... að það kom föstudagur
Það bættist við nýr skjólstæðingur í kvöldvinnunni um daginn, sem er svo sem ekkert í frásögur færandi, en ég ætla samt að færa það hér í frásögur...
Það rifjaðist upp fyrir mér af hverju það er talað um að einhver sé "af gamla skólanum"
Skjólstæðingurinn, vingjarnleg eldri kona, hafði komið heim fyrr um daginn úr nokkurra vikna hvíldarinnlögn og sagði að það væri ekkert til í ísskápnum. Ég spurði hana hvort það kæmi ekki einhver til hennar fyrir kvöldið ? "Jú jú tengdasonur minn kemur"... Það er gott þá getur hann farið og verslað aðeins fyrir þig.... Hún leit ferlega furðulega á mig og sagði svo: "Hann er læknir" ! Já það er nú aldeilis fínt og hann skreppur þá í búðina fyrir þig, sagði ég algerlega blind á ábendinguna sem fólst í þessari upphrópun...
Hún glennti upp augun, greinilega yfir sig forviða á þessari virðingarskertu manneskju og endurtók: "Hann er læknir !" Ég sagði ekkert meira, það var greinilega alls ekki viðeigandi að ætlast til þess að "læknir" færi í búð
Annars ferlega fín á föstudegi
Mér er lengi búið að þykja ofsalega vænt um alltaf annan hvern föstudag... og sá föstudagur er alltaf í þeirri vikunni sem ég vinn kvöldvinnuna
Einn þeirra er til dæmis í dag og lífið er ljúft
Eigið góðan dag elskurnar mínar allar og ennþá betri helgi










Flokkur: Bloggar | 21.11.2008 | 07:53 (breytt kl. 08:00) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður
Hóffa (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 07:55
Hóffa mín: Já mér fannst það
Jónína Dúadóttir, 21.11.2008 kl. 07:59
Ragna mín: Já segðu
Risaknús inn í þinn dag mín kæra
Jónína Dúadóttir, 21.11.2008 kl. 08:09
Sennilega svangur læknir þá fyrst hann hefur ekki próf til að fara í búðir
Erna Evudóttir, 21.11.2008 kl. 08:12
Erna mín: Já og það verulega
Jónína Dúadóttir, 21.11.2008 kl. 08:13
Þó að maðurinn sé læknir þá er hann ekkert of góður til að fara í búðina.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 21.11.2008 kl. 08:32
þetta er frábært þegar við erum að lóga þá erum við ekkert vinsæl í búðinni það þykir frekar vond lykt af okkur ætli það sé svona lykt af læknum
Dísa (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 08:46
Ætli það hefði verið sama viðhorf ef tengdadóttirin væri læknir? Hjá þessari kynslóð kvenna eru karlkyns læknar hálfguðir
. Það sama gildir þó yfirleitt ekki um kvenkyns lækna.
, 21.11.2008 kl. 08:55
Hehe góð þessi virðulega eldri kona
. Á ekki annars að mæta á blogghitting á morgun
.
Knús inní góða helgi mín kæra
Helga skjol, 21.11.2008 kl. 08:56
Heheheh er hér í kasti. Blessað gamla fólkið. Kveðja inn í góðan föstudag.
Ía Jóhannsdóttir, 21.11.2008 kl. 09:33
Jahérna, læknar taka semsagt ekki kúrsinn "faraíbúðfyrirgamlarkonur101"
allavega ekki í huga þessarar blessuðu konu...
Eigðu góðan dag sömuleiðis mín kæra
Jokka (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 09:42
Skattborgari: Honum finnst það örugglega ekki heldur
Dísa mín: Kannski það
Ég skil frekar vel að þið skulið ekki vera vinsæl innan um fólk á þessum tíma, ég maaaaaaan lyktina

Dagný mín: Nei kvenkynslæknir hefði sko alveg örugglega fengið að fara í búðina fyrir hana
Helga mín: Hún er ágæt
Væri gaman að geta komið, er bara að leysa tvær af þangað til á sunnudagskvöld, kem örugglega næst
Knús inn í góða helgi hjá þér líka
Jónína Dúadóttir, 21.11.2008 kl. 09:51
Jokka mín: Nei hún er svo alveg með það á hreinu
Hafðu það best

Jónína Dúadóttir, 21.11.2008 kl. 09:52
Þessi er bara frábær, ein af gamla skólanum HEHE.
Kærleikur til þín Jónína mím
Kristín Gunnarsdóttir, 21.11.2008 kl. 13:59
Ég þekki nú fólk af gamla skólanum og það hugsar ekki svona. Þessi hlýtur að vera af "eldgamla skólanum"
En af hverju þykir þér bara vænt um annan hvern föstudag..? Hux hux
Góða helgi ljúfan 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 21.11.2008 kl. 16:19
Kristín mín: Góða helgi mín kæra

Sigrún mín: Aðra hverja viku 7 daga, vinn ég bæði dag og kvöldvinnu. Þá viku sem ég vinn bæði og er þessi vika, er ég orðin svooolítið uppgefin svona seinnipartinn á föstudögum og bíð í ofvæni eftir að vinnudagurinn klárist... sem gerist klukkan 9 í kvöld....
þá á ég bara eftir að vinna 17 - 21 á morgun og hinn, smá afleysingar að vísu líka, en næstu viku vinn ég svo bara frá 10 - 15 og ekkert helgina þar á eftir
Góða helgi elskuleg
Jónína Dúadóttir, 21.11.2008 kl. 16:43
Já Ninna mín þessi lykt er ógleymanleg
ógeðslegþað ætti að sprengja nokkra kyrtla á alþingi til að koma þessari ríkisstjórn frá
Dísa (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 18:10
Veistu ég veit hvaða læknir þetta er og veit líka að honum finnst hann ekkert of góður að fara í búð fyrir tengdó
. Ég hef meira að segja hitt hann í Bónus
Sigríður Jóhannsdóttir, 21.11.2008 kl. 19:13
Gleymdi knúsi og óskum um góða helgi mín kæra
Sigríður Jóhannsdóttir, 21.11.2008 kl. 19:14
Jónína ég held að það sé alveg rétt hjá þér. Það er mikið af eldra fólki sem álítur að fólk sem er menntað sé yfir annað hafið eins og margir töldu í gamla daga.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 21.11.2008 kl. 19:19
Mér dettur í hug amma mín en hún var fædd 1898 og hún prjónaði mjög flottar peysur á prjónavélina(sem er hjá mér Prjónavélin)til dæmis kisur og báta. Ef hún var að prjóna á Lækni, Prest, eða aðra MERKA menn þá kom sérstakur tónn í röddina. Amma mín var af gamla skólanum en samt frábær og mikil hannyrðakona, ég skyl bara ekki af hverju ég hef hannyrðirnar ekki inni, það kemur kanski um sjötugt= eftir 16 ár. Kveðja, bið að heilsa á bloggfundinn.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 21.11.2008 kl. 19:40
Já menntasnobbið er engin ný uppfinning. En allir eru við bara misjafnlega klæddir krakkar..... með mislétta húð
Kveðja í stéttlausan Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 21.11.2008 kl. 22:53
Njóttu helgarinnar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.11.2008 kl. 23:57
já góan´ það er nú það, ekki sama ´Jón eða séra Jón´ kærleiks kveðja vina og takk fyrir að framkalla kitl í andlits vöðvana
Jóhanna S Garðars (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 10:58
Ég er heppin að tengdasonur minn er ekki læknir. Minn eini tengdasonur býr í Reykjanesbæ en mundi örugglega fara í búð fyrir mig , jafnvel sækja mig bara norður ef ég væri í matarþurft. Að vísu mundu tengdadæturnar hér og börnin mín hlaupa strax fyrir mig ef ég bæði þau.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 22.11.2008 kl. 16:39
Ekki af gamla skólanum,heldur steinaldarskólanum
Líney, 22.11.2008 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.