Iss, ég er bara að plata, ljúga og skrökva... er það ekki svo mikið í tísku núna... ?Ég er alltaf svo ferlega ánægð þegar mánaðamótin eru búinn, ég þarf að skila vinnuskýrslum fyrir hvern mánuð og ég veit ekkert leiðinlegra
Núna var ég með 31 blað sem ég þurfti að fara yfir í gær, telja, reikna út og bla bla bla... Skrifa skýrslu um þetta og um hitt líka, en ég kláraði þær vasklega og ég veit fátt skemmtilegra en að fara með þær og skila þeim
Fyrir jólin í fyrra sendi elsti sonur spúsa míns okkur skötu og það var svo mikið að helminginn setti ég í frost. Ok, ekkert merkilegt ég veit það, en síðan þá hef ég alltaf fundið lyktina af skötunni í hvert skipti sem ég opna frystiskápinn...
Mér hefur fundist lyktin óþægileg og verið að hugsa um það annað slagið að það væri kannski í lagi að láta hana bara hverfa...
En í morgun bar nýrra við... mér finnst lyktin ekkert betri en venjulega en ég fagna henni samt, af því að það er farið að styttast í annan endann til jóla og þetta er sko lykt sem fylgir jólaundirbúningi
Vitiði hvað, ég er farin að hlakka mikið til jólanna og það er yndislegt og svo meinhollt fyrir sálina líka, að hafa eitthvað til að hlakka til
Eigið góðan dag og ennþá betri viku
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 173248
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ragna mín: Góðan dag heillin góð
Veistu... kvekendið er í minnst 4 lögum af plasti, finn samt lyktina
Jónína Dúadóttir, 3.11.2008 kl. 08:37
Ég borða skötu einu sinni á ári og jú það er á þorláksmessu
hlakka mikið til jólanna og langar helst að fara að setja upp serírur...vantar e-hvað svo þessi kósýljós þessa dagana, fyrst Kastró gat frestað jólunum getur Dabbi þá ekki flýtt þeim hahahahahahahaha
Eigðu ljúfan dag
Jokka (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 08:57
Jokka mín: Ég keypti frekar hátt svona strítu-píramída-hvað það heitir ljós, á 1495 krónur í Bónus á laugardaginn, Jói segir að það sé ratljós fyrir hann á nóttunni þegar hann fer fram að pissa
Setti það við gluggann í borðstofunni og það er svo kósý, einmitt í þeim gírnum líka
Eigðu ljúfan dag líka mín kæra

Jónína Dúadóttir, 3.11.2008 kl. 09:06
Þetta er alveg að koma hér, ég meina jólastemmningin, en skötu ét ég ekki þó mér væri borgað fyrir. Hlýjar kveðjur inn í daginn
Ía Jóhannsdóttir, 3.11.2008 kl. 09:09
Ía mín: Spúsi minn var vanur skötu á Þorláksmessu, áður en við fórum að búa saman og ég vildi ekki taka það frá honum
Ég borða nú ekki mikið af henni, er alltaf með saltfisk líka
Hlýjar kveðjur inn í þinn dag
Jónína Dúadóttir, 3.11.2008 kl. 11:52
Varð nú bara bumbult að lesa þetta en vildi samt senda þér kæra kveðju inní nýjan dag
Líney, 3.11.2008 kl. 13:20
Mér verður hvorki flökurt né bumbult, fátt er meir þjóðlegt og hressandi en heitur skötubiti með hamsatólg og góðum kartöflum, sagt er því meira sem að kallarnir hafa pissað á skötuna því betri verður hún, ha, varð einhverjum óglatt. En ég mæti í mat til ykkar á þorláksmessu kæra Jónína

Heiður Helgadóttir, 3.11.2008 kl. 14:12
Skata og nógu mikið kæst, svo að manni svíði í augun, SLURP.
Eigðu góðan dag ljúfan
Kristín Gunnarsdóttir, 3.11.2008 kl. 14:46
Skata, oj bara.
En jólin koma bráðum, lalala.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.11.2008 kl. 14:52
Líney mín: Þakka þér fyrir

Heidi mín: Þú ert svo innilega velkomin í skötuna á Þorláksmessu

Kristín mín: Mér finnst hún skemmtilega vond og alveg ómissandi í jólastússinu
Eigðu líka góðan dag mín kæra
Jenný mín: Þú sem sagt vilt ekki koma í mat á Þorláksmessu ?
Jónína Dúadóttir, 3.11.2008 kl. 15:18
Skata er sælgæti Ninna mín, gott hjá þér að taka hana ekki frá manninum, algjörlega ástæðulaust. Ég hlakka líka til jólanna, yndislegur tími og það er örstutt í aðventuna bara fjórar vikur, er það ekki?
Sigríður Jóhannsdóttir, 3.11.2008 kl. 17:21
Skata
ooooojjjbarastasullumbullog.........


Birna Dúadóttir, 3.11.2008 kl. 17:50
Birna, þú kannt ekki gott að meta
Sigríður Jóhannsdóttir, 3.11.2008 kl. 17:57
M M M namm skata vel kæst alltaf hjá mér á þollák
og ég er svo heppin að eiga í frosti einu sinni í matinn auka
Dísa (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 19:00
Sigga mín: Mér finnst hún skemmtilega vond... eða var það leiðinlega góð
Þetta er hefð og ég elska jólahefðir
Fjórar vikur já....
Birna mín: Og ég sem elskuleg stóra systir ætlaði að bjóða þér í mat á Þorláksmessu... getur verið að þú viljir þá ekki koma

Dísa mín: Þú heppin

Jónína Dúadóttir, 3.11.2008 kl. 21:32
Það er svo gaman að fylla skýrslur út eða þannig en gaman að losna við þær.+
Ég veit um fátt verra en skötulykt.
Kveðja Skatti ljóti.
Skattborgari, 3.11.2008 kl. 21:37
Myndi ekki láta ná mér dauðri í mat hjá þér ef þú værir með skötu,bannsett vanþakklæti er þetta í minni
Birna Dúadóttir, 3.11.2008 kl. 21:50
Jólin eru svo nálægt að ég er þegar farinn að stinga mig í rassinn á þyrnunum á grenitrénu mínu - sko gervitrénu. Reyndar er það bara skrökvulygi - enda er ekkert hægt að stinga sig á því. En, ég er búinn að ná í ýmislegt jólatengt niður í geymslu - bara svona til að finna lyktina og kæta augun ... lyktina af kertunum sko og sona "jólaryklykt" og jamm!
Well, auðvitað sendi ég þúsundfallt jólakreist á þig ... en í þetta sinn máttu vel taka við því núna en ekki á jólunum, enda er þetta ekki pakkað, bara sent live án umbúða sko! Jólaknúserí .... :)
Tiger, 3.11.2008 kl. 21:52
Gleðileg Jól
Kveðja í skötulyktandi Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 4.11.2008 kl. 00:20
Skatti sæti: Ég er bara næstum því alveg sammála þér núna, bara þetta að ég hef fundið verri lykt en af skötu
Birna mín: Ég mundi sleppa skötunni ef þú kæmir í mat
Högni minn:Æðislegt að fá svona jólaknúserí, búin að taka við því og ég er með þér með jólaryklyktina, þekki hana
Skrönglaðist upp á háloft í gær og færði allt jólaskrautið alveg að stigagatinu

Steini minn: Gleðileg Jól með skötulykt og alles

Jónína Dúadóttir, 4.11.2008 kl. 05:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.