Mér finnst nú svona heilt yfir að það sé aðeins farið létta til í hugskoti fólks og alltaf fleiri og fleiri farnir að stunda aðeins meiri jákvæðni, þrátt fyrir allt sem hefur grasserað undanfarið... Fékk smá tiltal frá mér eldri manni fyrir nokkrum dögum og fékk að vita það, að fyrst ég fylgdist ekki náið með öllum fréttum á öllum rásum, allan daginn, um allt það sem hefur verið að gerast hér á okkar óheppna litla landi, þá væri ég bara ekki viðræðuhæf
Ok mín vill náttulega vera talin svona nokkuð samkvæmishæf og fór að hlusta með báðum í alls einn dag, en hætti svo...
Mér satt að segja ofbýður þegar það eru dregnir á flot nýir og nýir að mér skilst sérfræðingar, sem margir mála svo skrattann á vegginn um mögulega framtíð okkar hér, að mér dettur í hug hvort það sé viljandi verið að reyna að skapa einhverskonar múgæsingu
Hver er til dæmis tilgangurinn með því að koma í útvarp og lýsa því yfir að allt hér sé barasta algerlega ferlegt, hræðilegt og dauðadæmt og minnst þriðjungur þjóðarinnar verði búinn að flytja af landi brott innan árs ?
Mér finnst það nú einfaldlega lýsa uppgjöf, jafnvel þunglyndi og einhverskonar skipsrottuhugsunarhætti hjá viðkomandi. Ok, orðin smáviðræðuhæf er það ekki ?
Nóg um það. Ég fór og passaði sonardótturina í gærkvöldi og hún tók á móti mér með Andrésar Andar plástri sem hún kom kyrfilega fyrir á handarbakinu á mér, mér leið betur
Við bjuggum til pizzu, þá skrautlegustu sem ég hef átt þátt í að gera
Þegar skinkan var komin á helminginn, pepperone í hrúgu á 1/3, osturinn mestmegnis utanmeð og þessar tvær ólífur sem prinsessan át ekki uppúr krukkunni trónuðu efst, fékk pizzan loksins að fara í ofninn
Það þurfti þónokkrar fortölur til þess að fá að hafa fyrirbærið nógu lengi inni í ofninum, ékannettaallesjálf setningin var eiginlega uppistaðan í samræðunum í eldhúsinu hjá okkur vinkonunum
Með umburðarlyndis æiammamínhvaðþúertnúfattlausstundum bros á litla andlitinu, sagði hún: "Amma mín, ég ekki lítil lengur... ég er hriggjára núna"
Svo las hún fyrir mig barnabækur á þýsku, af því að amman kann bara að lesa íslensku
Megasukkararnir, foreldrar þessarar dásamlegu litlu dömu, komu svo heim um hálf tólf af árshátíðinni, þau eru öll svona börnin mín og hafa greinilega erft þessa skemmtanaleti frá mér og mikið er ég stolt af þeim öllum
Eigið dásamlegan dag í hlákunni
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála, það eru allt of margir bölsýnismenn! Draga fólk niður með sér í eymdina. Þetta hefði getað verið dóttir ´mín, koma heim klukkan hálf tólf af árshátíð hehehhe..
Ía Jóhannsdóttir, 1.11.2008 kl. 08:45
Ía mín: Já bölsýnin hjálpar bara alls ekki neitt og er alls ekki það sem við þurfum í dag
Fleiri sem eiga svona megasukkar eins og ég
Jónína Dúadóttir, 1.11.2008 kl. 08:54
Ragna mín: Rétt hjá þér
Knús á þig líka mín kæra
Jónína Dúadóttir, 1.11.2008 kl. 10:50
Það má ýmislegt kenna þessum ömmum enda eru þær orðnar fattlausarástundum
Flottir letingjarnir þínir að koma snemma heim
Knús á þig 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 1.11.2008 kl. 11:11
Ég sé ekkert nema gott við þetta ástand, ný styttist bara að það verði ein sjónvarpsstöð, ein útvarpsstöð, ætli þetta verði þá ekki svona; ekkert sjónvarp á fimmtudögum (þá neyðist fólk til að tala saman) ekkert sjónvarp í júlí (þá neyðist fólk til að ferðast bara) og svo hefst dagskráin korter í 8 og búið klukkan 10
finn alveg skipsrottutendesena hjá fólki, en ef svo fer að allir fara þá hlýt ég að geta keypt mér hálfa blokk undir fjölskylduna mína
Nóg af bulli í bili, eigðu góða helgi
Jokka (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 11:33
Kannski bara flott að hafa þetta svona einfalt eins og Jokka segir.maður fær engan valkvíða á meðan
Það verður ábyggilega eitthvað um að fólk fari af skerinu,bara hið besta mál
Birna Dúadóttir, 1.11.2008 kl. 12:06
Sigrún mín: Sem betur fer erum við ömmurnar alltaf að læra af þessum litlu dýrmætu elskum
Heyrðu já letingjarnir mínir eru langflottastir
Knús inn í daginn þinn
Jónína Dúadóttir, 1.11.2008 kl. 12:07
Jokka mín: Takk fyrir bullið elskuleg

Birna mín: Já ég er sammála því bara, góð aðferð til að losna við valkvíða
Jónína Dúadóttir, 1.11.2008 kl. 12:09
Já, kannske Marteinn gamli Mosdal verði sá sem stýrir. Ekkert sjónvarp í júlí, eða á fimmtudögu og bara ein stöð ríkisstöð
. Og við hér þær einu sem búa í landinu og örfáir til viðbótar
. Eru útrásarvíkingarnir ekki aðalskipsrotturnar, löngu farnir, kannske eins gott svo þeir endurtaki ekki leikinn þegar almúginn er búinn að borga
Þú átt sko greinilega æðislega sonardóttur, enda varla von á öðru
Sigríður Jóhannsdóttir, 1.11.2008 kl. 13:19
Sigga mín: Takk heillin mín, ég hlakka til þegar þú færð barnabarn, þú verður sko flott amma


Jónína Dúadóttir, 1.11.2008 kl. 13:42
Við verðum að vera glöð, raunsæ en glöð.
Haleljúa hvað sú stutta er mikið krútt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.11.2008 kl. 13:51
Jenný mín: Vel orðað hjá þér mín kæra eins og við mátti búast, raunsæ en glöð
Ójá hún er algert yndi
Jónína Dúadóttir, 1.11.2008 kl. 14:08
Það er svo sætt að vera með svona barnaplástur, ég gekk með Mikka mús plástur í tvo daga, og var alveg sama þó að fólk glápti á plásturinn, en ég var með hann í vinnunni.
Heiður Helgadóttir, 1.11.2008 kl. 14:31
Heidi mín: Enda er ég svakalega krúttleg í dag, með plástur á alls engu sári

Jónína Dúadóttir, 1.11.2008 kl. 15:13
Ég hlakka líka til að verða amma, hef eiginlega hlakkað til frá því litlakrúsidúllan (sko Bubbz) mín fæddist og það varð að raunhæfum möguleika
og ég ætla sko að verða flott amma, ákveðin í því
, svona eins og þú
Sigríður Jóhannsdóttir, 1.11.2008 kl. 16:43
Sigga mín: Sko ég sé nú Bubba ennþá fyrir mér sem litla krúsidúllu, en eitthvað segir mér samt að hann hafai kannski stækkað upp úr því
Það er sosum enginn vandi að vera flottur í einhverju sem ma´r hefur ofsalega gaman af
Takk fyrir hólið elsku dúllan mín
Jónína Dúadóttir, 1.11.2008 kl. 16:56
Rétt hjá þér Jónína mín. Það þíðir ekkert annað en hafa Pollíönnu hugsunina að leiðarljósi. Ekki að sökkva sér í neikvæðum hugsunum, heldur að standa þétt saman og styðja hvort annað.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 1.11.2008 kl. 17:29
Já, krúsidúllan er orðin stór
, bara svona rétt eins og þínar
. Hafðu það gott ljúfan og vonandi smakkast hryggurinn beint frá bónda í Borgarfirði vel. Er að fara að taka lærið beint úr Bónus út úr ofni eftir stund
Ummm!
Sigríður Jóhannsdóttir, 1.11.2008 kl. 17:56
Ólöf mín: Já og ég veit að það gerir þú líka

Sigga mín: Já þessar litlu krúsidullur okkar
Stalst aðeins í lærið áðan... mmmmmmmmmmmmmm...
Verði þér að góðu líka elskuleg

Jónína Dúadóttir, 1.11.2008 kl. 18:19
Jónína við vorum nú til í að djamma þegar við vorum ungar
ég meina yngri
en það er nú liðin tíð
þátíð
Dísa (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 20:04
knús á skvísuna
,engin almennilegur matur hjá mér í dag(það myndi pabbi alla vega segja) bara kökurusl og rest afheitum brauðrétti úr ammilinu 
Líney, 1.11.2008 kl. 20:08
Helvíti komu þau snemma heim eða fyrir 12 ég er venjulega til 4-6 að morni þegar ég fer út.
Rosalega er ég feginn að eiga ekki barn að þurfa að redda pössun áður en maður fer út næstu 10-14árin.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 1.11.2008 kl. 20:32
Dísa mín: Það var þá... þetta er núna
Og ég man alveg hvernig það var þegar við vorum yngri, duuuulítið langt síðan en man samt að það var oft heljarinnar fjör...



Líney mín: Knús til baka á þig stelpuskott
Sama hvað sá gamli segir, það er líka matur, hann er bara svolítið ofdekraður hjá elskunni minni, henni mömmu þinni

Jónína Dúadóttir, 1.11.2008 kl. 20:37
Skattborgari: Sko þar koma nefnilega ömmurnar að góðum notum

Jónína Dúadóttir, 1.11.2008 kl. 20:48
Stundum best að heyra ekki þessar neifréttir. Verði þér svo að góðu lærið.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 1.11.2008 kl. 21:13
jÁ Ninna
Dísa (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 23:29
Það er alltaf gott að heyra neikvæðar fréttir því að þá eru meiri líkur á að maður verði þunglyndur sem þýðir að það eru meirir líkur á að maður deyji ungur.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 1.11.2008 kl. 23:35
Jónína. Það er best að eiga einginn börn því að það er of mikill vinna og svo verða þau óþekk og leiðinleg.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 1.11.2008 kl. 23:36
Dúna mín: Já eiginlega...
Dísa mín:

Skattborgari: Já líklega er það bara rétt hjá þér
Hvað segir annars mamma þín um málið
Jónína Dúadóttir, 2.11.2008 kl. 08:28
Hvað heldur þú??? Alltaf þegar hún spyr hvenær hún fái tengdatóttir þá segi ég að einn sem ég þekki sé að reyna að losna við sína og lýsi henni og hún spyr mig ekki næstu mánuðina. Hún er sprautufíkill og dópdíler og er búinn að lifa þannig í um 15-20 ár þannig að það er ekki skrýtið að hún vilja hana ekki sem tengdadóttir.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 2.11.2008 kl. 14:25
Hahahaha... týpisk mamma þarna á ferðinni, hún vill fara að sjá líf hjá stráknum sínum og þú hefur húmor fyrir sjálfum þér, það máttu nú eiga
Jónína Dúadóttir, 2.11.2008 kl. 17:59
Jónína. Já hún er ekki ánægð með að fá ekki tengdadóttir eða barnabarn en ég er að velta því fyrir mér að koma heim með dragdrottningu í staðinn svo að ég verði ekki spurður framvegis.
Ég er farinn að nálgat 30 og hef aldrei komið með dömu heim þannig að það er skiljanlegt að hún vilji sjá eina but that eint gonna happen.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 2.11.2008 kl. 21:01
Jónína Dúadóttir, 2.11.2008 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.