Líklega er ég nú ekki virðulegasta amman í veröldinni og þó víðar væri leitað...
En það er alveg ofsalega gaman að vera amma, fyrstu barnabörnin mín eignaðist ég fyrir 6 árum síðan, tvær litlar yndislegar dúllur þá 3 og 4 ára, sem ég fékk með spúsa mínum
Síðan komu öll hin barnabörnin hans í kjölfarið og núna eru þau orðin 12 barnabörnin okkar og 13. á leiðinni. Þrír úr þessum hópi gista hérna í nótt, þeir eru fjörugir og frískir strákar 7 og 8 og 10 ára, þægir og góðir líka og rosalega gaman að vera með þeim
Yngsta barnabarnið hún Linda Björg kom í heimsókn í fyrradag með mömmu sinni, ég kalla hana stundum Lindu beibí og gerði það um leið og ég rétti henni eitthvað, hún var snögg uppá lagið og svaraði "Takk fyrir amma beibí" og svo skríkti í henni
Mér finnst svo yndislegt að vakna snemma á laugardagsmorgni, hress og úthvíld, vitandi það að ég þarf ekki að fara í vinnu fyrr en klukkan 5 og ég get gert það sem mig langar til og sleppt bara því sem mér sýnist
Núna á eftir er ég til dæmis að fara að prjóna, af því að mér finnst það gaman og ætla mér að klára seinni ermina á peysuna handa Lindu og þá taka við þrennir lopaleystar á næturgestina okkar
Lífið er ljúft, þrátt fyrir allt... eigið góðan dag og ennþá betri helgi elskurnar mínar allar








Flokkur: Bloggar | 8.11.2008 | 06:20 (breytt kl. 07:50) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan dag! Þegar maður hugsar um ömmur þá hugsar maður oftast um gamlar konur. En við erum auðvitað kornungar ömmur. Ömmubörn eru svakalega stór gjöf. Til hamingju með þín. Ég er ekkert viss um að þau vilji að maður sé virðuleg amma! Bara góð og skemmtileg amma.
Ég á einn ömmustrák og svo er annað á leiðinni.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.11.2008 kl. 06:59
Jamm yndislegt bara,engin vinna hjá mér fyrr en á mánudag
Birna Dúadóttir, 8.11.2008 kl. 06:59
Jóhanna mín: Góðan daginn, ég er bara sammála því sem þú segir... ekkert flóknara en það
Til hamingju með tilvonandi fjölgun
Birna mín: Getur varla verið betra

Jónína Dúadóttir, 8.11.2008 kl. 07:42
Hver seigir að hún amma eigi að vera svo virðuleg, ég á þrjú barnabörn, unga fallega herramenn, og þeir eru mjög stoltir af henni ömmu í Svíþjóð, sem að er allt annað en virðuleg og ráðsett kona með bátónað hár og klædd vænum krimplín kjól.
Nei við erum allar ungar og skemmtilegar konur á besta aldri.
Kveðjur frá góðu veðri í Malmö
Heiður Helgadóttir, 8.11.2008 kl. 09:12
Þú ert svo rík af barnabörnum, yndislegt og svona ung kona. Til hamíngju vinan, eigðu góða helgi
Kristín Gunnarsdóttir, 8.11.2008 kl. 09:13
Þú ert rík kona, amma beibí. Ég man ekki eftir að mér hafi fundist mínar ömmur neitt sérstaklega virðulegar, bara skemmtilegar og góðar ömmur. Ömmur eru æði

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 8.11.2008 kl. 09:59
Þú ert svo jákvæð elsku Ninna og horfir eimitt réttum augum á lífið


Það er alltaf gott að fá smá part af þér á hverjum degi, takk fyrir það mín kæra
Ég átti tvær ömmur, ömmu Sunnu, sem var sérlega ömmuleg og svo ömmu Fríðu sem var ágæt líka, bara á annan hátt. Ég var heppin að þekkja þær fram eftir öllum aldri en að ég sé eitthvað lík þeim sem amma er öðru nær
Að vera amma er samt það besta sem ég veit.
Góða helgi elsku vinkona og gangi þér við prjónaskapinn.
Hóffa (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 10:16
Eigðu góða helgi það ætla ég að gera með börnum barnabörnum og tengdafólki
Dísa (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 10:26
Þegar að fólk eignast barnabarn þá er það merki um að ellin er að koma aftan af manni þó að manni líki það ekki.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 8.11.2008 kl. 11:30
Mesta ríkidæmið í veröldinni eru ekki að eiga nóg af peningum...heldur að eiga marga að sem manni þykir vænt um, það gerir lífið ríkara
Njóttu dagsins heillin mín, og já komin ný dagsetning á ball...6.des
Jokka (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 11:45
Þú ert moldrík kona Ninna mín, bæði af börnum, barnabörnum og hjartahlýju
. Ömmur þurfa að eiga stórt og hlýtt hjarta.
Sigríður Jóhannsdóttir, 8.11.2008 kl. 16:06
Þið eru öll yndisleg








... eitt handa hverju ykkar
Jónína Dúadóttir, 8.11.2008 kl. 17:03
Veistu þú ert ótrúlega gefandi bloggari. Þú ert svo yndislega jákvæð og glöð yfir lífinu.
Takk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.11.2008 kl. 22:48
Jenný mín: Þakka þér fyrir...
Jónína Dúadóttir, 9.11.2008 kl. 06:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.