Frekar er ég nú einföld að allri gerð... það þarf ekki mikið til að gleðja mig en það þarf mikið til að gera mig illa...
Mér finnst skipta miklu máli að umgangast gott og jákvætt fólk og í hina áttina finnst mér vont að umgangast fólk, sem er ekki að leggja neina áheyrslu á það góða og jákvæða. Þoli ekki fals og fláræði og fordómar, mannvonska og ósanngirni vekja upp í mér illsku, sem ég skammast mín fyrir að játa að er sannarlega til í mér...
Skapið er miklu stærra en skrokkurinn og þó er ég ekkert mjög lítil, þó kannski systkini mín samþykki það aldrei...
Ég hef haft mikið fyrir því að læra að stjórna stóra skapinu mínu, sem þó tekst ekkert alltaf of vel en yfirleitt samt...
Smámunir ná ekki að fara í taugarnar á mér og ég trúi því sem fólk segir, en er ekkert alltaf að ímynda mér að kannski sé viðkomandi að meina eitthvað annað... og það er líklega bara vegna þeirrar hugsanaleti sem hefur alltaf hrjáð mig
Ég móðgast aldrei vegna þess að ég nenni ekki að eyða tíma mínum í það og líka vegna þess að ég stjórna því sjálf hvað er móðgun og hvað ekki... eins og vitur kona sem nú er löngu látin, sagði einhvertímann: Það móðgar mig enginn nema með mínu leyfi
Ekkert af þessu er mér að þakka, það sem ég fæddist ekki með, hef ég lært af einhverjum öðrum og ég er sem betur fer alltaf að læra
Fór að pæla þetta í gær þegar vel fullorðin kona spurði mig hvað ég segði nú gott... Ég sagði auðvitað allt gott og mér fyndist svo frábært að það er búið að setja jólaseríu á húsið á móti okkar húsi
Þá spurði hún mig hvort það gæti verið að ég væri þroskaheft...? Hvort bara það, væri nóg til að gleðja mig...? Hvort ástandið í þjóðfélaginu næði ekki að þurrka út allt svoleiðis rugl úr höfðinu á svona fáráðlingi eins og mér...
Mér finnst þetta segja meira um blessaða konukvölina en um mig, ég hef bara virkilega samúð með henni, að hún skuli vera svona beisk og bitur
Annars góð og mér finnst æðislegt að það skuli vera búið að setja upp jólaseríu á húsið á móti
Eigið góðan dag, það er farið að saxast verulega á vinnuvikuna, sem er alltaf gott













Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hlýt þá að vera svona þroskaheft eins og þú, því það er einmitt allt það smáa sem gleður mig mest. Mér er samt ekki sama hvernig ástandið er í dag en ég læt það ekki stjórna líðan minni. Knús í daginn þinn

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 12.11.2008 kl. 09:42
Heiður Helgadóttir, 12.11.2008 kl. 10:16
Birna Dúadóttir, 12.11.2008 kl. 10:36
Það eru allir þroskaheftir bara misjafnlega mikið og á misjöfnun sviðum. Það að vera alltaf jákvæð er ákveðin tegund af því að vera þroskaheft og líka að vera með neikvæðnina á lofti og pirrast yfir öllu.
Það er mjög gott að geta stjórnað skapinu og krefst aga.
kveðja Skattborgari hinn forljóti. (það er ákveðin tegund af því að vera þroskaheftur að skrifa þetta)
Skattborgari, 12.11.2008 kl. 10:44
Þú ert bara þroskahert Ninna mín... Nágranni minn er með bláa seríu á húsinu sínu og maður hefur nú ekki verið jákvæðari en það að brosa í kampinn yfir framtaksleysinu hjá honum með að taka þetta ekki niður á milli jóla. (fannst samt gott að það væri einn meiri slugsari en ég í seríufrágangi) En í nótt eftir vinnu fannst mér óvenju notalegt að sjá letina í honum og held ég hlakki bara til jólanna með öllum sínum sljósum.
Annars er bara verið að glerja hér í dag. Greinilega farið að kreppa að hjá smiðnum sem ætlaði sko að koma í byrjun ágúst:-)
Kveðja í ljósum prýddan Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 12.11.2008 kl. 11:46
Sigrún mín: Stofnum félag
Knús inn í þinn dag líka
Heidi mín: Þú hefur barasta alveg rétt fyrir þér
Vona að dagurinn þinn verði jafnfínn og minn virðist ætla að verða

Ragna mín: Nei, við heyrum en hlustum ekki
Bros og jólagleði

Birna mín: Ójá við verðum að geta gert grín að einhverju
Skattborgari hinn svakasæti: Get ekki annað en verið sammála þér núna, ferlegt að þurfa að viðurkenna það...
Steini minn: Þroskahert, góður
Það er svo hollt og gott að hlakka til
Jónína Dúadóttir, 12.11.2008 kl. 12:36
Jokka (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 13:01
Já það er gott að vera soldið þroskahefur á stundum
Það er nóg til af fólki sem hefur ánægju af að velta sér upp úr eymd og volæði og vill helst nauðga því upp á aðra öllum stundum. Það ber bara vott um innri styrk að láta það ekki ná sér 
, 12.11.2008 kl. 13:47
Það hefur heldur betur leigið ílla á konunni
Kristín Gunnarsdóttir, 12.11.2008 kl. 13:56
Tek undir með síðasta ræðumanni, margir fúlir þessa dagan og láta kannski skap sitt bitna á röngum aðilum. Ekki það að ég sé að afsaka það að kalla fólk þroskaheft! ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.11.2008 kl. 15:35
Jokka mín:
Dagný mín: Já er það ekki bara ?
Svo er ég nú ýmsu vön
Kristín mín: Hún er ekki alveg sú glaðlyndasta

Jóhanna mín: Já mér fannst þetta nú eiginlega óþarfi, en henni líður verr en mér
Jónína Dúadóttir, 12.11.2008 kl. 16:45
Sorry, en það er búið að loka öll knúsin inni í herbergi 12 og kramin eru ... ja ... kramin! Svo ég reikna með því að fá þig til að brjótast inn þar með mér þegar þú kemur hingað - þá getum við líka tekið þau öll í aðra nösina - eða þú veist .. er þaggi? Knús og kram yfir á þína deild ljúfan ...
Tiger, 12.11.2008 kl. 17:32
Birna Dúadóttir, 12.11.2008 kl. 18:00
Högni minn: Þú ert nú meiri vitleysingurinn
En mikið hlakka ég til að koma í jólaöllara í herbergi 12 í hoddninu og fara með þér í innbrotsleiðangra
Það er sko þetta með tölvuna þína... átti ég kannski ekki að .... og sjálfsagt hefur hún ekki haft gott af því þegar ég.... sorry...
... en bara af því að það komst upp um mig, annars hefði ég ekki haft samviskubit sko
Við biðjum allar að heilsa þér héðan af deildinni, Jónína, jodua og ég

Jónína Dúadóttir, 12.11.2008 kl. 18:04
Jónóna það lýsir líka ákveðnu einkenni af því að vera þroskaheft að segja mann sætan sem segist vera forljótur.
Það eru allir þroskaheftir bara mis alvarlega og svo er líka misjafnt hvernig fólk skilgreinir það að vera þroskaheft.
Kveðja Skattborgari hinn forljóti.
Skattborgari, 12.11.2008 kl. 18:10
Ninna mín þú ert ekkert þroskaheft
þú ert bara sona
og þér líður örugglega vel

Dísa (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 19:03
Skattborgari hinn svakasæti: Þá er ég bara með vissa þroskaheftingu
Dísa mín: Ég veit það alveg, en þakka þér fyrir að segja það
Mér líður dásamlega bara, ekki hægt að segja annað


Jónína Dúadóttir, 12.11.2008 kl. 19:39
Nóg er af barlómi og nauðsynlegt að hafa jákvæða og „þroskahefta“ einstaklinga kringum sig
. Haltu bara áfram að vera þroskaheft mín kæra vinkona
Sigríður Jóhannsdóttir, 12.11.2008 kl. 19:49
jess loksins komin greining á mig,þroskaheft,þungu fargi af mér létt að vita það
gleðst líka yfir litlu,stundum engu...
Líney, 12.11.2008 kl. 20:39
Ég er líka með þroskaheftingu og allir aðrir sem hafa komenntað á þessa grein.
Kveðja Skattborgari hinn myndarlegi.
Skattborgari, 12.11.2008 kl. 21:37
Sigga mín: Takk fyrir stuðninginn

Líney mín: Gott þér líður vel

Skattborgari hinn fjallmyndarlegi: Ég hef aldrei verið eins mikið 100 og eitthvað % sammála þér eins og ég er núna

Jónína Dúadóttir, 12.11.2008 kl. 21:58
Hehehe það er gott að við erum sammála um eitthvað.

Kær kveðja Skattborgari hinn myndarlegi.
Það má ekki bjóða þér nokkrar jarðsprengjur til að halda þjófum úti?
Skattborgari, 12.11.2008 kl. 22:14
Þið eruð bara öll þroskaheft greyin mín, en þetta er nú allt í lagi, alltaf gott þegar að fólk skilur hvort annað, eru á sömu línu








Heiður Helgadóttir, 12.11.2008 kl. 23:19
Skattborgari hinn fjallfjallfjallmyndarlegi: Hvaaaa.... erum við ekki alltaf sammála
Segi pass á sprengjurnar, en fallega boðið samt


Heidi mín: Takk mín kæra, þú ert með í því samkvæmt skilgreiningunni á þroskaheftingu hérna í kommentunum


Jónína Dúadóttir, 13.11.2008 kl. 05:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.