Svartasta svarta....

Nú koma jólin alltaf nær og nær... Heart Mér finnst það dásamlegur tími, ekki síst aðventan... að sjá jólaljósunum fjölga smám saman á húsum, í gluggum og á trjám... finna fyrir tilhlökkuninni, sérstaklega hjá börnunum og hjá sjálfri mér auðvitað og ekki skemmir jólafríiðGrin Það eru auðvitað margir sem halda ekki jól, af trúarástæðum til dæmis og það er þeirra mál, en mér finnst að þá sé samt eingöngu verið að taka frá börnunum gleði og gaman... og þá er ég bara að tala um okkar nærumhverfi, ekki á heimsvísu... Wink En þetta er bara mín skoðun, ég er með miðjubarnasyndrumið og vil að öllum líði vel og allt sé gott allsstaðar... verst að ég reyni svo oft að svona hálf berja það í gegn... en átta mig nú yfirleitt í tíma samtWhistling Ég held ekki jól af neinum sérstökum trúarástæðum, ég held jól af því að mér finnst það gaman og alveg virkilega bráðnauðsynlegt að fá þessa upplyftingu í svartasta svarta skammdeginu og svo auðvitað líka af því að ég var alin upp við það og finnst allar þessar hefðir yndislegarInLove Það er líka til að fólki líður illa vegna þess að jólin eru að koma... mér finnst það sárt og vildi auðvitað geta gert eitthvað til að laga það... en er eiginlega alveg búin að fatta að ég breyti ekkert hugsanagangi neins eða vanlíðan... því miðurHeart En þó það sé aldrei hægt að láta öllum líða vel, ég er löngu hætt að ímynda mér að ég geti bjargað öllum heiminum, þá er samt alltaf hægt að gera eitthvað fyrir einhvern og þó lítið sé fyrir þann sem gefur, getur það verið stórt fyrir þann sem þiggur. Ég hef alltaf laumað einhverju inn einhversstaðar, bara af því bara... mér líður vel með því og það fær enginn að vita hvaðan það kemur... það er svo gaman að leika jólasveinJoyful Eigið sælan sunnudag þarna úti, ég ætla að fara að prjónaGrin Heart Joyful

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Ég sé að þú ert vöknuð áður en ég fer að sofa.

Það er ágætt að hafa eitthvað sem hressir upp á tilveruna í svartasta skammdeginu eins og jólin. Er búinn að setja það skraut upp sem ég ætla að setja upp. Gangi þér vel að prjóna í dag.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 16.11.2008 kl. 06:57

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari: Já það er ábyggilega einhver tegund af þroskaheftingu að fara alltaf svona snemma á fæturGrunaði nú alveg það þú mundir setja upp eitthvað jólaskraut sko, ég held þér sé ekki eins leitt og þú læturTakk fyrir það, ekki veitir af peppinu, ég er að prjóna frekar leiðinleg skyldustykki

Jónína Dúadóttir, 16.11.2008 kl. 07:02

3 Smámynd: Skattborgari

Jónína það er alveg á hreinu að það er ákveðin tegund af þroskaheftingu og líka það að vera ekki farin að sofa á þessum tíma.

Það skal taka það fram að það eina sem fer upp er það sem mamma kemur með og telur að eigi að fara upp og ég bæti engu við það finnst það vera meira en nóg.

Kveðja frá hinu einhleypa karlrembusvíni.

Skattborgari, 16.11.2008 kl. 07:12

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari: Já við erum bæði þroskaheft þáÆi já þú veist hvernig þessar mömmur eru, en þær vilja svo velEigðu góðan dag einhleypa karlembusvínið þitt

Jónína Dúadóttir, 16.11.2008 kl. 07:18

5 Smámynd: Skattborgari

Jónína er það ekki frekar góða nótt þar sem að ég er ekki enn farinn að sofa?

Þessar mömmur hugsa oft svona sem getur bæði verið kostur og galli eftir því hvernig er litið á málið.

Eigðu góðan dag Jónína.

Kveðja Skattborgari.

Ps ég vona að ég verði ekki einhleypt karlrembu svín næstu 20-30árin.

Skattborgari, 16.11.2008 kl. 07:27

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skattborgari: Auðvitað góða nótt, þegar þú ferð að sofaVeit ekki hvort það þarf nokkuð að skilgreina hvort það er kostur eða galli með mömmurnar, (verandi mamma auðvitað og á einn svona svipaðan "rolling" og þú ert) ást móður er einhvernveginn hafin yfir allar skilgreiningarÞú ert ekkert eins mikið karlrembusvín og þú vilt vera að láta og ef þú verður ekki genginn út innan tveggja ára þá skal ég éta hattinn minn... það er loforð 

Jónína Dúadóttir, 16.11.2008 kl. 08:11

7 Smámynd: Helga skjol

Já svei mér þá, nú veit ég að það eru fleiri en ég sem kunna (geta) ekki sofið út á Sunnudegi, ég er nú ekki jafndugleg og þú samt í því að byrja að gera eitthvað, heldur hangi ég í tölvuni meðan ég er að vakna og fer svo í það á eftir að sauma  jólakortin.

Knús inní góðan Sunnudag

Helga skjol, 16.11.2008 kl. 08:29

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Helga mín: Ég kann og/eða get aldrei sofið út, hvort sem er sunnudaga eða aðra dagaOg ég er ekkert endilega að gera neitt, bara eins og þú hanga í tölvunni með kaffibollann lengi vel fyrst og drattast svo kannski á endanum til að gera eitthvaðKnús inn í þinn dag líka 

Jónína Dúadóttir, 16.11.2008 kl. 08:40

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Trúi því alveg upp á þig mín kæra

Jónína Dúadóttir, 16.11.2008 kl. 10:54

10 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það þarf ekkert endilega að vera af trúarlegum ástæðum að halda jól. Jólin eru hátíð ljóss og friðar. Mér finnst æðislegt að sjá hvað jólaljósin eru látin loga lengur en bara rétt yfir jólin. Þetta styttir skammdegið. Svo fær líka kærleikurinn að njóta sín enn betur á þessum tíma í öllum sínum myndum, til dæmis eins og þú að gerast jólasveinn  Vona að þú njótir þess aðeins líka, að klára skyldustykkin þín

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 16.11.2008 kl. 10:55

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: Svo sammálaÉg er alveg að verða búin með skyldustykkin, gaman þegar þau eru búin og alveg þess virði að drífa þá bara í þessu í einum grænum hvelliSvo held ég áfram að jólast aðeins meira

Jónína Dúadóttir, 16.11.2008 kl. 11:12

12 identicon

Alltaf notalegt að lesa bloggið þitt kæra vinkona
Ég reyni alltaf að sofa aðeins lengur um helgar og er ánægð ef það nær fram yfir níu.
-En ég er ekki að jólast þar sem ég þarf fyrst að ljúka tveimur íslenskuverkefnum áður en kemur að jólaundirbúningi -nema auðvitað í huganum. En gott finnst mér að sjá ljósin koma upp eitt af öðru.

Hóffa (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 11:29

13 identicon

Vertu dugleg að prjóna ég ætla að prjóna  eftir vinnu við sjónvarpið í kvöld ég er alveg að verða búin með peysuna

Dísa (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 11:31

14 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég verslaði mér slatta af seríum,sem eru í pokanum  ennþá,á gólfinu,við hliðina á öllum kössunum,með flísunum.Kannski verður það bara þarna,fram yfir áramót

Birna Dúadóttir, 16.11.2008 kl. 11:51

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hóffa mín: Þakka þér fyrir að nenna að lesaGangi þér vel með íslenskuverkefnin, þú ferð létt með þau

Dísa mín: Var að klára fjórða þumalinnÞú ert handavinnu snillingurinn mín kæra það hef ég nú alltaf vitað

Birna mín: Þú bara finnur klærnar á seríunum og stingur þeim í samband, lýsir upp flísarnar í leiðinniUm að gera að vera með eitthvað svona öðruvísi

Jónína Dúadóttir, 16.11.2008 kl. 12:03

16 Smámynd: Líney

Góðan dag  Ninna  mín Hugsum hlýtt til  þeirra sem eiga  bágt í dag.

Líney, 16.11.2008 kl. 12:12

17 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

, þú ert yndi Ninna mín!

Sigríður Jóhannsdóttir, 16.11.2008 kl. 12:22

18 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

En Ninna eru fjórir þumlar á tveggja þumla vettlingi?

Sigríður Jóhannsdóttir, 16.11.2008 kl. 12:24

19 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Líney mín: Við gerum það alltaf mín kæra og góðan dag

Sigga mín: Þú líka mín kæra frú SigríðurÞað eru fjórir þumlar á tveimur tveggja þumla vettlingum og reiknaðu svo minn kæri kennari

Jónína Dúadóttir, 16.11.2008 kl. 13:00

20 Smámynd: Tiger

 Kerling ... sko ... ég bara elska þig! Það er ekkert flókið við það og engir snúningar - ja - nema kannski ég skreppi með þig á dansiball og taki þar snúninga með þig í fanginu!

Þú ert bara svo mikil gersemi, ert svo algerlega sálusamstæða mín - nema kannski þetta með að vinda köttinn til að fá morgunsturtu - og grobbið með að geta haldið á heilu eldhúsgólfi .. og ... og ... og .... hmmmm!

Held þú sért annars bara kerling sem allir vilja eiga að - allavega myndi ég gefa mikið til að hafa þig fyrir nágrannakonu - díssess hvað ég myndi hanga á glugganum þínum - bara til að smitast af góðmennskunni og ljúflegu jákvæðninni þinni. Hver veit nema ég gæti þá líka krækt í afsalið að húsinu sem þú kræktir í af blessuðu sonarbarninu ... hux?

Annars er ég bara góður - hættur að bölsótast yfir hjákonunni, enda er hún ekki lengur í vondum höndum tölvulistans - heldur á kafi í heitum potti uppi í bústað. Fæ hana heita og soooo clean eftir helgina ... mí looking so much forward to that.. só tú spík!

En, lauma hér með þessum orðum - eins og tveim prjónuðum knúsum og einu heimagerðu krami ... segggðu svo að mahrr geti ekki verið myndó heimavið líka... huhhh!

Tiger, 16.11.2008 kl. 13:56

21 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Jebbs, þú sem sagt varst að tala um eitt par

Sigríður Jóhannsdóttir, 16.11.2008 kl. 15:47

22 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Högni minn: Mikið væri ég líka til í að hafa þig fyrir nágranna, þá yrði eintómt fjörTakk fyrir heimagerðu knúsin og kramið, það er svo hlýlegt og persónulegt að fá gjafir sem vinir manns búa til sjálfirÞú ert megamyndó heimavið, hef nú alltaf sagt það...skoOg auðvitað elska ég þig líka

Sigga mín: Já elskan ég var að tala um eitt par

Jónína Dúadóttir, 16.11.2008 kl. 16:19

23 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hreinlega elska jólin og einkum er gott og gaman að upplifa þau í gegnum börnin.

Það væri þokkalegt svartasta skamdegið ef jólanna nyti ekki við.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.11.2008 kl. 16:19

24 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jenný mín: Segi það með þér

Jónína Dúadóttir, 16.11.2008 kl. 16:28

25 identicon

sæl mín kæra, gott að finnast maður vera að tala við þig eins og í denn og mun halda áfram að skoða hér inn kærleikskveðja héðan

Jóhanna S Garðars (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 00:02

26 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóhanna mín: Heil og sæl mín kæra vinkona, mikið er gaman að þú skulir kíkja hérna til mín

Jónína Dúadóttir, 17.11.2008 kl. 06:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband