"Hvaða kreppukjaftæði er þetta alltaf hreint" sagði gamla konan og slökkti á sjónvarpinu með fjarstýringunni. "Þetta lið veit andskotann ekkert hvað kreppa er"
Ég vil taka það fram að blótsyrðin eru hennar
Þegar ég spurði hana svo hvað hún segði í dag svaraði hún: "Ekki rassgat" og glotti ferlega
Þetta er frábær kona, komin langt á níræðisaldur, móðir 9 barna sem öll eru á lífi, við góða heilsu og gengur vel í lífinu... það er að segja, sæl með sitt... ég er ekki að tala um peninga, set þá ekki á stall með hamingju eða sælu af neinu tagi
Annars er ég nú svolítið fúl yfir því að ég skyldi ekki hafa verið í viðskiptum við KB Banka... þá væri núna búið að þurrka út skuldirnar mínar, sem eru að vísu hvorki stórar né miklar en samt...
Hvað segiði, haldiði að þetta sé rangur misskilningur hjá mér ? Hm... það skyldi þó ekki vera ?
Ætli sumir séu eitthvað jafnari en aðrir ? Og svona venjulegt fólk eins og ég og flestir íslendingar bara alls ekki með í því
Þetta eru fíbbl
En annars ferlega góð og sendi ykkur bestu kveðjur inn í daginn, með óskum um að einmitt þessi dagur, verði besti dagurinn í lífi ykkar hingað til










Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Oh svona ætla ég að verða tíhí...
gömul kona með ákveðnar skoðanir og góðan húmor hahaha...
Eigðu góðan dag sömuleiðis
Jokka (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 08:26
Ragna mín: Segi það með þér

Jokka mín: Svona eiga þær sko að vera

Jónína Dúadóttir, 4.11.2008 kl. 08:31
Þau gömlu vita sínu viti,hafa gengið í gegnum margar verri kreppur en þetta alveg örugglega,segi fyrir mig að mér finnst gaman að hlusta á eldra fók rifja upp gamla daga,fólkið sjálft hefur gaman að því og hefur oft engan sem nennir að hlusta á sig heldur,þannig að ég slær tvær flugur í einu höggi með þessu,sendi þér knús inní daginn,myndirnar vilja ekki birtast hjá mér í augnablikinu þannig að það ´kemur bara næst.
Líney, 4.11.2008 kl. 08:35
Það er ótrúlegt hvað sumt fólk lfir lengi í dag. Ástandið var verra í gamla daga að mrgu leiti og fólk gerir allt aðrar krögur í dag en þá. Ég vona að ég verði dauður um 40.
Kveðja Skattborgari hinn ljóti.
Skattborgari, 4.11.2008 kl. 09:00
Svona vil ég enda lífið, sem gömul hress kelling með fjarstyringu, og þægilega góða konu sem að lítur inn til mín og spyr hvernig að ég hafi það. Eigðu góðan dag gullið
Verst hvað skattborgari virðist vera leiður á lífinu
Heiður Helgadóttir, 4.11.2008 kl. 09:45
Líney mín: Rétt hjá þér, þau hafa sko lifað tímana tvenna og við höfum alveg tíma til að hlusta, verðum bara að gefa okkur hann
Knús til þín skvísan mín
Skatti sæti: Ég vil meina að fólk hafai gert raunhæfari kröfur til lífsins á árum áður
Blessaður góði, þú verður allra kalla elskur og... skemmtilegastur
Heidi mín: Það er ekki leiðinleg framtíðarsýn
Hann Skatti sæti sko...ég held að einhver hafi verið vondur við hann strákinn... þess vegna er hann svolítið dán... stundum
Eigðu góðan dag líka elskuleg
Jónína Dúadóttir, 4.11.2008 kl. 09:56
Heidi. Ég er leiður á lífinu og vona að ég drepist vel fyrir 40 en því miður þá eru sennilega ekki miklar líkur á því nema ég geri það sjálvur.
Jónína. Það er rétt að mörgu leyti að fólk hafi gert raunhæfari kröfur í gamla daga.
Ég mun ekki kalla mig annað en sannleikan.
Kveðja Skattborgari hinn ljóti.
Skattborgari, 4.11.2008 kl. 10:07
Takk fyrir að vera svona dugleg að kíkja við hjá mér. Er algjör lasarus í dag!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 11:18
Góð sú gamla! Og tek undir þín orð, þetta eru fíbbbbbllllllll!!!!!!!!!
Ía Jóhannsdóttir, 4.11.2008 kl. 11:36
Flott kerla. Knúsaðu hana frá mér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.11.2008 kl. 11:50
Jamm,sumt fólk er fíbbl
Hann þarna Skattborgari vinur þinn er aftur á móti alveg eðal
Birna Dúadóttir, 4.11.2008 kl. 12:39
Skatti sæti: Jamm... og jæja bara líka
Jóhanna mín: Mín er ánægjan, æi angaskinnið
Ía mín: Hún er með þeim flottari og henni finnst þetta líka vera fíbbl
Jenný mín: Geri það
Birna mín: Hann Skatti minn... já, en hann virðist nú samt ekki hafa neina eðalskemmtun af lífinu
Jónína Dúadóttir, 4.11.2008 kl. 13:41
Það er sko alveg öruggt að sumir eru jafnari en aðrir... en ég er líka viss um að við hin sofum betur en þeir. Allavega hvað samviskuna varðar...ef þeir vita þá eitthvað hvað samviska er
Frábær sú gamla. Þetta er fólkið sem veit sínu viti.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 4.11.2008 kl. 14:02
Já þetta með KB banka, Ég er í honum, ég held að ég seigi honum upp.
Kærleikur til þín Jónína mín
Kristín Gunnarsdóttir, 4.11.2008 kl. 16:10
Flott kona
. Það dugar víst ekki að vera viðskiptavinur til að fá niðurfelldar skuldir hjá bönkunum. Venjulegur þræll fær sko ekkert, bara lykilmenn bankanna og nánustu fjölskyldumeðlimir
. Það er mikil skítalykt af öllu þessu batteríi svo ekki sé meira sagt
Sigríður Jóhannsdóttir, 4.11.2008 kl. 18:05
Eigum við bara ekki að segja að ég hafi kynnst líkamlegum og andlegum pyntingarvélum of vel.
Kveðja Skatti hinn forljóti.
Getur einhver bent mér á óhollari matvöru en beikon?
Skattborgari, 4.11.2008 kl. 19:27
Beikon og franskar ætti að vera góður kvöldmatur. Fæ mér það á morgun.
Takk fyrir góða hugmynd Hjördís.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 4.11.2008 kl. 19:40
Góður
Birna Dúadóttir, 4.11.2008 kl. 20:12
KB banki skítaplebbar voru greinilega þar við völd
lengi lifi sparisjóðirnir
við vitum náttúrulega ekki hvað kreppa er
og vonandi þurfum við ekki að kynnast því
Dísa (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 20:44
Sigrún mín: Ég er ein af þeim sem sef alltaf vel
Kristín mín: Gangi þér vel

Sigga mín: Og þá erum við að tala um skítalykt ekki skötulykt
Jónína Dúadóttir, 4.11.2008 kl. 22:03
Hjördís mín:Minnir að ég hefi lesið eitthvað um það í gömlum pistli hjá þér
Skatti minn sæti: Æi skinnið mitt, lífið er vist ekki alltaf dans á rósum
Að vísu hef ég aldrei skilið hvað væri gott við það... rósir hafa þyrna
Birna mín: Já hann er nebblilega bara nokkuð góður
Dísa mín: Lengi lifi sparisjóðurinn

Jónína Dúadóttir, 4.11.2008 kl. 22:08
Fíbbl, jamm það held ég líka.


og hlakka til næsta "hittings"
En jafnari en aðrir? Ja, fíbblin eru örugglega algjörlega jöfnust!
Við hin, þessi ójöfnu, erum samt frábær, með fallega sál og góða vitund og enga fjármuni. Það hefur semsagt ekkert breyst, he,he.
Takk fyrir síðast mín kæra
ps. -Mér datt í hug ein gömul kona sem sagðist hafa tekið þátt í laufabrauðsskurði þegar hún var þriggja ára! Ég trúi henni nú eiginlega en bara ekki að hún hafi verið þriggja.... Þessi kona er samt frábær, jákvæð og glaðlynd og hefur örugglega lifað verri daga en núverandi kreppudaga.
Hóffa (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 22:25
Já Ninna mín, skötulykt og skítalykt er sko tvennt ólíkt
Sigríður Jóhannsdóttir, 4.11.2008 kl. 22:33
Hóffa mín: Innilega sammála, það hefur ekkert breyst
Takk fyrir komuna mín kæra vinkona og ég hlakka líka til næst

Sigga mín: Nákvæmlega
Hjördís mín: Lógískt
Jónína Dúadóttir, 5.11.2008 kl. 05:57
Hjördís mín: Ég var búin að fatta að þú fæddist með haus og hala
Jónína Dúadóttir, 5.11.2008 kl. 07:32
Jónína Dúadóttir, 5.11.2008 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.