Kominn nóvember, þetta líður... vá og enginn vissi það.... Aðeins byrjað að skreyta í búðum, svolítið snemmt finnst mér, en gaman samt... verð nú að segja það
Í dag er planið að færa mig bara milli stóla... úr eldhúsi í stofu í tölvuherbergi í eldhús og endurtaka þetta svo eftir þörfum og ég er að hugsa um að halda mig mjög ákveðið við þetta plan. Ekkert sem ég þarf að gera útheimtir meiri hreyfingu en þetta, prjóna, falda JÓLAdúkinn, prjóna, ganga frá vinnuskýrslum, prjóna... mér sem sagt tókst að koma því mjög laumulega að, að ég er að prjóna...
Peysu á barnabarn, svo eru þrennir lopaleystar í burðarliðnum, vettlingar með tveim þumlum og húfa... svakalega er ég nú dugleg
Tvær lopapeysur líka, en þær eru á framtíðarplani sem nær eiginlega dálítið langt fram á veturinn. Hér líður öllum vel, kettinum kannski best... það er nefnilega búið að taka megnið af snjónum svo hans hátign getur farið út þessa dagana
Ég vildi að hann tryði því að ég hefði tekið snjóinn, þá gæti ég látið hann launa mér gervigreiðann og munstrað hann í skúringar hérna eða eitthvað, á meðan ég próna...
Hvað er þetta, það kostar ekkert að láta sig dreyma... ha ?
Svo að þessu bulli skrifuðu, óska ég ykkur dásamlegs sunnudags í afslöppun og yndislegheitum
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Njóttu dagsins í botn!
Ía Jóhannsdóttir, 2.11.2008 kl. 09:27
Mér gengur nú lítið að sauma jóladúkinn,hann verður kannski bara svona næstujóladúkur
Birna Dúadóttir, 2.11.2008 kl. 09:35
Ekki vantar myndarskapinn hjá ykkur Akureyrarkonum, ég svitna þegar að ég les um þennan dugnað. Hvað kostar lopi í fullorðinspeysu, veistu það. Með bestu kveðjum frá gráu Malmö.
Heiður Helgadóttir, 2.11.2008 kl. 09:55
Hjördís mín,bara að syngja"Jólasveinar einn og átta,ofan koma.........
og fleiri svona gömul og góð
Birna Dúadóttir, 2.11.2008 kl. 10:07
Myndarskapur í þér
Mér líst vel á þetta plan hjá þér. Svona eiga sunnudagar að vera, afslappaðir og kósý. 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 2.11.2008 kl. 10:21
Eitthvað í þá áttina Hjördís
Birna Dúadóttir, 2.11.2008 kl. 10:31
Ía mín: Sömuleiðis
Birna mín: Jóladúkurinn sem ég var að klára var "næstujóladúkur"í fyrra
Hjördís mín: Já varst þetta þú rugludallurinn þinn, önnur af 2 persónum sem ég grunaði

Heidi mín: Það kallast ekki dugnaður að gera það sem er gaman
Síðast þegar ég keypti lopa í peysu, minnir mig að það hafi verið rétt innan við 5 þúsund kallinn
Kveðjur héðan frá gráleitri Akureyri

Sigrún mín: Myndarskapur jahérna jájá
En, þetta má ekki vera betra, þá verður það bara verra
Ragna mín: Tilveran er dásamleg, við verðum bara að vilja koma auga á dásamlegheitin
Risanús til baka á þig mín kæra

Birna og Hjördís jólast sem aldrei fyrr
Jónína Dúadóttir, 2.11.2008 kl. 11:09
Líst vel á þig kona, er einmitt sjálf byrjuð að prjóna og það á gamalsaldri, hefði ekki átt von á því ég tæki upp á þessum ósköpum...en gaman er það
Eigðu góðan dag í stólaleiknum þínum
Jokka (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 12:28
Þú ert bara frábær, eigðu góðan sunnudag
Kristín Gunnarsdóttir, 2.11.2008 kl. 12:39
Jokka mín: Dugleg stelpa
Kveðjur og knús til uppáhaldseyrarpúkanna minna

Kristín mín: Þakka þér fyrir og eigðu sjálf yndislegan dag og gangi þér allt í haginn


Jónína Dúadóttir, 2.11.2008 kl. 13:14
mín bara dugleg að prjóna
ég líka
Dísa (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 13:53
Sé þetta alveg fyrir mér,knúsaðu köttin og sjáðu hvort það skilar ekki tilætluðum árangri ,knús til þín
Líney, 2.11.2008 kl. 14:03
Það er ágætt að kötturinn fer út því að hann hefur gott af því alveg eins og mannfólkið. Sambandi við prjónaskapinn þá versla ég bara inn á netinu.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 2.11.2008 kl. 14:31
Merkileg kvikindi þessir kettir
. Hver á að fá sjóvettlingana? Man eftir slíkum í kippum upp á lofti heima í Hafbliki
.
Sigríður Jóhannsdóttir, 2.11.2008 kl. 14:40
Já elskan mín og gangi þér vel með sunnudagplanið, mér líst sko vel á það, er sjálf með eitthvað svipað í pípunum nema hvað ég ætla að sitja á stólum án þess að gera nokkuð
Sigríður Jóhannsdóttir, 2.11.2008 kl. 14:41
Þú ert ótrúlega aktív kona. Villtu ekki koma í bæinn og kenna mér að prjóna peystur svona áður en ég dey?
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.11.2008 kl. 16:11
Dísa mín: Ég veit að þú hefur alltaf verið dugleg að prjóna
Líney mín: Sko það er þannig með mig, að ég knúsa aldrei köttinn, ég gef honum að borða, hreinsa sandinn hans og passa að hann komist út og inn eftir þörf og löngun... málið dautt
En takk samt dúllan mín og hlýtt knús til baka
Skattborgari: Þú hefðir ábyggilega gaman af að læra að prjóna
Sigga mín: Ég skipti á kjötinu og prjónlesi
Takk fyrir vina mín, planið gengur alveg eftir áætlun og mikið líst mér vel á þitt plan ! Ég skellti upp úr þegar ég sas að þú ætlaðir að sitja á stólum án þess að gera nokkuð

Jenný mín: Já þegar ég get setið við "aktívið"
Ég skal með ánægju halda prjónapeysunámskeið handa þér áður en þú deyrð, er það nokkuð alveg strax annars
... svolítið tímabundin....
Jónína Dúadóttir, 2.11.2008 kl. 16:25
:)
Júlíus Garðar Júlíusson, 2.11.2008 kl. 17:16
Júlíus minn: Stórt bros til baka auðvitað
Jónína Dúadóttir, 2.11.2008 kl. 17:19
Ég ætla ekki að læra að prjóna er alfrei í neinu sem er með ull í.
Þú átt svar á næst nýjustu færslunni þinni
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 2.11.2008 kl. 17:22
Skattborgari: Búin að svara
Ég hélt það væru bara kellingar sem vildu ekki vera í ull
Jónína Dúadóttir, 2.11.2008 kl. 18:01
Er ekki hægt að prjóna úr öðru en ull, kannski vill skattborgarinn læra að prjóna bómullarsokka
Heiður Helgadóttir, 2.11.2008 kl. 22:52
Auðvitað er það hægt, já kannski mundi hann vilja það
Jónína Dúadóttir, 3.11.2008 kl. 05:52
Skattborgari verður ábyggilega flottur prjónakarl

Sigríður Jóhannsdóttir, 3.11.2008 kl. 17:10
Nei takk hef aldrei prjónað og mun ekki byrja á því.
Ég læt mér nægja að gera við mótorhjól og þannig tæki.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 3.11.2008 kl. 19:02
Fyrst skattborgari er að geravið mótorhjól, væri ekki töff að prjóna einhvers konar smokk á stýrið, nú eða vera með ullarhnakk?

Sigríður Jóhannsdóttir, 4.11.2008 kl. 21:20
Sigríður. Nei takk er með gott plastsæti á því sem virkar vel og það væri ekki gott að vera með ullarsæti í rigningu. Set kannski stálhöfuðkúpu á stýrið til að gera það grimmara.
Kveðja Hinn forljóti.
Skattborgari, 4.11.2008 kl. 21:42
Sigríður Jóhannsdóttir, 4.11.2008 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.