Enginn svakalega sérstakur svo sem samt, jú auðvitað má segja fyrsti dagurinn af þeim sem ég á eftir ólifaða
Ég er að hlusta á jólalög... uppáhaldið mitt "Skrámur skrifar jólasveininum" er á núna... Frábært hugmyndaflug hjá Ladda og passar líka vel við svarta húmorinn minn... sem ég reyni samt af öllu afli að ofnota ekki...
Á eftir kemur svo "Ef ég nenni" flott líka...
Bæði eru svona uppáhalds jólaundirbúningslögin mín, svo þegar nær dregur breytist jólatónlistarsmekkurinn sjálfkrafa og þá fer ég meira yfir í hefðbundið... Úbbasía... ég heiti Jónína og er gagnsæ, venjuleg og fyrirsjáanleg.....
Jæja skítt og laggó, ferlega góð inn í daginn samt
Það er þetta venjulega íslenska sýnishornaveður hérna á norðurhjaranum, í fyrradag var 11 stiga hiti og rigning, í dag er allt orðið hvítt af snjó... skemmtilega ruglingslegt að venju
Þarf að fara í dag og kaupa lopa í kjötpeysu, skárra en að kaupa kjöt í lopapeysu... arg... ég er svo fyndin svona í morgunsárið
Búin að prjóna húfu og tveggjaþumlavettlinga og bara peysan eftir handa bóndanum vini okkar, sem sér okkur fyrir besta lambakjötinu á hverju ári
Verð örugglega fljót með hana, mér finnst gaman að prjóna lopapeysur og liggur á að koma þessu til hans sem fyrst ! En núna ætla ég að fara og fá mér nokkur köff og klára jakkapeysuna á mína stelpu, hana Lindu Björgu hriggjára
Eigið góðan dag elskurnar og farið vel og varlega með ykkur... þangað til við skjáumst næst












Flokkur: Bloggar | 20.11.2008 | 07:35 (breytt kl. 07:42) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ragna mín: Jólaundirbúningsknús inn í þinn dag mín kæra

Jónína Dúadóttir, 20.11.2008 kl. 07:41
Já Skrámur stendur sko alltaf fyrir sínu.
Og "Ef ég nenni" er mest spilaða jólalag heimilisins til margra ára - svona fyrir utan Bing Crosby spóluna sem ég fékk í eldgamlagamladaga.
Frábært að fá snjó svona í jólahugleiðingunum. Gangi þér vel í peysugerðinni

, 20.11.2008 kl. 07:55
Líney, 20.11.2008 kl. 08:16
Nu är det jul igen.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.11.2008 kl. 08:18
Hérna í fámenninu eru þó nokkrir búinir að kveikja á jólaseríunum(sem aldrei voru teknar niður)það er bara næs svona í myrkrinu sem er þegar ég fer af stað og er komið aftur þegar ég kem heim
Erna Evudóttir, 20.11.2008 kl. 08:30
Líney mín: Það lag er akkurat í spilun núna
Jenný mín: Ójá

Erna mín: Þetta er náttulega bara vinnusparnaður, það koma alltaf jól aftur og aftur...
Jónína Dúadóttir, 20.11.2008 kl. 08:34
Ég þarf að hlusta á fleiri jólalög. Kæmist þá örugglega fyrr upp úr pestinni. Ég ætla að byrja á einni lopapeysu þegar ég kemst á lappir. Gangi þér vel

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 20.11.2008 kl. 08:35
Dagný mín: Já mér finnst líka frábært að fá smá snjó á þessum tíma
Las pylsugerðinni og kom af fjöllum, eins og hver annar jólasveinn
Þakka þér fyrir heillin

Sigrún mín: Ertu ennþá í flensunni skinnið mitt
Settu uppáhaldsjólalögin þín í græjurnar eða hlustaðu á Léttbylgjuna, þeir eru byrjaðir að spila jólalögin
Láttu þér batna fljótt og vel mín kæra

Jónína Dúadóttir, 20.11.2008 kl. 08:43
ég er bara heima með hrikalega hálsbólgu
ætti kannski að setja jólaplötu á fóninn 
og vita hvort mér batnar ekki
Dísa (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 08:44
Dísa mín: Þú tekur þér ýmislegt fyrir hendur mín kæra, en greinilega ekki allt jafngáfulegt
Manni líður allavega betur á sálinni við að hlusta á jólalögin og er ekki sálin rétt hjá hálsinum
Farðu vel með þig vina mín

Jónína Dúadóttir, 20.11.2008 kl. 08:49
þakka þér fyrir ég hef ekki tíma til að vera veik núna svo ég verð að finna ráð til að ljúka þessu fljótt og vel ætla til læknis í dag
Dísa (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 08:54
Dísa mín: Góð

Jónína Dúadóttir, 20.11.2008 kl. 08:57
jæja búin að fara til doksa og komin á sýklalyf svo nú get ég farið í vinnuna
Dísa (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 10:15
Þetta er alveg að koma hérna. Komst í smá jólastuð heima en núna um helgina ætla ég að byrja fyrir alvöru. Jóla hvað????
Ía Jóhannsdóttir, 20.11.2008 kl. 10:57
Dísa mín: Já elskan ekki slaka á svona rétt á meðan lyfið byrjar að verka aðeins...
Rétt eins og ég hefði gert, en ég segi engum frá því
Ía mín: Já er það ekki bara
Jóla hvað, hvað ?
Jónína Dúadóttir, 20.11.2008 kl. 12:24
Þú ert óútreiknanlegur, óforbetranlegur og óforskammaður - gleði- og Jólapinni! Ef þú værir gegnsæ og útreiknanleg - þá myndi ég ekki koma hingað inn til að lesa - því þá myndi ég þegar vita hvað þú værir að skrifa og þá væri nú ekkert gaman lengur sko!
Jólalag hvað ... þegar Skrámur kom út fyrir ... ja ... öllum þessum árum - þá "söng" ég þetta lag inn á kasettu og sendi til bróður míns sem bjó þá erlendis - því miður! Núna er stanslaust verið að spila þetta í öllum jólaboðum og partýum - mér til ama sko og skammar! Þurfti bróðir minn ekki endilega að geyma kvikendið og fjölfalda það svo nú er það til á heimilum allra systkyna minna á diskum! En ég held samt svolítið uppá lagið sko!
Ef ég nenni ... eða nei ... ég nenni ekki .. leiðinlegasta lag sem ég hef nokkurn tíman heyrt bara! Segi það satt, fer alltaf yfir á aðra rás ef þetta lag poppar upp ... afturámóti er ég kolfallinn fyrir jólahjólinu.
Ef ég fengi að ráða - þá myndi ég setja í lög að útvarpið ætti að setja á stofn eina rás - þar sem ekkert væri spilað í desember - nema PanPipe jólalög! Elska PanPipe lög .. allt með PanPipe bara!
Annars er ég feginn að ég þurfi ekki að ganga í Peysu úr kjöti .. ferlega fyndin addna - ég hló! For real sko ....
Að lokum syng ég hér með eitt jólalag fyrir þig - með PanPipe röddinni minni ...
jamm, glætan!
Held ég sendi þér frekar bara áframhaldandi heimagerð knúserí og kramerí - en þau eru ekki gerð úr kjötafgöngum, lofa því! Knússsssss...
Tiger, 20.11.2008 kl. 13:53
Knús á þig mín kæra
Helga skjol, 20.11.2008 kl. 15:45
Högni minn: Ég þarf með einhverjum ráðum að ná í þína útgáfu af Skrámi... nema þú bara sendir mér hana sjálfur til að einfalda málið
Mér finnst Jólahjól vera leiðinlegt lag, en það er bara vegna leiðinda atviks í sambandi við spilun á því í denn, hlýt að fara að taka það í sátt
Elska aftur á móti PanPipe
... og takk fyrir að syngja fyrir mig... held ég
Knús á þig líka minn kæri

Helga mín: Sömuleiðis


Jónína Dúadóttir, 20.11.2008 kl. 15:58
Óóó svo berst ómur og samhljómur til eyrna af indælum söng............!
. Ég hlakka svoooooooo til jólanna
Sigríður Jóhannsdóttir, 20.11.2008 kl. 18:59
Sigga mín: Og ég líka


Jónína Dúadóttir, 20.11.2008 kl. 22:41
Jólahvað? Jólahjól? Kvitt og kveðja.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 20.11.2008 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.