Nú á ég tvö hús... fékk seinna húsið að gjöf í gærkvöldi, vantar samt bara afsalið
Ég var að passa Lindu sonardóttur í gærkvöldi og hún fór að segja mér að húsið hennar væri svooooo stórt...
Innifalið í stærðinni er gistiheimili, íbúð fyrir litlu fjölskylduna, þrjú gestahús og 100 fermetra skemma, vel stórt og þá sérstaklega þegar mín stelpa er bara svona lítið grjón sjálf
Ég samþykkti þetta auðvitað og sagði að ömmu og afa hús væri nú ekki svona stórt...
Amma mín, alltaf "mín" þessa dagana, af hverju eigið þið svona lítið hús ?
Eðlilegt að barnið spyrji... 150 fermetra hús er náttulega hálfgerð kompa og amman og afinn alveg í kremju auðvitað
Og þessi 3 ára yndislega góða mannvera, vorkenndi ömmunni svo innilega fyrir að eiga bara þennan litla og vesæla skúrræfil, að hún sagði: "Amma "mín" þú mátt eiga mitt hús með mér"
Ræði málið um afhendingu afsalsins við foreldrana seinna í dag
Ferlega góð núna í morgunsárið á laugardegi... engin vinna bara leti og ómennska alla helgina... jibbí og jólin alveg að koma
Eigið dásamlegan dag elskurnar mínar allar og endilega hlakkið ómælt til jólanna, það er bæði gaman og svo svakalega hollt fyrir sálartetrið











Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heiður Helgadóttir, 15.11.2008 kl. 09:18
Heidi mín: Hún er yndisleg, einfalt mál
Eitthvað farin að endurskoða þetta með afsalið sko....
Góðan dag handa þér líka mín kæra

Jónína Dúadóttir, 15.11.2008 kl. 10:01
Njóttu dagsins
Líney, 15.11.2008 kl. 10:13
Finnst þér ekki vera soldið þröngt hjá þér?
Erna Evudóttir, 15.11.2008 kl. 10:13
Þú verður nú að byggja við
Æi elskan mín, hafðu það gott í ómennskunni

Sigríður Jóhannsdóttir, 15.11.2008 kl. 10:15
Til hamingju með hitt húsið góða mín
. Dásamleg litla stúlkan
. Elskar ömmu sína svo mikið - vill ekki hafa hana í svona þrengslum 
, einmitt svipað og ég ætla að hafa það. 
Góður dagur í dag, líst vel á letina og ómennskuna
Alveg að koma jóla-kveðja
Hóffa (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 10:20
Ninna þetta er ekki dugnaður ég er bara svona handóð að ég þarf að hafa eitthvað milli handana
eigðu góðan dag með skottunni litlu sem gaf þér húsið
í dag ætla ég að vera í leti en vinna á morgun
Dísa (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 10:41
Notalegt að fá svona gjafir
Vitaskuld er allt of þröngt um ykkur afa í bara 150fm
En kannski nóg til að liggja í leti
Eigðu góðan dag með þínum 
, 15.11.2008 kl. 11:06
Líney mín: Sömuleiðis mín kæra
Erna mín: Jú jú, þú veist nú sjálf hvurs lags kytra þetta er, en þröngt mega sáttir sitja sko
Sigga mín: Byggja !!!! Nei!!!!
Takk elskan mín, það er einmitt planið og vona að þú hafir það best líka

Hóffa mín: Hún er svo dásamleg, mín stelpa
Leti og ómennska er sko ekkert eins ljótt eins og liggur í orðanna hljóðan
Gangi þér vel í því

Dísa mín: Takk mín kæra
Í dag ætla ég að vera í leti og á morgun ætla ég líka að vera í leti, svo vinn ég hálfan mánuð non stop
Dagný mín: Það er rétt svo að við komumst bæði fyrir í letiköstunum
Eigðu góðan dag líka og til hamingju með litlu fallegu dúllurnar þínar


Jónína Dúadóttir, 15.11.2008 kl. 11:20
Hvíldu þig, hvíld er góð
Sigríður Jóhannsdóttir, 15.11.2008 kl. 11:37
Sigga mín: Sömuleiðis mín kæra

Jónína Dúadóttir, 15.11.2008 kl. 11:49
Þröngt mega sáttir sitja og ósáttir troða sér! Sæt í sér litla snúllan að hugsa vel til ömmu sinnar
það er ekki hægt að hafa ömmu og afa í einhverjum smákofa
Megi dagurinn vera latur og góður 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 15.11.2008 kl. 12:02
Sigrún mín: Ja segðu gömlu greyin
Þakka þér fyrir og sömuleiðis
Jónína Dúadóttir, 15.11.2008 kl. 12:13
Ykkur veitir ekki af aðeins stærra húsi því að 150fm er allt of lítið. Fann hérna eitt sem hentar ykkur vel en ef þið þurfið stærra þá fann ég eitt en ég óttast að þið hafið ekki áhuga á að flytja suður.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 15.11.2008 kl. 14:15
Skatborgari: Þakka þér fyrir, athugum málið
Jónína Dúadóttir, 15.11.2008 kl. 15:04
Ég myndi að vísu halda mig við 150fm persónulega enda allt of dýrt að stækka við sig.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 15.11.2008 kl. 15:15
Til hamingju með nýja húsið hehe...settum upp útijólaseríur í dag
æðislegt alveg!
Er að fara að spila í kvöld á villibráðarkvöldi, eigið góðan dag
Jokka (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 15:40
Það er orðið jólalegt út hér
ekki af jólaljósum heldur jólasnjó
svona fyrir ykkur jólabörnin
Dísa (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 16:29
Ég fann jólaengilinn minn áðan og setti út í glugga. Í kvöld get ég setið og horft á hann
, æði gæði
Sigríður Jóhannsdóttir, 15.11.2008 kl. 17:41
Vá hvað hún er góð við ömmu sína. Ég er nú í 125 fermetrum + bílskúr(handa karlinum
), við erum þrjú heima eins og er og mér finnst þetta höll ( ef ég miða við að búa í litlu gömlu húsi með fullt af börnum.
Kvitt og knús.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 15.11.2008 kl. 17:44
Jokka mín: Æðislegt
Gangi þér vel og umfram allt góða skemmtun

Ragna mín: Kærar þakkir og sömuleiðis

Dísa mín: Allt í lagi ef það snjóar ekki bara óendanlega....
Ég er svo sátt við að vera kölluð jólabarn

Sigga mín: Æði, gæði


Dúna mín: Mér finnst okkar hús líka vera höll
Og það er nú alveg nóg pláss eiginlega

Jónína Dúadóttir, 15.11.2008 kl. 17:55
Ég fer að halda að ég búi þröngt,erum sex í 172 fermetrum....
Líney, 15.11.2008 kl. 19:21
Sigríður Jóhannsdóttir, 15.11.2008 kl. 19:22
Hehehe krúttið litla og ekkert smá sæt í sér að gefa ömmu og afa með í húsinu sínu.
Takk fyrir bloggvináttuna mín kæra og góða helgarrest hjá þér og þínum
Helga skjol, 15.11.2008 kl. 19:53
Líney mín:
Sigga mín:
Helga mín: Velkomin í bloggvinahópinn minn og sömuleiðis góða rest

Jónína Dúadóttir, 15.11.2008 kl. 22:30
En, hvað á maður annað að gera í þessum þrengingum og á þessum krepputímum - auðvitað verður maður að nota alla klæki götunnar ef maður ætlar að reyna að stækka við sig ..
Annars er það yndislegt hvað börnin eru dásamlega góð stundum við okkur gamla fólkið ... alltaf svo gjafmild og rausnaleg ... áður en maður veit - þá stendur maður á laufblaðinu einu saman úti á götu því börnin í ættinni eru búin að gefa allt sem .. sem ... sem við áttum en ekki þau! Spurning um að lögsækja þau ... eða fara í heimsókn til barnmargra fjölskyldna og fá sjálfur svona gjafir! Kannski eitthvert kvekendið væri til í að gefa mér svona eins og 30 fermetra viðbót við húsið mitt ....
En, ég er samt glaður með kompuna mína og ég mun sjá til þess að engin krakkaskömm fari að gefa einhverjum svo mikið sem klósettskálina mína ... alveg sama þó jólin séu á næsta leiti.
Þó þú sért þegar búin að fá þitt - og fleira en þér ber - þá ætla ég samt að gefa þér ssvona eins og nokkur knús með krami all over ... í anda jólanna!
Tiger, 16.11.2008 kl. 02:09
Högni minn: Smáöfundsýki í gangi af því að þú átt bara eitt hús
En takk fyrir íandajólannaknúsin minn kæri og af því ég er svo rík... af knúsum...
þá færð þú slatta til baka frá mér

Jónína Dúadóttir, 16.11.2008 kl. 05:38
Íbúðin mín er 88fm þegar að ég tek bílskúrinn með og það hentar mér vel hef ekkert við meira að gera enda einhleypt karlrembusvín sem er algjörlega vanhæft til að deita konur..
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 16.11.2008 kl. 06:40
Skattborgari: Öfunda þig af bílskúrnum
Eigðu góðan dag þú einhleypa karlrembusvín sem ert algjörlega vanhæft til að deita konur

Jónína Dúadóttir, 16.11.2008 kl. 06:55
Það er nauðsýnlegt að vera með skúr til að geta geymt mótorhjól og það sem þeim fylgir. Eigðu góðan dag í dag.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 16.11.2008 kl. 07:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.