Gömul hvað... ? ;-)

"Gevööööð... ég er orðin of gömul fyrir þetta" W00t Þessari fáránlegu hugsun skaut upp í kollinn á mér í gærkvöldi þegar ég henti mér upp í rúm í öllum fötunum eftir kvöldvinnuna... gestir, helgarþrif, barnabörnin, verslunarleiðangur, vinna... Allt svona venjulegir liðir daglegs lífs og bara gaman og ekkert eitt erfiðara en annað... Grin Kannski hefur eitthvað með það að gera að ég vaknaði eins einhver klikkhaus eins og venjulega, um klukkan hálfsex í gærmorgun og stoppaði varla fyrr en upp úr níu í gærkvöldiWink Í morgun fór ég nú samt að velta þessu fyrir mér og fann ástæðuna fyrir þessari furðulegu þreytu... erfiðasta en samt á svo margan hátt, ánægjulegasta og þá líka í leiðinni lærdómsríkasta tilfellið í kvöldvinnunni minni... andlega. Maður á miðjum aldri með lömunarsjúkdóm, sem er að draga hann hratt til dauða, en hann er jákvæðasta og raunsæjasta manneskja sem ég hef hittHeart Reiðin yfir ósanngirninni... að maður eins og hann sem hefur alla sína ævi unnið við að  líkna og hjálpa öðru fólki, skuli vera með þennan hryllilega sjúkdóm og að það skuli ekkert vera til sem getur læknað hann... Crying Þetta gerir mig svo reiða og  reiði er besta leiðin til að klára hratt út af mínu batteríi... Blush Þess vegna ætla ég að einbeita mér að því að vera ánægð yfir því að mér gafst þó tækifæri til að kynnast þessum ágæta manni, sem getur ekki annað en haft góð áhrif á alla sem umgangast hannHappy Og fjandakornið, fyrst hann getur haft svona jákvæða sýn á lífið, hafandi þennan hræðilega sjúkdóm, þá á ég að skammast mín og grjóthalda... þarna... þið vitiðGetLost Eigið góðan dag elskurnar mínar og munið að það er alltaf eitthvað til sem hægt er að gleðjast yfir, litlu hlutirnir skipta líka miklu máliSmile Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Já það er sko ekkert sem er jafn orkukrefjandi og gremja   Eftir ánægjulegan en voða upptekinn dag í vinnunni í gær lenti ég einmitt í þessu þegar ég kom heim í ruslið eftir alla sem heima voru meðan ég var að vinna  og ég var sko ennþá þreytt í morgun eftir pirringinn. Þannig að í dag ætla ég bara að lyfta munnvikjunum  og telja upp að tuttugu áður en ég leyfi nokkru að raska stóískri ró minni . Eigðu góðan dag

, 9.11.2008 kl. 09:15

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góðan dag mín kæra, jákvæðnin kemur oft úr ólíklegustu átt. Það er mikill lærdómur að vinna með sjúku og/eða gömlu fólki. Hef reynt það og myndi ekki vilja hafa misst af þeim skóla þó hann hafi oft verið orkukrefjandi, eins og þú þekkir best sjálf.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.11.2008 kl. 09:28

3 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Já reiði getur hjálpað manni til að gera ótrúlega marga hluti, það versta er að ég verð sjaldan alvarlega reið, enda ekki mikið gert á mínu heimili. Eigðu góðan dag

Heiður Helgadóttir, 9.11.2008 kl. 09:52

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Kannast aðeins við svoleiðis, það var á meðan börnin mín voru ennþá heimaNenni aldrei að ergja mig yfir smámunum samt, það þarf að vera eitthvað mikið svo ég detti í þá gryfju....Eigðu líka góðan dag

Jóhanna mín: Góðan dag mín kæra, bæði satt og rétt hjá þér 

Heidi mín: Þú ert ágæt, reiðist sjaldan og þar af leiðandi gerist lítið

Ólafur: Góðan daginn, reiði eyðileggur ekki marga daga á ári hjá mér, en gleðin lýsir hins vegar upp þá langflestaTakk fyrir innlitið

Jónína Dúadóttir, 9.11.2008 kl. 10:12

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það er svo gott að vera  ekki að eyða orkunni í reiði eða pirring.Hver væri líka tilgangurinn.Einn dagur í einu,getur ekki klikkað

Birna Dúadóttir, 9.11.2008 kl. 10:25

6 identicon

stundum þarf maður að fá útrás fyrir reiðinamanni líður líka svo vel þegar maður er laus við hana

Dísa (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 11:27

7 identicon

Það er skelfilegt hvað sumt fólk þarf að ganga í gegnum í lífinu, líkt og þessi jákvæði maður sem þú ert að vinna hjá, meðan heilbrigt fólk sóar lífinu í kvart og kvein

Eigðu góðan sunnudag og hvíldu þig nú

Jokka (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 11:29

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Gott að eitthvað eða einhver, minni okkur á annað slagið

Dísa mín: Rétt hjá þér vinkona, eins og talað úr mínu hjarta

Jokka mín: Ég veit...Eigðu góðan dag líka mín kæra

Jónína Dúadóttir, 9.11.2008 kl. 12:44

9 Smámynd: Skattborgari

Það er ekki gott að vera reiður alltaf og hún mun á endanum springa út.

Leiðinlegt með miðaldra manninn og vonandi líður honum vel þangað til hann deyr.

Þú er orðinn gömul og það að þú sért kominn með barnabörn sýnir það vel.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 9.11.2008 kl. 13:34

10 Smámynd: Líney

Æ hvað ég skil þig vel. Þegar  ég lá á deild 11E krabbameinsdeild  Landspítalans  í minni geislajoðmeðferð (einangrun),leið mér    auðvitað mjög illa en þegar ég   sá  og upplifði að fólk var að deyja í herbergjunum allt í kringum mig og grátandi aðstandendur að leita huggunar hver hjá öðrum og hjúkrunarfólki,gat ég ekki annað en hugsað um hve ég  var heppin, því ég lifi. Við þurfum að vera  ánægðari með það sem við höfum. Og þakka fyrir að  hafa  góða  heilsu og eiga  nóg í okkur og á,en þessu gleymum við oft. Lífið er ekki sjálfgefið  og það hefur engin haldið því fram að það væri auðvelt.

Sendi þér risaknús  Ninna  mín og vona  að   þér líði betur  í dag

Líney, 9.11.2008 kl. 14:00

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari: Ég ræði málin við mig þegar ég er reið og leysi úr þeim  Spring aldrei af því að ég byrgi ekkert inni, kannski er ég svona fullkomin af því að ég er orðin gömul

Líney mín: Ég og svo líka ofsalega margir aðrir, er svo innilega ánægð með að þú skulir hafa lifað afNægjusemi er vanmetinTakk fyrir risaknúsið og ég sendi eitt til baka á þig, mér líður miklu betur

Jónína Dúadóttir, 9.11.2008 kl. 14:59

12 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Lífið er svo sannarlega ekki sjálfgefið og heilbrigði ekki heldur. Þegar við stöndum frammi fyrir ólæknandi sjúkdómum eigum við til að verða reið af því við finnum svo vel vanmátt okkar. Alla vega fannst mér einmitt þetta þann tíma sem ég hjúkraði fólki, margir dóu og sumt af því ungt fólk í blóma lífsins. Þess vegna hætti ég, ég hafði ekki þá orku sem þurfti í þetta. Sem betur fer er fullt af góðu og hjartahlýju fólki sem gefst ekki upp eins og ég, þú ert held ég ein af þeim

Sigríður Jóhannsdóttir, 9.11.2008 kl. 15:42

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Þetta er ekki að gefast upp, þetta er bara ein aðferð til að verja okkur sjálf og tilfinningar okkar og telst mjög mannlegt og eðlilegtEf við komumst hjá því þá eigum við ekki að vera í störfum sem éta okkur upp að innanOg það þýðir ekkert fyrir þig að reyna að halda því fram að  manneskja eins og þú, sem velur að verða kennari sé ekki góð og hjartahlý manneskjaReyndu eitthvað annað

Jónína Dúadóttir, 9.11.2008 kl. 16:09

14 identicon

Manni líður miklu betur ef maður er í góðu skapi,ekki láta allt fara í tógarnar á sér,það bitnar fyrst og fremst á manni sjálfum ef maður er með pirring,eina sem gildir er að brosa og hafa húmorinn í lagi,það er svo gott að hlægaþað fer svo mikil orka að vera reið

Gréta (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 16:37

15 Smámynd: Líney

<þú hefur soldið misskilið mig núna,það sem ég átti við er að þegar fólk stendur frammi fyrir erfiðum raunum eins og viðkomandi maður og mjög  margir fleiri,þá   fer maður að sjá hvað raunverulega skiptir máli,  deyjandi fólk er oft  mun jákvæðara og sáttara  heldur en aðstandendur því það lærir að meta lífið eins  og það er.. Verst samt að þurfa  að ganga í gegn um erfiða hluti til að sjá slíkt,þess ætti að mér finnst ekki að þurfa.

Líney, 9.11.2008 kl. 16:49

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gréta: Innilega sammála

Líney mín: Ég misskildi þig ekkert vina mín, ég svaraði bara ekki nógu ljóst... veit alveg hvað þú varst að meina

Jónína Dúadóttir, 9.11.2008 kl. 17:11

17 Smámynd: Skattborgari

Ég er þveröfugur ég hleypi tilfinningunum aldrei út og er búinn að blokkera þær alveg að fenginni reynslu.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 9.11.2008 kl. 18:23

18 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það er alveg hægt að losna við reiði án þess að springa með því

Birna Dúadóttir, 9.11.2008 kl. 18:47

19 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Þakka þér mín kæra, fyrir að nenna að lesa bloggin mín

Skattborgari: Það hefur hver sinn háttinn á

Birna mín: Satt segir þú gæskan

Jónína Dúadóttir, 9.11.2008 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband