Held ég fari fram á áhættuþóknun eða kannski bara klaufaálag í vinnunni minni
Klukkan að verða níu í gærkvöldi eftir assgoti langan dag, tókst mér að detta kylliflöt á ganginum fyrir framan hurðina í síðustu heimsókn kvöldsins...
Þetta voru glæsileg tilþrif auðvitað, það þarf nú ekkert að spyrja að því, ég reyni alltaf að vanda mig við allt sem ég geri
Verst að enginn var til að njóta gjörningsins... nema bara ég og hægri handleggurinn minn, flestöll rifbeinin í síðunni þeim megin og ökklinn líka... Og eins og eðlilegt er þegar ég á í hlut, þá var þetta auðvitað eini bletturinn á ganginum þar sem ekki var motta og þar var að sjálfsögðu agnarlítill bleytublettur sem mér svo tókst að skripla á, fljúga upp í loftið og skella síðan í gólfið með tilþrifum... flýta sér aðeins hægar kannski
Ég ætlaði svo ekki að geta talað við konuna sem ég var að heimsækja... ég náði varla andanum... fyrir hlátri og smá líka fyrir sársauka í síðunni. Held hún hafi stimplað mig hálfgeðveika loksins þegar mér tókst að koma því út úr mér á skiljanlegan hátt hvað hafði gerst og henni fannst það barasta alls ekkert fyndið... Það er gott að það eru ekki allir eins
Annars ferlega góð, smáhölt og svolítið erfitt að prjóna, en það lagast
Það er komin mislit jólaljósasería á þakskyggnið framan á húsinu okkar og hún verður sett í samband í dag, það verður gaman að koma heim í kvöld og sjá ljósin
Mislit jólaljós á þessu heimili eru samkomulag, það er að segja, ég samþykkti að þau yrðu mislit... man ekki til þess að spúsi minn væri nokkurtímann spurður
En hann er yndislegur og búinn að hafa mikið fyrir því að setja þetta upp, svo hann er líklega samþykkur því eftir allt saman
Njótið þessa frábæra sunnudags og farið vel og varlega með ykkur











Flokkur: Bloggar | 23.11.2008 | 06:59 (breytt kl. 07:01) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 173249
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ elskan mín, vona að þú sért ekki stórslösuð
Eigðu góðan sunnudag

, 23.11.2008 kl. 09:08
Fara sér hægt kelli mín. Njóttu sunnudagsins.
Ía Jóhannsdóttir, 23.11.2008 kl. 09:19
Í guðsbænum farðu varlega það er nóg að ég sé óvinnufær þó svo að þú bætist ekki í hópinn það gengur heldur hægt hjá mér að fá bata
Dísa (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 10:04
Dagný mín: Meira svona smáóþægindi og sært stolt
Þakka þér og sömuleiðis mín kæra

Ía mín: Já galdurinn er víst að flýta sér hægt sko
Njóttu dagsins

Dísa mín: Hvað er þetta, er þér ekki ennþá batnað skinnið mitt ?
Hættu að vinna í nokkra daga og gáðu hvort batinn kemur ekki aðeins fyrr
Ég fer alltaf varlega, skrattinn sér um sína sko
Jónína Dúadóttir, 23.11.2008 kl. 10:34
þarf að fara að klæða þig í Michelin galla, og hafa talíur í hverju herbergi, til að festa þig í, svo þú súnkir ekki svona á gólfið?
Einar Indriðason, 23.11.2008 kl. 11:26
Einar minn: Það verður líklega að vera eitthvað svoleiðis
Jónína Dúadóttir, 23.11.2008 kl. 11:41
Og þú varst svo fljót á fætur að engispretta hefði skammast sín
Erna Evudóttir, 23.11.2008 kl. 11:43
Jamm hún hebbdi roðnað
Góður sunnudagur
Birna Dúadóttir, 23.11.2008 kl. 12:34
Þú heppin að stíga á eina blautamottulausa blettinn
. Vonandi jafnar þú þig fljótt. Ég er líka með svona þegjandi samkomulag um lit á jólaljósunum, nema hvað maðurinn ræður og ég er ekki spurð
, er alveg sátt við það sko
, er nebblega með svolítinn valkvíða þegar kemur að skrauti og ljósum

Hafðu það gott ljúfan og laugardagskvöldið næsta er frátekið mundu það!
Sigríður Jóhannsdóttir, 23.11.2008 kl. 12:48
Erna mín: Nebbnilega
Birna mín: Alveg örugglega
Sigga mín: Ég alltaf heppin
Búin að taka næsta laugardagskvöld frá með mestu ánægju og tilhlökkun

Jónína Dúadóttir, 23.11.2008 kl. 12:53
Ninna mín ég hef ekki komist út úr húsi síðan á fimmtudagsmorgun þá fór ég til doksa
Dísa (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 14:37
Ég vona að þú hafir ekki meitt þig of mikið þegar þú dst og vonandi lagast þetta hjá þér.
Skil ekki þetta jóladrasl allt saman.
Kveðja Hinn ljóti.
Skattborgari, 23.11.2008 kl. 14:43
Ég varnærridottinn með glæsibrag hérna um daginn. Á háum hælum flaug ég í loftinu niður tröppur í slow motion en fyrir slysni þá endaði ég á löppunum.
Minn ástækæri (verðandi fyrrverandi með þessu áframhaldi) var að pissa í sig úr hlátri. Bölvað kvikindið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.11.2008 kl. 14:53
Já það er eins gott að gá að sér í hálkunni. Maðurinn minn datt illa hér á planinu á fimmtudaginn. Hægri mjöðmin er nú í öllum regnsboga litum. Var þó heppinn að ekki fór ver. Vonandi nærð þú þér fljótt af þessari byltu.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 23.11.2008 kl. 16:36
Dísa mín: Vonandi batnar þér sem fyrst mín kæra
Þetta eru nú ekkert rosalega margir dagar sko
Skattborgari: Þakka þér fyrir, ég er marin en ekkert brotin
Jenný mín: Æ æ æ ég er að reyna að hlægja ekki........
Samúðarkveðjur... til ykkar beggja
Ólöf mín: Vonandi nær maðurinn þinn sér alveg
Það er ekkert að mér sem smáhlátur getur ekki lagað... takk heillin mín
Jónína Dúadóttir, 23.11.2008 kl. 16:43
Það er virkilega gott að heyra það. Vonandi verðuru betri fljótt.
Kær kveðja Skattborgari,
Skattborgari, 23.11.2008 kl. 18:31
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 23.11.2008 kl. 20:56
Aumingja þú, það er sko hægt að meiða sig án þess að brotna, eingin reynsla. Ég datt á hálku á öxlina fyrir tæpum tveim árum og en er hún að plaga mig ef ég er að þurka af og svoleiðis hreyfingar. Vonandi ert þú heppnari. Kveðja.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 23.11.2008 kl. 22:44
Skattborgari: Þakka þér fyrir
Sigrún mín: Ég veitða....
Víst er þetta fyndið, nema það að geta ekki prjónað
Takk elsku dúllan mín

Dúna mín: Ég er alltaf svo heppin, nema þegar ég er óheppin
Æi það er oft betra að brotna bara hreinlega
Vonandi lagast öxlin
Jónína Dúadóttir, 24.11.2008 kl. 05:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.