og mannshaus persónulega enda hef ég hvorugt í ísskápnum hjá mér.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 1.11.2008 kl. 01:10
Jónína Dúadóttir, 1.11.2008 kl. 07:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.