... á afmæli í dag
Hún er að vísu ekkert svakalega lítil, fædd 1980 og orðin virtur og örugglega líka virðulegur, félagsráðgjafi í Gautaborg
Til hamingju með afmælið elsku Kata mín
Svo hringdi eldri sonur minn í gærkvöldi með þær yndislegu fréttir, að þau hjónin eiga von á sínu öðru barni með vorinu, bara æðislegt
Og Obama var kosinn forseti Bandaríkjanna, meiriháttar
Það eru alveg að koma jól og það er enginn snjór úti að ráði, þetta má ekki vera betra þá verður þetta bara verra
Ég hef alltaf haldið því fram að ég sé eftirlætisbarn tilverunnar og ég trúi því statt og stöðugt, ég fæ alltaf allt sem ég vil
Með örfáum undantekningum að vísu en gullfiskaminnið mitt reddar því alveg, ég man aldrei eftir neinu sem ég þarf að kvarta yfir, svoleiðis
Það er kominn miðvikudagur, einn af betri dögum vikunnar að öllum hinum dögunum ólöstuðum samt, en nú er vinnuvikan hálfnuð og farið að styttast í helgina, sem er alltaf ánægjulegt
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra, er á fullu að prjóna fyrri ermina á peysuna handa "með vorinu stóru systir" og svo verð ég að fá mér aðeins meira kaffi og... líka
Eigið yndislegan dag þið öll og munið endurskinsmerkin, það er dimmt úti














Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ragna mín: Þakka þér fyrir mín elskuleg

Jónína Dúadóttir, 5.11.2008 kl. 08:13
Innilega til hamingju með þetta allt saman,kær kveðja norður
Líney, 5.11.2008 kl. 08:30
Awww til hamingju með alla fjölskylduna
gaman að fá svona pistil á annars dimmum og frekar vindasömum morgni
Eigðu góðan dag heillin mín
Jokka (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 08:31
Hahaha skemmtileg jákvæðni þetta "gullfiskaminnið reddar því bara" þetta er rétti andinn. Gaman að hafa svona jákvætt og skemmtilegt fólk eins og þig í "kringum sig" á blogginu
Innilegar hamingjuóskir með dótturina og bumbukrílið
Eigðu góðan dag 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 5.11.2008 kl. 08:53
Líney mín: Takk vina mín og bestu kveðjur til þín líka

Jokka mín:Æts... takk elskið mitt

Sigrún mín: Þakka þér kærlega fyrir og þakka þér kærlega fyrir

Jónína Dúadóttir, 5.11.2008 kl. 08:57
Til hamingju með dóttur og tilvonandi aukningu. Bara frábært.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.11.2008 kl. 08:58
Jenný mín: Þakka þér fyrir mín kæra, já þetta er baaaaara frábært

Jónína Dúadóttir, 5.11.2008 kl. 09:01
Birna Dúadóttir, 5.11.2008 kl. 09:28
Birna mín: Takk skvísa mín

Jónína Dúadóttir, 5.11.2008 kl. 09:30
Baaaara góðar fréttir. Innilega til hamingju vinkona!
Ía Jóhannsdóttir, 5.11.2008 kl. 09:38
Ía mín: Nákvæmlega baaaaaara góðar
Þakka þér fyrir vinkona
Jónína Dúadóttir, 5.11.2008 kl. 09:49
Til hamíngju með stelpuna þína Jónína mín og barnabarnið sem kemur með vorinu, bara yndislegt
Kristín Gunnarsdóttir, 5.11.2008 kl. 10:10
Til hamingju með dótturina, og með prjónaskapinn. Ég get því miður ekki sagt sömu sögu um myndarskapinn hjá mér, hef stundum talað um að gaman væri nú að fara að prjóna, af einhverjum undarlegum ástæðum er eins og að allir fái eitthvað í hálsinn þegar að ég minnist á þetta.


Eigðu góðan dag heillin.
Heiður Helgadóttir, 5.11.2008 kl. 10:44
Til hamingju með dótturina og allt saman!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.11.2008 kl. 13:01
Til hamingju með þá litlu... Á eins svona "litla" sjálfur sem varð reyndar 29 um daginn og ég kalla hana sko ennþá Ossu Bossu. Og nú er barn númer 2 á leiðinni hjá henni( á einn 1 1/2 árs fyrir) og ég var einmitt að fá sendar sónarmyndir frá tengdasyninum með subjectinu: Bambínó 2009 árgerðin!
Kveðja í moldríkan Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 5.11.2008 kl. 14:34
Kristín mín: Þakka þér fyrir heillin, já bara yndislegt

Heidi mín: Þakka þér fyrir mín kæra
Hvað segirðu, af hverju lætur fólkið svona ? Ertu ekkert svona prjónakonuleg ?
Jóhanna mín: Takk vina mín og góðan bata

Steini minn: Takk fyrir það og sjálfur til hamingju með tilvonandi fjölgun
Kveðja frá milljóneranum norður við heimskautsbaug
Jónína Dúadóttir, 5.11.2008 kl. 16:42
Ég get líka sko sagt þér að það er von á bumbubúum hérna megin líka - x5 - með vorinu næsta. Neinei ... ég var ekki að troða 5 sinnum í ... eehhhh ... ahh sko jú know! Nei, það eru núna systkynabörnin mín sem eru að hella sér í fjölskyldustækkanir, minns er alveg saklaus núna sko!
Ég ætla sko ekki að setjast niður og prjóna eitt eða annað - ætla bara að kaupa peysur eða sokka eða húfur - allt tilbúið bara. En ég hef svo sem engan tíma í prjónaskap, ekki að ég kunni ekki að prjóna sko - get alveg prjónað trefil - sko allt sem er ekki með beygjur og snúninga ...
Ég fór í gær og keypti 8 jólagjafir - en mér blöskraði þegar ég kom til baka og sá að nágrannakerlingin mín er búin að setja upp JÓLAGARDÍNURNAR!!! Way to soon sko - ég er jólasveinn - en ég set ekki upp jólagardínur í byrjun nóvember ... únei!
En, hvað um það - ég er þó það mikill jólasveinn að ég get vel sent þér fulltaf jólaknúsum skko! Sendi hér með stóran pappakassa - fullan af jólaknúsum sem þú getur svo hellt yfir gesti og gangandi - svona ef þú myndir nú verða sjálf uppiskroppa með þau. Ég á samt ekki von á því að svona bilað geggjað jákvætt jólabarn verði nokkurn tíman uppiskroppa með jólaknús - en þá getur þú alltaf bara gefið kanelsnúða í staðinn, eða piparkökur!
Jólaknúserí ...
Tiger, 5.11.2008 kl. 17:20
Til hamingju með þetta allt saman
Jóhanna Pálmadóttir, 5.11.2008 kl. 18:20
Elsku Ninna mín til hamingju með þetta allt saman

Dísa (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 18:47
Til hamingju með Kötu sætu
skilaðu kveðju til hennar þegar þú heyrir frá henni
. Æðislegt að vera að verða amma aftur, æði, til hamingju með það mín kæra

Sigríður Jóhannsdóttir, 5.11.2008 kl. 19:20
Högni minn: Þú ert nú alveg eðaleintak af manneskju jólaálfurinn minn
Þakka þér fyrir minn kæri og 5 sinnum til hamingju með fjölgunina í þinni fjölskyldu
Knús og alveg sérstaklega jólaknús koma sér alltaf vel, alveg jafn gott að þyggja þau eins og að gefa þau

Jóka mín: Takk fyrir það elsku litla systir mín

Dísa mín: Kærar þakkir vina mín

Sigga mín: Þakka þér fyrir elskuleg, ég skal skila því til Kötu
Já ég held það verði bara æðislegt að verða amma aftur
Jónína Dúadóttir, 5.11.2008 kl. 21:40
Gangi þér vel i dag og til hamingju með dóturina og ekki leiðinlegt að eiga von á barnabarni.
Kveðja Skatti ljóti.
Skattborgari, 5.11.2008 kl. 22:13
Skatti minn sæti: Þakka þér fyrir elskulegur

Jónína Dúadóttir, 5.11.2008 kl. 22:17
Til hamingju með alla þína hamingju
Erna Evudóttir, 5.11.2008 kl. 23:27
Til hamingju med dóttluna
Góður árgangur
á sjálf eina fædda 80.
, 6.11.2008 kl. 04:06
Erna mín: Takk fyrir það
Dagný mín: Þakka þér fyrir, þetta er flottur árgangur
Jónína Dúadóttir, 6.11.2008 kl. 05:23
Ég á eina svona fína stelpu líka fædda 1980 þann 28. desember, hagfræðingur í Seðlabankanum, draumbarn með meiru, metnaðargjörn, samviskusöm og góð.
Kolbrún Baldursdóttir, 6.11.2008 kl. 21:49
Jónína Dúadóttir, 7.11.2008 kl. 05:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.