...kaffivélinni okkar...
Nú hélduð þið ábyggilega að ég ætlaði að fara að skrifa eitthvað um ástandið í þjóðfélaginu, læt það vera... nógir um það...
En kaffivélin er málið þennan morguninn... það er ekkert alltaf það sama að henni, stundum kemur ekki neitt... stundum bara vatn og svo kemur líka fyrir að það kemur alveg þetta fína kaffi, en það flæðir þá bara út um allan bekk...
Þetta er hið furðulegasta mál og örugglega ekki mér að kenna... eða... ?
Þegar ég fer nú að skoða málið aðeins betur þá kemur í ljós að stundum, fyrir mistök eða vangá eða hugsunarleysi eða bara af hreinum sauðshætti set ég annaðhvort ekki vatn í hana, stundum ekki kaffiduftið og stundum set ég könnuna bara alls ekki undir... mér að kenna, jú líklega
Í gærkvöldi hringdi ein sem ég vinn hjá hálfsmánaðarlega, kynnti sig og spurði mig hvernig mér liði ? Æi, en sætt hugsaði ég og leið mjög vel takk...
Hvort það væri ekki alveg örugglega þennan þarna morgun sem ég ætti að koma ? Æi dúllan skyldi hún vera að gefa mér frí hugsaði ég... en jú, alveg rétt, einmitt sá morgunn...
Já hún vildi bara vera viss vegna þess að hún þurfti að láta þrífa risastóru stofugluggana hjá þér og þá var sko betra að ég væri almennilega frísk...
Jæja dúllan hugsaði ég, ég elska þig líka...
En þar sem vinnan mín útheimtir stundum fals og lygar, svaraði ég að sjálfsögðu að það væri nú minnsta málið í öllum heiminum og við mundum nú redda því, já og hlakka til að sjá þig líka
Það lak marmelaði út úr eyrunum á mér, þegar við kvöddumst...
Ég klöngraðist uppá háaloft áðan á náttsloppnum og sótti yndislega fallega jólahúsið mitt, búin að setja það í samband og er að fara núna og njóta þess að horfa á það... það eru ljósleiðarar gluggum og litlum fossi og líka á litlu ljósastaurunum og á skautasvelli fyrir framan húsið skautar kona í hringi, með barn á sleða
Eigið yndislegan dag og það er alveg óhætt að fara að hlakka til jólanna, aðventan er bara rétt handan við hornið















Flokkur: Bloggar | 13.11.2008 | 07:54 (breytt kl. 08:47) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dísa (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 08:06
Ragna mín: Mín var ánægjan
Knús inn í þinn dag líka
Dísa mín: Hljómar verra en það er
Ég ætla að taka mynd af jólahúsinu og setja hér inn
Jónína Dúadóttir, 13.11.2008 kl. 08:37
Æ hvað það er gott að lesa um áhyggjur af kaffivél, frekar en af "ástandinu" ... ástandið er alveg að fara með fólk. Ég róaðist aðeins á meintu ástandi, þegar ég var að lesa um nýju "fósturbörnin" mín frá Úganda, en annað þeirra býr í rafmagns og vatnslausum kofa með moldargólfi.
Já, góðan dag heillin.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.11.2008 kl. 09:18
Jóhanna mín: Góðan dag mín kæra, vona þér sé farið að líða betur
Já einmitt núna í þessu ástandi þurfum við líka að hugsa líka um það sem við þó höfum ! Það er nefnilega svo margt
Jónína Dúadóttir, 13.11.2008 kl. 09:37
Heiður Helgadóttir, 13.11.2008 kl. 09:49
Hedi mín: Takk elsku vina fyrir að vera svona skilningsrík
Já finnst þér hún ekki vera megaindæl ha ?
Er að fara út að sópa af bílnum til að geta farið til hennar þessarar elsku og gluggannan hennar
Eigðu líka þrumugóðan dag mín kæra


Jónína Dúadóttir, 13.11.2008 kl. 10:00
Ég helli alltaf upp á gott rótsterkt kaffi og mala það sjálfur leiðist þessa sjálfvirku vélar dýrar og bilanagjarnar. Nota bara pressukönnu bilar aldrei og virkar árum saman.
Heidi Helga. Ég vissi ekki að maður ætti að geyma kaffikönnur í Ísskápnum.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 13.11.2008 kl. 10:18
Sko menn skildu ekkki gera lítið úr mikilvægi kaffivéla. Er sko sjálfur búinn að kaupa fleiri kaffivélar en ég kæri mig um að muna
- Sú þar, þar síðasta var frá Siemens og meira að segja hönnuð af Porsche... en hún var samt algerlega ónothæf nema til að horfa á hana. Var soddan sóði að það þurfti Au-pair með henni... kaffið svo kalt að maður varð eiginlega að skella glundrinu á ketil og skerpa á því til að koma því niður. En flott var hún... og síðan snerist kannan automatískt(þ.e.a.s stundum) þegar uppáhelingurinn var "tilbúinn".
Og þrátt fyrir að ég sé annálaður fyrir þolinmæði gagnvart ónýtu drasli...
þá var mér öllum lokið eftir vikuna og færði versluninni þessa 25 þúsund króna kaffikönnu og tjáði farir mínar ekki með öllu sléttar. Þetta væri gallað dót sem ég vildi skila. Mánuði seinna kom úrskurðurinn... allt í lagi með könnuna. Fólk væri með misjafnan smekk á því hversu heitt kaffi ætti að vera og sóðaskapurinn væri ekkert sem tuska, vatn og sápa leysti ekki.
Um leið og ég benti þeim á það að ég hefði verið að kaupa kaffikönnu en ekki að sækja um vinnu þá bað ég þá vinsamlegast að tilla helvítinu þar sem sólskinið er hvað sjaldgæfast og kvaddi könnulaus.
Gangi þér vel með þá gömlu og mundu að það er ekki lögbrot að langa að kyrkja einhvern... kostar ekkert... svo stundum er um að gera að láta það eftir sér
Kveðja í hrímhvítan Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 13.11.2008 kl. 10:22
Ehemm..ég hef nú einu sinni sett hraðsuðuketilinn í ísskápinn og fann hann ekki þegar ég ætlaði að hella uppá kaffi. Besta kaffið er hellt uppá með gamla laginu, það klikkar aldrei. Nema ef maður finnur ekki ketilinn af því hann er í ísskápnum
Mikið er konan yndæl að bera heilsu þína fyrir brjósti
Eigðu góðan dag mín kæra 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 13.11.2008 kl. 10:28
Já kaffikönnur eru undarleg fyrirbæri. Hún mamma mín er búin að eiga fjöldan allan af kaffikönnum um dagana. Þegar upp var staðið var sú dýrasta verst, einmitt svona sóði og hálfkalt kaffi. Skyldi þó ekki vera sú sem hann Þorsteinn skilaði
Ég einaðist mína fyrstu kaffikönnu árið 1988 eftir 8 ára búskap. Hellti bara uppá á gamla mátann fram að því. Lenti svo í því að hvolfa yfir mig úr katlinum og ákvað þá að fá mér eina sjálfvirka. Hún heldur nú upp á 20 ára afmælið, blessunin. Það fyndna er að ég hef aldrei verið ánægð með hana því mér finnst kaffið úr henni alltaf hálfkalt. En ég kann ekki við að fá mér nýja könnu á meðan þessi virkar. Ef ég væri nú svona nýtin á öllum sviðum væri ég moldrík 
, 13.11.2008 kl. 10:34
Skattborgari: Ég nenni ekki svoleiðis, það á helst allt að gera sig sjálft hjá mér
En hvassseigirðu... vissir þú ekki þetta með kaffikönnurnar

Steini minn: Það er sko eins gott að þú ert svona yfirmáta þolinmóður
Heyrðu ég vildi ekki setja það á bloggið en mér datt einmitt í hug eitthvað svona lítið og sætt sem mig langaði að gera við vissa konu...

Sigrún mín: Já svo lengi sem þú geymir hann í ísskápnum þá skemmist hann ekki
Finnst þér konu"bíb" ekki vera indæl, ha ?
Dagný mín: Kannski seldu þeir mömmu þinni könnuna sem þolinmæðin hans Steina steytti á
Verst með könnuna þína, getur hún ekki bara dottið dauðóvart í gólfið eða eitthvað ?
...segi bara svona....
Jónína Dúadóttir, 13.11.2008 kl. 12:24
Marr fer kannski upp á loft um helgina og sækir e-hver falleg ljós
enda eru jólin aaaaalveg að koma!
knús og klemm
Jokka (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 14:20
Jamm lífið er ljúft
Birna Dúadóttir, 13.11.2008 kl. 15:20
Sammála síðasta ræðumanni!

Sigríður Jóhannsdóttir, 13.11.2008 kl. 17:07
Ef ég lifi pelsunina af þá verð ég að koma og sjá jólahúsið og tala við kaffivélina þína

Dísa (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 17:57
Jokka mín: Bara drífa sig, þetta er svo gaman
Knús og klemm á þig líka
Birna mín: Sammála

Sigga mín: Líka sammála

Dísa mín: Hann Tómas fær orð í eyra frá mér ef hann er alveg að drepa þig mín kæra
Þú ert svoooooo velkomin

Jónína Dúadóttir, 13.11.2008 kl. 18:11
Ía Jóhannsdóttir, 13.11.2008 kl. 18:19
Ía mín:
Jónína Dúadóttir, 13.11.2008 kl. 20:10
Það sem ég veit er að þessar fljótvirkustu eru bilangjarnastar og því flóknari sem þær eru því meira bila þær. Mín er um 4ára og hefur aldrei bilað.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 13.11.2008 kl. 20:15
Skattborgari: Það er líka mín reynsla
Mín kaffivél er ekkert biluð, bara ég
Jónína Dúadóttir, 13.11.2008 kl. 22:29
Það er annar kostur við pressuvélina hún er svo einföld að það er ekki hægt að gera mistök.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 13.11.2008 kl. 22:36
Skattborgari: Góður
Jónína Dúadóttir, 13.11.2008 kl. 22:41
Ég er með ágætt ráð, hættum bara þessu kaffiþambi og förum að drekka vatn
. Nei annars, ég mundi ekki lifa heilan dag af án þess að fá kaffi
.
Sigríður Jóhannsdóttir, 13.11.2008 kl. 23:00
...og nú er ég farin að sofa. Góða nótt mín kæra
Sigríður Jóhannsdóttir, 13.11.2008 kl. 23:01
Hehe ég drekk um 2lítra af kaffi á dag og er í fínu formi og ég þarf stundum að drekka minna en ég vill þegar að ég fæ skjálfta útaf of mikilli kaffidrykkju. Ég gæti ekki lifað einn dag heldur án kaffis.
Jónína. Ég er hrifinn af tækjum og vill hafa þau flott en þau einföldustu bila minnst.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 13.11.2008 kl. 23:06
ekki minnast á kaffivélar ógrátandi,ég hélt ég væri seif með alveg einstök gæði vélina mína, en svo brotnaði kannan sja´lf og hvergi fékkst önnur sem passaði þannig að ég varð að henda kaffivélinnni,nú kaupi ég bara ódýrt NONAME merki,þetta er hvort eða er allt saman einota dót....
Líney, 14.11.2008 kl. 00:36
Sigga mín: Nei ég hætti ekki að drekka kaffi, það eru bara 10 ár síðan ég byrjaði á því svo ég á eftir að ná þónokkrum lítrum í viðbót
Góðan daginn elskuleg
Skattborgari: Skil það svo mætavel
Líney mín: Ok, kaffivél búhú


Jónína Dúadóttir, 14.11.2008 kl. 07:22
skál í kaffi

Líney, 14.11.2008 kl. 07:59
Líney mín: Skál í kaffi

Jónína Dúadóttir, 14.11.2008 kl. 08:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.