Óverdós..................

Búin að prjóna yfir mig.... smápása núna...WhistlingKláraði 3 pör af lopaleistum á 3 dögum, jólagjafir en samt ekki, handa barnabörnumHeartSvo er ég líka að prjóna í staðinn fyrir kjötið sem bóndinn vinur okkar í Borgarfirðinum sendi okkur um daginn. Hann fær vettlinga með 2 þumlum, aldrei gert það áður og líka húfu eða skallaskjól eins og spúsi kallar það og lopapeysu, sem fer trúlega á prjónana eftir helgina.... CoolMeð þeim formerkjum auðvitað að ég verði þá búin með það sem ég er með núna og mér finnst það ekkert ótrúlegt, mér finnst nefnilega gaman að prjóna og er bara nokkuð fljót að því líkaGrinOg kjötið frá honum er svo sannarlega þess virði líka og þó meira væriJoyfulSetti inn mynd af fallega jólahúsinu mínu, í birtu samt... WinkNenni eiginlega ekki að læra á myndavélina til að geta tekið mynd af því í myrkri svo ljósin njóti sín, svo þið verðið bara að koma í heimsókn til að að sjá það í aksjónKissing"Úti er dimmt og tindrandi snjór..." stolið úr texta við jólalag og kominn föstudagur sem er æðislegt baraInLoveÉg er að hlusta á uppáhaldsjólalögin mín... "Skrámur skrifar jólasveininum" og "Ef ég nenni" eru lögin sem starta jólastuðinu mínu fyrir alvöru, kannski ekki alveg hefðbundin, en svo koma svo sem eins og nokkurnveginn öll önnur jólalög í kjölfarið... ToungeFyrir utan það að prjóna lítillega þá er planið að búa til lifrarbollur um helgina... sérstök ósk frá spúsa, það er svo sjaldgæft að hann biðji um eitthvað sérstakt í matinn að ég auðvitað rýk upp til handa og fóta með ánægjuHeartPásan búin, eigið dásamlegan dag elskurnar mínar allarSmileHeart

Pé ess: Mér finnst vanta jólamyndir í "Tilfinningatáknin" hérnaGrin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Líney

Njóttu dagsins  mín kæra,knús

Líney, 14.11.2008 kl. 08:34

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Skil vel prjónaskapinn, alveg hæft að festast með prjónana  Sætt jólahúsið. Stelpurnar mínar eiga svipuð hús. Þú ert alveg að koma mér í jólaskapið  held ég fari bara að hlusta á jólalög á eftir. Það mætti nú alveg skella jólahúfu á litlu kallana, kannski að það bætist við "jólaskap" fyrir jólin.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 14.11.2008 kl. 08:38

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Átti að vera hægt að festast með prjónana

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 14.11.2008 kl. 08:39

4 Smámynd: Heiður Helgadóttir

 RockettesEitthvað rámar mig í vettlinga með tveimur þumlum, hef aldrei getað skilið af hverju það voru tveir þumlar. Hér er grenjandi rigning og rok og ekkert jólastuð nema þá í búðunum, sem að eru að fyllast af jóladóti. Gángi þér vel með lifrarbollurnar, man ekki eftir að hafa smakkað svoleiðis mat, en trúlega er það lostæti og hellingur af járni í þeim. Eigðu góðan föstudag mín kæra. 





Heiður Helgadóttir, 14.11.2008 kl. 09:03

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Ofurkona sjálfEigðu líka góðan dag

Líney mín: Sömuleiðis elskuleg

Sigrún mín: Já enginn vandiGóð hugmynd með litlu kallana

Heidi mín: Það var til þess að þurfa ekki að prjóna nýja vettlinga þó það kæmi gat á þumalinn, svona annar til vara held ég það hafi verið Mér finnast lifrarbollur ekkert sérstaklega góðar, en það er svo sem hægt að gera ætan mat úr þeim, með smá hugmyndaflugi

Jónína Dúadóttir, 14.11.2008 kl. 09:28

6 identicon

Sorry en lifrarbollur...ojbarasta jakk jakk jakk...en verði ykkur að góðu!

Ég get ekki prjónað svona mikið í einu, frekar gríp í þetta af og til..en dugleg ertu kona góð

Eigið góða helgi elskurnar

Jokka (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 11:39

7 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ég prjónaði heilmikið á mínum yngri árum, en geri lítið af því núna. Axlirnar mínar þola það illa. Gangi þér vel þú ofurkona.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 14.11.2008 kl. 13:21

8 Smámynd: Birna Dúadóttir

Lifrarbollur mmmm

Birna Dúadóttir, 14.11.2008 kl. 14:03

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Þú hefur greinilega ekki smakkað mínarTakk og sömuleiðis ljósið mitt

Ólöf mín: Þú gerir þá bara eitthvað annað í staðinn

Birna mín: Já ég veit það

Jónína Dúadóttir, 14.11.2008 kl. 16:34

10 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Sjóvettlingar voru tveggjaþumlavettingar kallaðir á bernskuheimilinu, ábyggilega af því á því heimili urðu allir karlmenn sjómenn um leið og þeir breyttust úr drengjum í pilta. Ég vissi ekki að aðrir notuðu svona vettlinga fyrr en núna. Heimskt er heimalið barn og því datt mér bara ekki í hug að bændur gætu nú kannske líka slitið þumlunum. Kannske hafa svona vettlingar bara heitið eitthvað annað svona rétt sunnan við hólana þarna norðan hnífapara

Ég er nú aldeilis sammála því að það er gaman að prjóna, hins vegar hef ég aldrei prjónað sokka, kann ekki á svona hæladót. Verði þér svo Ninna mín og spúsanum lifrarbollurnar að góðu, eitt af því fáa sem ég get ekki borðað, svo ég er ekkert svona á litinn af öfund. Þar sem víðsýni mín er nú með eindæmum veit ég að sumum þykir gott sumt sem mér þykir miður gott, mikið asskoti hefur mér nú farið fram. Svo er ég alveg sammála því að það vantar svona jólaeitthvað í tilfinningatáknin.

Hafðu það svo gott í kvöld með spúsa þínum, mín kæra

Sigríður Jóhannsdóttir, 14.11.2008 kl. 18:30

11 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Svei mér þá. Ég ætlaði nú ekkert að blogga á þínu bloggi Ninna mín

Sigríður Jóhannsdóttir, 14.11.2008 kl. 18:30

12 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 14.11.2008 kl. 21:35

13 identicon

Hvur nennir að prjóna 2 þumla ekki égég er  að prjóna  síða lopapeysu niður að hnjámjólahúsið þitt er FLOTThafðu það gott ljúfan ég hel ég fari að sofa núnagóða nótt

Dísa (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 23:19

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Ég þekkti svona vettlinga sem belgvettlinga þarna sunnan við hólana þarna norðan hnífapara en líka sem sjóvettlingaJá ég verð að segja að víðsyni þinni er viðbrugðið elskuleg og þó að mig gruni nú að bjartir litir fari þér vel, þá er ánægð með að þú ert ekkiá litinnOg svo máttu sko gera hvað sem þér dettur í hug á mínu bloggi... mí kasa, sú kasa... upp á íslensku au´ta´

Birna mín: Já hún er flott sko

Dísa mín: Þú ert góð, lopapeysa niður að hnjám... en nennir ekki að prjóna vettlinga með 2 þumlum... sko þó það væru 4 þumlar á hvorum vettlingi þá held ég nú sko að ég veldi þá frekar... Þú ert dugleg, ég hef alltaf vitað það Já jólahúsið er flott, sannarlega og ég vona að þú hafir sofið vel mín kæra

Jónína Dúadóttir, 15.11.2008 kl. 06:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband