Almáttugur hjálpi mér, það eru bara 43 dagar til jóla og ég á eftir að ... og svo verð ég að... og síðan þarf að... og svo er ég ekki ennþá búin að...
Þetta skuggalega stress er byrjað... af hverju lætur fólk svona ? Er ekkert til sem heitir að læra af fyrri reynslum og jafnvel hugsa smávegis ? Við vitum alveg að það eru jól á hverju ári og að þau eru meira að segja alltaf á sama tíma...
Við höfum sem sé alltaf heilt ár til að undirbúa næstu jól vitleysingarnir ykkar...
Iss ég lét svona, en ég er löngu hætt því, vegna þess að það eyðilagði alveg fyrir mér þennan tíma sem á að vera rólegur, gleðilegur og helst af öllu að sameina fjölskyldur og vini... allt í einu voru jólin alltaf bara búin og það eina sem ég fékk út úr öllu stressinu var þreyta og jú, ógeðslega hreint og fínt hús... það var það eina
Við eigum ekki að vera svo upptekin við að skríða inn í skápa með tuskur, skipta út húsgögnum og gólfefnum og vera svo upptekin við allskonar svoleiðis vitleysisgang, að við gefum okkur ekki tíma til að njóta aðventunnar og svo jóladaganna sjálfra... Það er alveg nægur tími til að haga sér eins og bjáni aðra mánuði ársins, þeir eru nú alveg tólf sko
Ég er löngu búin að snúa þessu við, þegar fer að styttast í jólin fer ég að telja upp hvað það er sem ég ætla sko alls ekki að gera og það er hellingur
Ég ætla ekki að þrífa allt húsið hátt og lágt, ég þríf jafnóðum... í gær ryksugaði ég til dæmis kryddskúffuna... ég ætla ekki að mála neitt, jólin koma ekkert bara í nýmáluð hús og svona má lengi telja... Það sem ég ætla aftur á móti að gera er að klára að kaupa þessar fáu jólagjafir sem eftir eru, handa börnum og barnabörnum og skrifa jólakort og koma þessu öllu á rétta staði vel fyrir jólin, púnktur... upp á norðlensku
Svo ætla ég að hlusta á jólalög, skreppa í bæinn með sonardótturinni 3 ára og skoða (lesist; kaupa alveg örugglega) jólaskraut og solleiðis, heimsækja vinkonur mínar sem hafa orðið agalega útundan það sem af er árinu og hafa gaman
Vá það verður komið langt fram á aðventu þegar þið verðið búin að lesa allt þetta....
Eigið góðan dag elskurnar og látið stressið lönd og leið, það skemmir bara











Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn, kæra Jónína, mikil vitleysa er að stressa sig yfir þessum jólum, til dæmis að gera jólahreingerníngar er út í bláinn, betra að gera mikla hreinsun á heimilinu þegar að það fer að vora og sólin skín allan sólarhringinn. Í svartasta skammdeginu er enginn sem að sér hvort að þú hafir gert hreint eða ekki. Svona fyrir utan það, þá hef ég nú ekki mikla trú á skít á þínu heimili mín kæra. Svo njóttu prjónanna þinna, barnabarnsins og jólalaganna.

Heiður Helgadóttir, 11.11.2008 kl. 07:14
Svo sammála þér.Þó ég neyðist nú til að mála,nýja vegginn í stofunni.Bara gaman að því
Birna Dúadóttir, 11.11.2008 kl. 07:15
Heidi mín: Góðan daginn
Skítur gerir ekki mannamun og kemur þess vegna líka til mín
En við erum bara tvö í heimili og þess vegna er auðveldara að halda sæmilega snyrtilegu, en þakka þér fyrir tiltrúna
Jónína Dúadóttir, 11.11.2008 kl. 07:17
Birna mín: Þú ert nú líka búin að standa í framkvæmdum og vilt auðvitað ljúka við þær, það er eðlilegt
Jónína Dúadóttir, 11.11.2008 kl. 07:19
Ragna mín: Sömuleiðis takk
Jónína Dúadóttir, 11.11.2008 kl. 07:30
Taka til fyrir jólin til hvers? Það eru margir sem eru svo stressaðir yfir öllu sem tengist jólunum að fólk verður dauðfegið þegar þau eru búinn og þurfa ekki að standa í þeim þangað til eftir eitt á gamla.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 11.11.2008 kl. 08:52
Skattborgari: Nokkurnveginn það sem ég er að segja... og svo er annað, það þarf enginn að halda jól.... það er algerlega frjálst val
Jónína Dúadóttir, 11.11.2008 kl. 08:56
Alveg er ég sammála þér! Ég byrjaði meira að segja á jólakortunum í gær
sem er alveg mánuði á undan áætlun
hlakka ógó mikið til jólanna!
Takk fyrir mig í gær ljúfan, alltaf gott að koma til ykkar
Jokka (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 09:02
Jokka mín: Takk fyrir komuna engillinn minn, alltaf jafngott að fá þig í heimsókn og ekki skemmir litla fallega dúllan þín fyrir
Ertu að búa til jólakortin ? Vá dugnaðurinn... ég kaupi mín...
en ég skrifa sjálf inn í þau

Jónína Dúadóttir, 11.11.2008 kl. 09:22
Úff, ég á eftir að .... og .... og ..... svo.... og síðan......
ARG
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.11.2008 kl. 09:30
Jenný mín: Góð...
Jónína Dúadóttir, 11.11.2008 kl. 09:36
Uss já. Ég er líka komin í að þrífa og taka til jafnóðum. Hef mörg undanfarin ár notað aðventuna til að dúlla með börnunumí smákökugerð og föndurdútli. Læt helst ekkert trufla mig í að njóta aðventunnar - smákökur og kakó eða jólaglögg - og lestur barnabóka - alveg ómissandi í jólaundirbúningnum.
, 11.11.2008 kl. 10:00
Mikið er þetta rett hjá þér, það á að njóta aðventunnar og gera alt hreint á vorin þegar að það fer að birta.
Kærleikur til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 11.11.2008 kl. 10:52
Þekki hvort tveggja... þ.e að láta jólin nánast ganga af sér dauðum og hitt að þau komi hvernig sem allt sé... en Helga mín er nú kannski ekki sú stressaðasta þegar svona hlutir eiga í hlut og svona sem dæmi... þá spurði ég hana einhvenrtímann hálfstressaður... hvort við ættum ekki(lesist: hún ætlaði ekki) að fara að pakka(fyrir utanlandsferð) Þetta var um miðnættið... og sú stutta svaraði... við förum nú ekki fyrr en í fyrramálið
En jóla-, og afmælisgjafakaup stressa mig hinsvegar og er viðvarandi kvíðaefni allt árið
- En auðvitað er það bara lúxusvandamál.
Kveðja í haugdrullugan Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 11.11.2008 kl. 11:27
Dagný mín: Einmitt svona eins og þú lýsir, það er frábært

Kristín mín:

Steini minn:Skil alveg stressleysið í henni Helgu þinni
Þú ert með sannkallað lúxusvandamál þegar kemur að gjafakaupum já, það þýðir nú samt að þú getur þá keypt eitthvað
Kveðja úr tárhreinni snjókomu
Jónína Dúadóttir, 11.11.2008 kl. 12:21
Ninna er algjör jólabjalla
Ég er nú ekkert farin að jólast enn, er samt búin að hugsa um að við eigum ekki nógu mikið jólaskraut fyrir þetta hús
það er nú eitthvað
Erna Evudóttir, 11.11.2008 kl. 14:01
Iss, það er alltaf dimmt og einu ljósin sem maður hefur kveikt á eru daufar seríur og kertaljós. Börnunum mínum þætti það ekkert gaman ef ég væri að rifna úr stressi og tapaði mér yfir einhverju smádrasli og skít. Ég ætla að njóta aðventunnar með fjölskyldunni, baka, föndra og gera jólakort með stelpunum. Og svo er það púslið, það er gaman að hafa stórt púsl sem allir púsla saman. Þetta er minn jólaundirbúningur, svo bara koma jólin
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 11.11.2008 kl. 17:32
Jólin koma, það er eitt sem víst er!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.11.2008 kl. 17:37
iSS JÓLIN KOMA HVORT HELDUR SEM MAÐUR ÞRÍFUR EÐA EKKI
Dísa (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 18:13
Hver sér líka skítinn í svartasta skammdeginu? Nóg að slökkva skæru ljósin, kveikja á kerti og setja sápuvatn undir sófa
.
Sigríður Jóhannsdóttir, 11.11.2008 kl. 18:16
Gott ráð hjá Siggu
Birna Dúadóttir, 11.11.2008 kl. 18:24
Þið vitið það að jólin er sá árstími sem er mjög mörgum mjög erfiður? Það mæðir mikið á geðdeildum og sjálfsmorðstíðnin fer upp og ástandið mun vera sérstaklega slæmt núna í ár útaf efnahagsmálunum.
Skattborgari, 11.11.2008 kl. 18:27
DJ
ER ÞETTA GOTT RÁÐ HJÁ ÞÉR SIGGA
Dísa (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 18:45
Já þetta er mörgum erfiður tími,ég hef reynt það sjálf
Birna Dúadóttir, 11.11.2008 kl. 19:03
Birna. Vonandi ekki það erfiður að þú hafir þurft að fara inn á geðdeild eða hafir íhugað að kála þér.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 11.11.2008 kl. 19:07
Erna mín: Þú ert greinilega á kafi í jólaundirbúningi
Sigrún mín: Yndislegt að njóta þessa tíma eins og þið gerið
Jóhanna mín: Ójú það gera þau
Dísa mín: Sem betur fer gera þau það
Sigga mín: Þú ert náttulega bara snillingur

Skattborgari: Það hafa allir átt erfitt einhvertímann, misjafnlega þó og víst eru jólin viss álagstími
Pabbi okkar Birnu dó til dæmis á Þorláksmessu, fyrir næstum 8 árum síðan
Birna mín: Gleðileg jól

Jónína Dúadóttir, 11.11.2008 kl. 19:22
Og þetta virkar, hehe
Sigríður Jóhannsdóttir, 11.11.2008 kl. 19:28
Sigga mín: Þetta er svo einfalt og pottþétt að þetta getur ekki klikkað
Jónína Dúadóttir, 11.11.2008 kl. 19:30
nokkrar skálar með ediki á víð og dreif um húsið (draga í sig vonda lykt) og ajaxblautar tuskur hér og þar er nóg til að manni finnist húsið skínandi hreint
Líney, 11.11.2008 kl. 19:47
Það kemur alltaf að því að maður lærir að haga sér skynsamlega. Njótum bara dagana, hittum vini, hlustum á jólalög og höfum gaman saman. Ekkert stress verum hress, bless.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 11.11.2008 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.