Rúmlega....

Aðeins farin að taka eftir einni og einni jólaseríu í gluggum hérna í bænum, það er svo dimmt þegar það er svona algerlega snjólaust, svo mér finnst það bara fíntInLove Allt í lagi að þetta komi upp hægt og rólega, en ég byrja samt alls ekki strax, enda eigum við ekki nóg af jólaskrauti í allt þetta hús, íbúðin í Fjallakofanum sællar minningar, var helmingi minni en húsið sem við eigum í dag. Svo ég sé fram á þær skelfilegu hremmingar að neyðast til að fara að kaupa jólaskraut og seríur og solleiðis.... þetta er skrökvulygi sko, mér finnst það alveg ofsalega gaman, alltof gaman eiginlegaLoL Ég er samt aðeins farin að hafa vit fyrir sjálfri mér... skildi til dæmis veskið mitt eftir úti í bíl í gær þegar ég fór í RL búðina til að græja rúmkaupin fyrir mömmu...Joyful Vissi sem var að ég hefði bara alls ekki tíma til að hlaupa út til að sækja veskið þó ég sæi eitthvað sem mig langaði í, var að þessu í hádeginu og var passlega búin þegar klukkuna vantaði 4 mínútur í vinnutímann... og fjórar mínútur eru sko ekki nóg fyrir mig, til þess að versla jólaskraut. Þetta er ýmist kallað rassvasasálfræði eða hundasálfræði, á fagmáliTounge Lét senda henni rúmið heim og fór svo eftir kvöldvinnuna og reif utan af því og skellti því á fæturna...Cool Hljómar ferlega kerlingargrobbslega sem það er, hélt hreinlega ég dræpist við að koma dýnunni upp á rúmbotninn, hún sígur í ...1.20 x 2 og 40 sm þykk... en á fór hún og ég vona svo bara að frúin hafi sofið vel í nýja rúminuGrin Gamla rúmið hennar fer svo beinustu leið í ruslagám seinna í dag, það á ekki heima annarsstaðar sérstaklega ekki eftir meðferðina sem það fékk hjá mér, þegar ég var að taka það í sundurWink Eigið nú góðan dag elskurnar mínar allarSmile Heart Og svo síðast, en alls ekki síst : Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Skil þigEigðu góðan dag

Jónína Dúadóttir, 6.11.2008 kl. 08:10

2 identicon

Oh ekki segja þetta, núna langar mig til að fara út og setja upp seríurnar á sólpallinn, það er svooo notalegt og kósý í þessu myrkri en ég meina það er kominn nóvember, það er ekki frost og snjór, er þá ekki hentugt að nota tækifærið...

Eigðu góðan dag heillin mín

Jokka (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 08:19

3 Smámynd: Skattborgari

Ég setti ekkert jólaskraut upp í fyrra og ætla ekki heldur að gera það núna í ár. Fæ nóg af því í búðum og allstaðar. Vonandi verður kellingin ánægð með nýja rúmið sitt.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 6.11.2008 kl. 08:37

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Mér finnst nú bara kósý að sjá eina og eina jólaseríu komna upp. Fer nú að huga að því fljótlega að koma þessu dóti fyrir. Aðventan byrjar 30. nóv og þá verður kveikt á mínum seríum. Góð þessi hundasálfræði, ætti að prófa að nota hana á sjálfa mig  Mér finnst þú ekkert vera með neitt kerlingagrobb, þetta heitir á mínu máli að bjarga sér  Eigðu góðan dag

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 6.11.2008 kl. 09:40

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert algjör forkur til að gerða mín kæra.

Sko, ég get ekki beðið eftir að kveikja á ljósum.

Búin að þvo jólagardínurnar fyrir eldhúsið.

Ástandið í þjóðfélaginu kallar á að við höfum notalegt í kringum okkur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.11.2008 kl. 12:28

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Settu bara seríurnar á sólpallinn, jólin eru bara rétt handan við hoddnið

Skatti minn sæti: Já KONAN hún móðir mín er vonandi ánægð með rúmið  Það þarf enginn að setja upp jólaskraut sem ekki vill það

Sigrún mín: Alveg sammála og ég hlakka svo tilEigðu líka góðan dag

Jónína Dúadóttir, 6.11.2008 kl. 12:34

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jenný mín: Þegar enginn annar er til þess þá verð ég annað slagið að taka til hendinniSammála þér með ástandið og notalegheitin, hlakka líka til að fara að kveikja ljósinÉg á alveg eftir að kaupa mér jólagardínur, er að bíða eftir aaaaaðeins meira úrvali í verslun RL hér á Akureyri

Jónína Dúadóttir, 6.11.2008 kl. 12:38

8 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Mér líst bara ljómandi vel á þetta með seríurnar, veitir nú ekki af að gera svolítið notalegt hjá sér í kreppunni. Er skattborgarinn ekki komin í neitt jólastuð.

Heiður Helgadóttir, 6.11.2008 kl. 13:11

9 Smámynd: Birna Dúadóttir

Töluvert um jólaseríur í gluggum í Kef.Rétt í lok október eru komnar seríur í glugga á einni blokkinni rétt hjá mér,Soldið snemmt finnst mér

Birna Dúadóttir, 6.11.2008 kl. 13:36

10 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Hvergi hef ég séð seríur her í Vejle, en það byrjar nú sennilega fljótlega, ég er að hugsa um að setja seríur hjá mér um miðjan mánuð.

Kærleikur til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 6.11.2008 kl. 14:16

11 Smámynd: Líney

Hér í sandgerði er komin upp ein og ein sería og ég kveikti á  stjörnu seríunni minni í forstofunni  núna eitt kvöldið,hún var  uppihangandi  siðan um sandgerðisdaga  þannig að það eina sem ég þurfti að gera  var að setja í samband,það var nokkuð auðvelt skal ég segja þér,þetta er glær sería,setti glært í alla glugga í fyrra og skipti út þessum marglitu,börnin voru nú  ekki alveg nóguánægð með þetta,vilja hafa marglitt.

Ég fer að týna  upp í einn og einn glugga,sp hvort ég kveiki svo nokkuð á fyrr en um miðjan,eða  jæja ég sé bara til  með það.

Faðmlag til þín ofvirka  kona

Líney, 6.11.2008 kl. 15:00

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Kraftur í minni bara skelltir heilu rúmi saman og tókst í sundur annað hehehe þetta kallar maður að láta hendur standa fram úr ermum.

BURT MEÐ SPILLINGARLIÐIÐ!!!!!!

Ía Jóhannsdóttir, 6.11.2008 kl. 15:12

13 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Ninna þú ert forkur, ég breyttist í eymingja þegar ég fattaði að ég þyrfti ekki að gera neitt svona, karlpeningurinn gæti sko séð um það. Einstæða móðirin sem bjó við hliðina á þér, boraði, málaði, skrúfaði, rafmagnaði (það er að skipta um klær og svona) og svo lengi mætti telja. Nú sit ég bara og er upptekin við að vera kvenleg og sæt

Hafðu það gott dúllan mín

Sigríður Jóhannsdóttir, 6.11.2008 kl. 19:19

14 identicon

Halelúja

Dísa (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 19:26

15 Smámynd:

Já það er mikið myrkrið í dumbungnum og ég var einmitt að hugsa um að setja dáldið meiri birtu við framdyrnar. Hvort það verður sería eða annarskonar ljós í gluggan kemur ljós þegar ég má vera að því að fara í gegn um restina af kössunum mínum. Á enn eftir að pakka upp úr nokkrum sem standa úti í bílskúr síðan í flutningunum í ágústlok. Gríðarlega framtakssöm - eða þannig   En þú ert helv. dugleg í þessu rúmamáli- en það er eins gott að kunna sitt lítið af hverju þegar maður hefur ekki marga til hjálpar. Þannig hugsaði ég a.m.k.þegar ég keypti mér borvélina um árið orðin leið á að biðla til og bíða eftir karlkyns vinum og vandamönnum að redda mér

, 6.11.2008 kl. 21:23

16 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Æ þið jólakonur, er ekki nóg að hafa hjörtu á öllum götuljósum? það minnir á jólaskraut sem blikkar. Knús til þín.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 6.11.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband