Nei nei, ekki uppskrift og ekki stjörnuspá, heldur námskeið sem ég fór einu sinni á í vinnunni
Það hét "Fiskurinn" og innihélt einfaldlega leiðbeiningar um það hvernig er hægt að hafa gaman í vinnunni. Menn sem unnu á fiskmarkaði einhversstaðar í USA ákváðu að það þyrfti ekkert endilega að vera leiðinlegt að vinna á fiskmarkaði... þeir fóru að leika sér í vinnunni.... syngja, kasta á milli sín fiskinum, fóru fram fyrir búðarborðið og gáfu börnunum nammi... brutu þetta svolítið upp á hressilegan hátt
Langflestir viðskiptavinirnir höfðu virkilega gaman að þessu og þeim sjálfum leið betur í vinnunni, tilganginum náð
Nokkrar samstarfskonur mínar náðu alls ekki hugmyndafræðinni á bak við þetta, svona eins og gengur og gerist um fólk, ekki allir eins innstilltir. Ég fylgdist mest með því sem þær sögðu og hef sjaldan skemmt mér eins vel á kostnað annarra... en þær voru sko alls ekkert að grínast... því miður
"Hver er eiginlega meiningin með þessu, eigum við að fara að kasta einhverju í gamla fólkið ?" var ein snilldin... hvað er hægt að misskilja mikið ?
"Hvernig eigum við að hafa gaman í vinnunni, þetta gamla fólk er nú ekki beinlínis skemmtilegt"
Æææ... akkúrat manneskja sem þurfti mest á þessu námskeiði að halda... greinilega
Auðvitað er gamalt fólk misskemmtilegt og sumir munminnaskemmtilegri en allir aðrir, en það var heldur ekki meiningin með þessu námskeiði að kenna okkur að finna einhverja skemmtikrafta inni á heimilunum í vinnunni okkar
Heldur að finna skemmtunina innra með okkur og helst af öllu að dreifa henni svolítið... ég er sko alveg með á þeirri línu
Af því að eftir því sem ég best veit (gott að orða þetta bara svona til að styggja nú engan)
þá lifi ég bara einu sinni og hef allan hug á að hafa eins gaman og hægt er svona rétt á meðan... og ekki skemmir að geta laðað fram bros stöku sinnum
Eigið góðan dag elskurnar mínar allar og munið eftir fiskinum














Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heiður Helgadóttir, 19.11.2008 kl. 08:13
Heidi mín: Eiginlega bara svona áminning að reyna að gera samt gaman, þó við vinnum einar...
Það er alveg hægt, svolítið erfitt stundum samt
Jónína Dúadóttir, 19.11.2008 kl. 08:17
Líney, 19.11.2008 kl. 08:27
Líney mín: Góðan dag

Jónína Dúadóttir, 19.11.2008 kl. 08:54
Jónína þú veist að þeir sem eru alltaf jákvæðir lifa lengur en þeir sem eru alltaf neikvæðir. Ef aðili er alltaf þungur og neikvæður þá eru meiri líkur á þunglyndi sem þýðir að fólk hugsar oft minna um heilsuna og er líklegra til að kála sér og viðkvæmara fyrir ýmsum sjúkdómum. Það eru líka minni líkur á að það fari til læknis ef það finnur að það er eitthvað að.
Það er best að vera neikvæður og þunglyndur áfram í þeirri vona að drepast vel fyrir 35ára aldurinn.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 19.11.2008 kl. 09:25
Skattborgari: Þú ert enn við sama heygarðshornið
Eigðu góðan dag minn kæri

Jónína Dúadóttir, 19.11.2008 kl. 09:51
Eigðu líka góðan dag Jónína.
Það er því miður þannig með svona námskeið að þeir sem þurfa mest á þeim að halda taka þau ekki til sín.
Kær kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 19.11.2008 kl. 10:18
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 19.11.2008 kl. 11:46
Þið getið prófað að henda gamla fólkinu á milli ykkar (í staðinn fyrir fiskinn)
en það er á manns eigin ábyrgð hvort það er gaman í vinnunni eður ei
Góðan dag til þín sömuleiðis
Jokka (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 12:01
Skattborgari: Já mikið rétt
Sigrún mín: Ég neita því nú ekki að stundum langar mig að henda einhverju í sumt af þessu liði, kannski bara fiski
Sömuleiðis mín kæra
Jokka mín: Ef ég væri ekki alltaf að vinna ein þá sko...
Sömuleiðis
Jónína Dúadóttir, 19.11.2008 kl. 13:48
knús á þig inní góðan dag
Helga skjol, 19.11.2008 kl. 13:58
Helga mín: Kærar þakkir og sömuleiðis
Jónína Dúadóttir, 19.11.2008 kl. 15:11
Það er bara ekki annað hægt,en að hafa gaman í vinnunni
Annars myndi ég vera löngu hætt í mínu kaupfélagi
Birna Dúadóttir, 19.11.2008 kl. 15:48
Ég þekki líka þessa hugmyndafræði og finnst hún hreinasta afbragð :)

Sumu fólki er hreinlega ekki viðbjargandi, hvort sem þeir eru munminnaskemmtilegir eða hreinlega leiðinlegir og munu aldrei tileinka sér neitt sem gæti gert þá þolanlegir fyrir okkur hin
En þá komum við á óvart, með okkar frábæra viðhorfi sem er auðvitað að vera jákvæð og hafa gaman af lífinu (og æfum okkur í að telja upp í 10, 100 eða jafnvel 1000 til að þurfa ekki að missa okkur gagnvart þessum hinum :)
-ég er mjög flink að telja frá hundað og niður í núll og er snögg að því....allt frekar en að missa sjálfa mig í neikvæðni annarra
Hóffa (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 17:34
Birna mín: Gaman í kauffélaginu
Hóffa mín: Stundum upp í að minnsta kosti 1000
Ég ætla að æfa mig í að telja aftur á bak, ég mundi ruglast svo oft að bara það kæmi mér til að hlægja
Jónína Dúadóttir, 19.11.2008 kl. 18:47
Þá daga sem mér finnst leiðinlegt í vinnunni er það reyndar yfirleitt bara mér að kenna, ég illa sofin, þreytt og pirruð
. Ég mundi ekki endast í minni vinnu ef ég hefði ekki gaman að henni. 
Njóttu kvöldsins Ninna mín
Sigríður Jóhannsdóttir, 19.11.2008 kl. 20:42
Sigga mín: Nákvæmlega
Takk mín kæra og sömuleiðis
Jónína Dúadóttir, 19.11.2008 kl. 21:24
Það sem skiptir mestu máli til að vera ánægður í vinunni er að vera í vinnu sem hentar manni. Það að vera í vinnu sem hentar manni illa er ávísun á þunglyndi.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 19.11.2008 kl. 21:30
Skattborgari: Rétt hjá þér og við viljum ekki þunglyndi
Jónína Dúadóttir, 19.11.2008 kl. 21:35
Jónína ég held að það vilji það mjög fáir nema þeir sem eru þunglyndir fyrir og vilja deyja og finnst lífið ekki þess virði að lifa því eins og ég.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 19.11.2008 kl. 21:44
Hér hjá fyrirtæki einu á Selfossi starfar maður sem er í "none stop fýlu" og er slíkur skemmtikraftur að það að kalla hann hundleiðinlegan væri sko rúmlega hól. Hann kallar alltaf fram hjá mér smá löngun í ofbeldi. En mest samt .. nei ofbeldi er bara rétta orðið...
Nú ég ákvað að prófa nú samt að hæla honum fyrir frábæra þjónustu... (nú segja þeir sem þekkja mig að þeir geti rétt ímyndað sér háðstóninn sem hafi fylgt þessu þakklætinu...) en nei.. ég bara hældi kallinum kurteislega með orðunum "þakka þér kærlega fyrir góða þjónustu".
"Hver andskotinn er eiginlega að þér?" svaraði sá "þjónustulundaði" og gersamlega reddaði deginum hjá mér. Og síðan hef ég bara gaman að ólundinni í honum.
Svo Ninna mín... þessi speki þín svínvirkar:-)
Þorsteinn Gunnarsson, 20.11.2008 kl. 01:40
Skattborgari: Það eru til lyf við þunglyndi og það er auðvelt að nálgast þau... þú ferð til læknis
Það er þarna fólkið sem er í vinnu hjá okkur við að greina sjúkdómana okkar, hvort sem þeir eru af andlegum eða líkamlegum toga og redda okkur meðferð og/eða lyfjum við þeim... svo bara drífa sig og panta tíma
Steini minn: Drengur... ekki hefurðu þó verið að hæðast að manngreyinu
Ég mundi alveg vilja fá að komast í tæri við hann þennan, þá fyrst yrði ég obbosslega kurteis og alúðleg
Já væni þetta svínvirkar
Jónína Dúadóttir, 20.11.2008 kl. 05:46
Las þessa bók á sundlaugarbakka á Rhodos sl. sumar, kom full af (fiska) energy heim, en þarf að endurnýja lesturinn!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.11.2008 kl. 08:03
Jóhanna mín: Já það er nauðsynlegt að rifja þetta upp annað slagið
Jónína Dúadóttir, 20.11.2008 kl. 08:36
@Ninna - Nei ég var sko alveg sunnudagaskóla kurteis og "háðfree"!
Gagnvart þjónusutu hef ég hinsvegar hef ég yfirleitt tekið það pól í hæðina að hrósa og þakka fyrir það sem vel er gert og síðan að benda fólki á það sem betur má fara ef það á við(Helga mín segði eflaust að þetta ætti að lesast: "Láta fólk heyra það á mannamáli". - En gamanlaust þá reyni ég alla vega að vera sanngjarn.
En ég hef svo sem bent fólki á að það ætti frekar heima niðrí skurði með skóflu en í þjónustustörfum. - En ég hef líka lagt það á mig að segja yfirmanni frá því þegar mér hefur verið veitt flott þjónusta af manni á gólfi. En kannski er ég bara að kaupa mér gleðileg jól með því til þess að réttlæta fyrir mér réttinn til þess að gagnrýna:-)
En auðvitað kýs maður oftast með fótunum. Þ.e ég reyni að fara á þá staði sem veita mér góða þjónustu en forðast hina. Og ég er til í að borga jafnvel aðeins meira fyrir þjónustuna enda er hún verðmæti ekki síður en vara. Og það mætti alveg segja mér að þjónustan fengi æ auknara vægi á næstunni.
framhald í næsta bindi:-)
Kv. í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 20.11.2008 kl. 08:57
"Framhald í næsta bindi"
Ég er alveg sammála þér, ef ég fæ góða þjónustu þá hrósa ég viðkomandi feimnislaust og hástöfum og vil gjarnan borga vel fyrir góða þjónustu, en ef þjónustan er léleg þá er ég ekkert heldur feimin við að nefna það og það á maður heldur ekki að vera
Jónína Dúadóttir, 20.11.2008 kl. 09:33
Jónína. Það er of dýrt að fara til læknis og það er betra að hann eyði sínum tíma í eitthvað skárra sem gefur meira af sér eins og að spila gólf.
Svo vill ég ekki taka neinn lyf sem geta lengt líf mitt bara lyf sem geta stytt það.
Kveðja Skattborgari,
Skattborgari, 20.11.2008 kl. 20:22
Svo er líka annað og það er líka hægkvæmara að hafa mig þunglyndan minni líkur að ég geri eitthvað að mér eins og að stofna fjölskyldu.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 20.11.2008 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.