Hans hátign heimiliskötturinn stakk af í fyrrakvöld, sjálfsagt hef ég ekki sett rétta tegund af mat í skálina hans eða skálarnar ekki verið í réttri röð hérna á hótelinu eða eitthvað, en hann sem sagt sást aftur ekki fyrr en í morgunÉg var að hella upp á kaffi þegar ég heyrði í honum frammi í vaskahúsi og mjálmið eða öllu heldur hálfhóstið sem hann gefur frá sér, var svo eymdarlegt að ég opnaði og leyfði honum að koma inn. Hann var rennandi blautur, eins og af sundi dreginn og svo gasalega þakklátur fyrir að mega koma inn, að hann gerði það bara fyrir mig prívat og persónulega, að hrista allt vatnið úr holdvotum feldinum alveg upp við fæturna á mér og ég var á náttsloppnum... ekki mjög notalegt
Ég gerði ýmislegt ljótt við hann... en bara í huganum samt
Annars góð, nema það er svolítið skrítið, að nú er að koma miður nóvember og úti er rigning og 5 stiga hiti og búið að vera í nokkra daga, ekki alveg svona í stíl við jólafílinginn sem er búinn að grípa um sig hjá mér
Sé fram á yndislega rólegheitaviku með smá vinnuskreppi, vinn bara 4 tíma á dag þessa viku og auðvitað prjónaskap og svo líka svona aðeins laumu jólalagaspilun
Ég get ekki skellt því bara á einhverja sérstaka dagsetningu, ég vil auðvitað bara byrja að hlusta á jólalög þegar ég er komin í stuð til þess
Eigið góðan dag og ennþá betri viku
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Smá skilaboð til Lúkasar; Mjá..mjámjá...mjááááá....mjá má...hann skilur þetta alveg
Gæti farið svo að ég kíkti á þig í vikunni, og sníkti jafnvel smá tesopa
Jokka (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 09:57
Góðan dag
Já hans hátign gerir það sem honum sýnist eins og aðrir háttsettir,það virðist tískan í dag
Ég er aðeins byrjuð á jólagjöfum,kláraði 3 alveg um helgina,og keypti hluta af 2 öðrum, ætlaði svo í bæinn í gær aftur en bíllinn minn var farin að blikka mig (olíuljósið) svo ég lagði ekki í aðra langferð,þarf að fá mér brúsa,hann nefnilega á við leka vandamál að etja, blesaður bíllinn minn
en ég vona að hann tóri sem lengst samt.... Í morgun þegar ég skutlaði krökkunum í skólan logaði ljósið stöðugt,þannig að ég hreyfi hann ekki mikið í dag nema fara á næstu bensínstöð fyrst....
Jólalögin eru aðeins byrjuð að hljóma hérna og ég ætla að fara að setja mig í stellingar að setja upp seríur,sé að Dísa mín hefur verið dugleg um helgina,komin sería í stofugluggan hjá henni..hafðu það gott í dag
Líney, 10.11.2008 kl. 10:00
Það er fínt að hafa 5 stiga hita og rigningu og sérstaklega gott fyrir köttinn því að þeir hafa gott af að blotna aðeins öðru hvoru. Rigningin er eins og sturta fyrir okkur.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 10.11.2008 kl. 10:02
Auðvitað byrjar maður bara að hlusta á jólalögin þegar manni sjálfum langar til. Ég laumaðist nú til að hlusta á jóladisk um daginn...
og fer bráðum að gera það aftur og þá án þess að laumast
Þú verður að dekra ekstra vel við köttinn eftir helgarsvaðilförina hans. Mundu bara að þú átt engan kött, það er hann sem á þig! Njóttu dagsins mín kæra 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 10.11.2008 kl. 10:09
Ég hvorki hlusta á jólalög, né set upp seríur, þar sem að ég verð ekki heima um jólin, þá slepp ég vel, en ég kveikji á kertum á hverju kvöldi, er það ekki smá jóla undirbúníngur.
Heiður Helgadóttir, 10.11.2008 kl. 10:33
Ég er ekki að fatta að jólin séu að nálgast. Hef aldrei átt kött, en finnst gaman að sögum af þeim. Dóttir mín átti tvo þegar hún var í Danmörku sem voru bræður og hétu Petit og Fede, mjög ólíkir, en Petit fór á vit ,,feðranna" áður en þau fluttu heim og Fede unir sér nú hjá frænda tengdasonarins og fitnar meira.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.11.2008 kl. 11:55
Jokka mín: Lúkas biður að heilsa og þakkar fyrir skilaboðin
Komdu endilega í snýkjurúr, mér finnst það gaman

Líney mín: Vesen með bílinn, þú verður að passa ofsalega vel að hann verði alls ekki olíulaus....
Mikið svakalega ert þú dugleg, búa til jólagjafirnar

Skattborgari: Ég er þá búin að fara 4 sinnum í sturtu í morgun
Sigrún mín: Kötturinn sem á mig er alltaf extra dekraður
Eigðu ljúfan dag mín kæra
Heidi mín: Sko að kveikja á kerti og það á hverju kvöldi er flottur og alveg nauðsynlegur jólaundirbúningur
Hvar verður þú á jólunum mín kæra ?
Hjördís mín: Dóttir þín fær sem sagt að sofa í hans rúmi
Jóhanna mín: Þau eru að koma, alveg satt

Jónína Dúadóttir, 10.11.2008 kl. 12:10
Jóla hvað
Birna Dúadóttir, 10.11.2008 kl. 12:17
Þetta er hefðarköttur, það er á hreinu. Kærleikur til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 10.11.2008 kl. 12:48
Ég verð á Spáni, ef að flugfélagið fer ekki á hausinn. Er sjaldan heima hjá mér um jólin, kannski fjórða hvert ár, en ef að ég er heima, þá er ég með jólasveina út um allt, og alls kyns jóladót, sem að ég svo blóta eftir jólin þegar að ég þarf að pakka niður


Heiður Helgadóttir, 10.11.2008 kl. 13:58
Birna mín: Nú kötturinn
Hjördís mín:
Kristín mín: Honum finnst það já
Sömuleiðis
Heidi mín: Flott hjá þér
Jónína Dúadóttir, 10.11.2008 kl. 15:01
Innlit og kvitt.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 10.11.2008 kl. 15:37
Uss... alltaf eins með þessa jólaketti.. koma og fara bara eins og þeim langar án þess að taka tillit til eins eða neins. Og svo bara birtast þegar þeim dettur í hug og heimta hárblásarann og hátíðarmat án þess að vinna neitt fyrir neinu ...
Bara í öskutunnuna með kvekendið, segi ég bara ...
Annars er gott og hressandi að fá fríkeypis sturtu svona á morgnanna - jafnvel þó sturtubjóðandinn nái ekki að sturta nema bara táslunum á manni ...
Reyndu nú að njóta rólegrar vinnuviku - og settu ekki allt á annan endann með jólalögum og of miklu jólaskapi. Samt .. haltu fast í jólaköttinn ... ehh .. jólaskapið meina ég!
Sendi ekkert jólaknús núna .. it´s kreppa for kræing át lát kona! Er að spara fyrir jólagjöfum ...
Tiger, 10.11.2008 kl. 15:40
Æ þessir kettir
Ég hef átt ketti mest alla ævina. Hver og einn með sinn karakter en allir sérvitrir með eindæmum
Ein læðan mín var alveg einstakur jólaköttur og fjölskyldan saknar hennar alltaf mikið í jólaundirbúningnum
Þegar hún var kettlingur tókst henni að fella jólatréð þrisvar sinnum sömu jólin og það var árviss viðburður að hún braut a.m.k. eina jólakúlu
Annars var hún einstaklega ráðsett kisumaddama sem horfði með fyrirlitningu á allan fíflagang og læti
Eigðu góða viku og gangi þér vel með prjón og jólafíling 
, 10.11.2008 kl. 16:46
Ólöf mín: Takk fyrir innlitið

Högni minn: Já kannski hann fari bara í tunnuna....
Ég samþykki að vera án jólaknúsa frá þér fyrst þú ert að spara fyrir jólagjöf handa mér... eða varstu ekki að meina það annars ?
Ég er svo mikill jólaálfur að ég rígheld sko í jólaskapið
Dagný mín: Við áttum einn svona jólakött sem lagði jólatréð gjörsamlega í einelti
Núverandi kattarskratti vill alltaf liggja undir jólatrénu og veiða eina og eina kúlu í rólegheitum
Takk fyrir mín kæra og hafðu það gott
Jónína Dúadóttir, 10.11.2008 kl. 18:33
Ég elska allt sem fylgir köttum
Birna Dúadóttir, 10.11.2008 kl. 18:41
ég seg
i nú bara eins og Birna jólahvað?
við förum ekki að huga að jólum fyrr en eftir pelsun
Dísa (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 20:44
4 sinnum í sturtu áður en dagurinn er hálfnaður!!! Djöfullin hlýturðu að svitna mikið.
Ég held að þú þurfir að láta athuga efnaskiptin.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 10.11.2008 kl. 20:48
Hef sagt það áður, kettir eru æðislegir, svo skemmtilega sjálfstæðir og vissir um eigið ágæti
. Sjálfhverfir eins og unglingar

Vonandi verður þetta mánudagskvöld þér þægilegt mín kæra.
Sigríður Jóhannsdóttir, 10.11.2008 kl. 20:54
Birna mín: Ég held þú sért aaaaaðeins að plata.....
Dísa mín: Jú líklega

Skattborgari: Þú sagðir að rigningin væri eins og sturta fyrir okkur... ég fór fjórum sinnum út í rigninguna/sturtuna í morgun
Sigga mín: Og eins og unglingarnir, alveg hreint stórágætir
Verulega notalegt þakka þér vinakona mín og vona það sama fyrir þig
Jónína Dúadóttir, 10.11.2008 kl. 21:28
Vinkona okkar í þarnæsta húsi vakti mig í morgun til að láta mig vita að hundurinn okkar, hann Ýmir, hefði komið í heimsókn og yrði í mat
Og þar sem að nú er kreppa steikti vinkonan bara fisk ofan í hann ... svona frekar en ekkert.
Maður er nett farinn að kvíða desember þar sem þetta vinafólk okkar seldi húsið sitt pólskri fjölskyldu fyrir hálfum mánuði og þarf að afhenda 1.des. Og Ýmir er sko orðinn vanur því að skreppa... fá sér að borða og stundum skellir hann sér meira segja uppí hjá húsmóðurinni ef þannig liggur á þeim.
Er ekki endilega viss um að pólverjunum komi til með að finnast þetta jafn DOBRI...
Kveðja í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 10.11.2008 kl. 23:13
Jónína. Ég held að ég komi ekki til Akureyrar þegar það er rigning fyrst að þið notið hana sem sturtu fyrir norðan. Hvernig er það. Farið þið ekki nakin í sturtu eins og við fyrir sunnan? Mig langar allavega ekki til að sjá ljótar miðaldra kerlingar í sturtu.
Vonandi er ég ekki búinn að ganga alveg fram af þér núna?
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 11.11.2008 kl. 00:27
Steini minn: Þetta er nú meiri gæðakonan
Nýju nágrannarnir mundu kannski bara hafa hundinn í mat...inn
Skattborgari: Þú ættir bara að vita hvað það er gaman
Og ef þú þekktir mig eitthvað þá mundir þú átta þig á því, að það þarf eitthvað allt annað en svona smá stríðni til að ganga fram af mér
Jónína Dúadóttir, 11.11.2008 kl. 05:38
hehehe. Gott að vita það. Kannski maður athugi það í næst þegar ég kem til Akureyrar og rigning kemur hvar ungu dömunar eru.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 11.11.2008 kl. 08:54
Skattborgari: Ok... ekki alveg afhuga dömunum sé ég
Jónína Dúadóttir, 11.11.2008 kl. 08:57
Maður er því miður innprentaður frá nátúrunarhendi til að hafa áhua á þessum pyntingarvélum djöfulsins.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 11.11.2008 kl. 12:50
Jónína Dúadóttir, 11.11.2008 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.