Nú er ég svoleiðis algerlega krossbit....

... og svo gjörsamlega yfir mig... ég veit það ekki... forviða, hneyksluð, brjáluð... yfir frétt sem ég las hérna á vefmiðli í morgun. Þar er sagt frá manni sem með háskaakstri drap tvær manneskjur, mann um þrítugt og litla stúlku og stórslasaði ungan dreng... Ég man eftir þessu slysi... hræðilegt... og ég man að ég hafði meðal annars virkilega samúð með þessum ökumanni, það hlyti að vera hræðilegt að valda svona hörmungum og þurfa að lifa áfram, með vitneskjuna um það hvað hann gerði. Þetta þurfti svo sannarlega ekki að gerast, ef hann hefði ekki keyrt eins og brjálæðingur... Það er kannski ljótt, en nú er ég algerlega hætt að hafa samúð með fíflinu... hann hefur 9 sinnum verið tekinn fyrir ofsaakstur... eftir að hann drap þetta fólk... með ofsaakstri ! Mig vantar orð sem er algerlega í mótsögn við samúð... og ég ætla ekki einu sinni að reyna að skilja hvað fíflinu gengur til, ég er bara ofsalega ánægð yfir því að hann skuli kvíða fyrir því að fara í fangelsi í eitt ár... það var dómurinn sem hann fékk og ekki skilorðsbundið neitt. Honum má alveg líða illa, honum á að líða illa... en það ætti að vera út af því sem hann olli með helvítis kæruleysi og algjöru virðingarleysi fyrir öðrum og annarra lífi... en ekki yfir því að hann skuli þurfa að gjalda fyrir glæpinn ! Þó hann þyrfti að fara í fangelsi í þúsund ár þá getur hann aldrei bætt neitt úr því sem hann gerði, hann getur ekki lífgað við manninn og litlu stúlkuna og hann getur ekki gert neitt til að ungi drengurinn standi upp úr hjólastólnum... Mér finnst að hann eigi að afplána í Mexiko eða einhversstaðar þar sem fangelsin eru ekkert í líkingu við hótelin sem er boðið upp á, af Fangelsismálastofnun hér á landi... Yfir og út... Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sendu helv. hingad til Thailands. Fangelsin herna ku vera tannig ad tad vill enginn fara tvisvar tangad!

gudrun magnea helgadottir (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 06:55

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Gæti ekki verið meira sammála

Erna Evudóttir, 7.11.2008 kl. 07:07

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Guðrún Magnea: Mundi með ánægju gera það ef ég réði

Erna mín: Er annað hægt ?

Jónína Dúadóttir, 7.11.2008 kl. 07:29

4 identicon

sammála hann hefði átt að fá ár í viðbót fyrir hvert þessara 9 brota í viðbót

Dísa (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 07:50

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dísa mín: Eins og talað út úr mínu hjartaBestu kveðjur norður fyrir hnífapör

Jónína Dúadóttir, 7.11.2008 kl. 07:57

6 identicon

Hvað er að svona fólki? Er mannslíf einskins virði í augum þessa manns? Hvað þarf til að hann átti sig á þessu? Þarf drengurinn í hjólastólnum að tala við hann, eða syrgjandi ættingjar? Ætli það dugi til??? Er það nema von að maður treysti dýrum frekar en manneskju

En að öðru leyti, góða helgi ljúfan

Jokka (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 08:33

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Ég veit það svo sannarlega ekki...

Góða helgi líka elskuleg

Jónína Dúadóttir, 7.11.2008 kl. 08:36

8 Smámynd: Skattborgari

Þetta er alltof lágur dómur fyrir manninn og það er gott að honum kvíður fyrir honum og ég vona að honum líði illa yfir honum því hann iðrast greinilega ekki.

Það sem er að þessum manni er að hann er siðblindur og þannig fólk er oft  hættulegt.

Hann á ekki að fá að aka bíl framar.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 7.11.2008 kl. 09:26

9 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

1'ar, er ekki í lagi, hann á skilið mikið meira og helst á hann að afplána í Thailandi, ég hef heirt að það sé algjör hríllíngur. Her mígrignir og hvasst, best að vera inni í hitanum með kertaljósin.

Kærleikur til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 7.11.2008 kl. 09:28

10 Smámynd: Líney

Ég skil þetta ekki  heldur,sorglegt fyrir alla aðila

Líney, 7.11.2008 kl. 09:38

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari: Innilega sammála !

Kristín mín: Nei, eitt ár er einhvernveginn ekki nóg...

Farðu vel með þig mín kæra og góða helgi

Jónína Dúadóttir, 7.11.2008 kl. 09:40

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Líney mín: Já skelfilega....

Góða helgi vina mín

Jónína Dúadóttir, 7.11.2008 kl. 09:44

13 Smámynd:

Ég er ekkert viss um að hann myndi eitthvað hugsa málið betur við lengri og verri fangelsisvist. Það sem væri líklega best í stöðunni væri að dæma hann til margra ára samfélagsþjónustu. Hann gæti t.a.m. unnið við aðhlynningu á Grensásdeild eitt til tvö kvöld í viku. Það mætti líka skikka hann til að segja sögu sína í ökuskólanum þannig að verðandi bílstjórar geti séð hverslags asni hann er. Og hann á vitaskuld ALDREI!! að aka vélknúnu ökutæki aftur.

, 7.11.2008 kl. 11:25

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Það er trúlega rétt hjá þér, fyrst hann hugsar ekkert þó hann sé búinn að valda þessu slysi... Það var held ég ekki tekið fram hvort hann missti prófið, en ég tel það svo sjálfsagt bara. Samfélagsþjónusta er fín hugmynd.

Jónína Dúadóttir, 7.11.2008 kl. 12:17

15 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Þessum manni er allt annað en vorkunn, þetta er með því viðurstyggilegasta sem að ég hef lesið um í lengri tíma. Og dómurinn er vægt til orða tekið hlægilegur, en kemur mér ekki á óvart, þar sem að það er meira áríðandi að dæma smá glæpóna, og birta nöfnin á þeim, en að láta morðingja og nauðgara fá almennilega dóma. Uss, fuss yfir þessu öllu saman. Kveðja frá rigníngu og roki.

Heiður Helgadóttir, 7.11.2008 kl. 12:28

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heidi mín: Tek undir ussið og fnussið...  Kær kveðja í rigningu og rok, úr sólarglætu og logni

Jónína Dúadóttir, 7.11.2008 kl. 12:35

17 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Mér finnst nú eitt ár alveg fáránlegt miðað við þann skaða sem maðurinn olli og aldrei verður aftur tekinn. Svona maður mun örugglega halda áfram að keyra þó hann missi prófið...hann virðist ekki geta lært af reynslunni. Í fínu lagi að hann sé kvíðinn og líði illa, honum líður pottþétt ekki verr en þeim sem urðu fyrir miklum missi af hans völdum. Knús í lognið

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 7.11.2008 kl. 15:14

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hann virðist samviskulaus þessi drengur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.11.2008 kl. 16:36

19 identicon

Ég las þetta líka og hugsað með mér; hvað er að þessum hálfvitum, manndráp af gáleysi. Er það gáleysi að keyra eins og andskotinn sé á eftir manni?? eða innan í manni?? 
Og hann iðraðist ekki baun, helv....fíflið, verandi valdur að dauða litlu stúlkunnar og vinar síns auk þess að örkumla ungan dreng!!!
Þessi mannræfill var sviptur ökuréttindum í fjögur ár og þar sem hann er svo kvíðinn að fara í fangelsið í eitt ár þá væri einmitt gott að næstu þrjú ár þar á eftir yrði hann í samfélagsþjónustu á Grensás. Þá fengi hann kannski smá glóru í kollinn.

Hóffa (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 17:22

20 identicon

ps. ég veit reyndar ekki hvort maðurinn sem lést í þessu slysi var vinur ökumannsins en hann var farþegi í bíl hans.
Þótt maður sé æstur þá er óþarfi að fara fram úr sjálfum sér.

Hóffa (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 17:24

21 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Ég man ekki betur en að þessi ökuníðingur hafi komið fram í fjölmiðlum þar sem hann lýsti því yfir að hann bæri ekki ábyrgð, honum fannst hann ekki hafa gert neitt af sér. Gáleysi var þetta ekki, maður keyrir ekki óvart alltof hratt.

Sigríður Jóhannsdóttir, 7.11.2008 kl. 17:29

22 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það á bara að taka manninn og ............ og svo að ...........og enda með að............

Birna Dúadóttir, 7.11.2008 kl. 18:04

23 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já sammála að þetta virðist vera samviskulítill maður.  Mikið hlítur að vera að honum. 

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 7.11.2008 kl. 21:47

24 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Birna, bara strigakjaftur

Sigríður Jóhannsdóttir, 7.11.2008 kl. 22:27

25 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

En ég er sammála þér Birna mín

Sigríður Jóhannsdóttir, 7.11.2008 kl. 22:29

26 Smámynd: Skattborgari

Ég vona það að ég verði næsta fórnarlamb ökuníðings. Þá kemst ég í blöðin og það verður munað eftir mér.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 7.11.2008 kl. 22:45

27 identicon

Kanski

Dísa (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 22:48

28 identicon

Skattborgari Kanski verður þér að ósk þinnien ég vona ekkief þig langar að komast í blöðin sendu þá bara jákvæða frétt í þau.og bastakveðja

Dísa (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 22:54

29 Smámynd: Skattborgari

Dísa. Ég vona að hún rættist og ég endi í kistu ef ég lendi í árekstri við ökuníðing.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 7.11.2008 kl. 22:56

30 identicon

Þín vegna vona ég að þú lendir í kistu ef von þín rætist sem ég vona að gerist EKKIVERTU JÁKVÆÐUR ÞAÐ ER SVO GOTT

Dísa (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 23:03

31 Smámynd: Skattborgari

Af hverju vonarðu að ósk mín rættist ekki? Ég vona að hún geri það og að ég verði á mótorhjóli ef það skeður.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 7.11.2008 kl. 23:06

32 identicon

Okkur veitir ekki af að eiga alla Íslendinga sem til eruég held líka að þig langi að vera til þegar þessari krísu líkur sem þjóð okkar er í

Dísa (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 00:58

33 identicon

Ninna mín nú verður þú að leggja mér lið með skattborgarann okkar. ég þekki föðurinn sem lenti í árekstrinum við þennan ökuníðing og ég vil ekki að fleyri fjölskyldur lendi í því sama og hann

Dísa (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 01:02

34 Smámynd: Skattborgari

Dísa. Það er til nóg af Íslendingum í dag og það er vandamál með fólksfjölda í mörgum löndum í dag. Ég er ekki viss um að við munum komast úr henni þegar það er tekið mið af því hve vanhæf stjórnvöld eru.

Ég vona það innilega að faðirinn jafni sig eins mikið og mögulegt er. Það er leitt að sonurinn skuli vera lamaður og ég vona að öll fjölskyldan jafni sig eins mikið og er mögulegt. Það er ekki gott að missa barn og hann og fjölskyldan mun aldrei jafna sig eftir þetta áfall því miður.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 8.11.2008 kl. 01:25

35 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dísa mín: Skattborgari hefur gaman af að reyna að ganga fram af fólki, en eins og sést á síðustu athugasemd hans þá er hann málefnaleg og hlý manneskja undir stríðninni

Sigrún, Jenný, Hóffa, Sigga, Birna, Dúna: Takk fyrir áhugann á bullinu mínu elskurnar, þið eruð krútt

Jónína Dúadóttir, 8.11.2008 kl. 05:19

36 identicon

hann er óborganlegur þessi skattborgari

Dísa (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 10:21

37 Smámynd: Skattborgari

Jónína. Ég er ekki svo hlýr en ég reyni alltaf að vera málefnalegur.

Dísa. Ég er dáltið skrýtin og ég veit af því.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 8.11.2008 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband