Yngsta barnabarnið okkar hún Linda Björg, er þriggja ára síðan í september. Hún og mamma hennar voru að spjalla saman um jólin og jólasveinana og líka það að setja skóinn út í glugga. Mamman spurði hvort þær ættu ekki að setja líka skó fyrir Primo, hundinn þeirra. "Nei, hann á enga skó", sagði sú stutta
En ef ég lána honum einn af mínum skóm, sagði mamman. Krílið hugsaði sig um smástund og sagði svo: "Nei nei, það þarf ekki, hann má bara fá kartöflurnar mínar"
Ég veit ekki hvað það er með mig og fatastærðir barna... ég sé þessa litlu elsku nokkrum sinnum í viku og langoftast af öllum krílunum okkar sem búa flest úti á landi, samt tókst mér að prjóna á hana peysu sem má helst ekki vera minni...
Þetta er auðvitað viss hæfileiki... veit að vísu ekki ennþá að hvaða gagni hann gæti mögulega komið... hæfileikar verða að koma að gagni er það ekki ? Eina sem þetta gerir eiginlega, er að láta foreldrana snúast í að skipta út flíkunum sem ég er að senda, fyrir stærri flíkur og ekki er það neitt andsk... gagn
Annars ferlega góð inn í daginn og ætla að drífa mig í að festa tölurnar á peysuna umræddu og afhenda hana, áður en hún verður of lítil
Eigið góðan dag elskurnar og ég hökti glöð með ykkur inn í fína vinnuviku









Flokkur: Bloggar | 24.11.2008 | 07:23 (breytt kl. 07:24) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 173249
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn Jónína mín. Já börnin vaxa en brókin ekki stendur einhvers staðar.
Ía Jóhannsdóttir, 24.11.2008 kl. 09:14
Ég skil ekki Jólin.
Ég er með mjög einfalda lausn sambandi við prjónamennskuna þú prjónar bara 1-2númerum stærra en þú ætlar að gera upphaflega þá ætti þetta að sleppa.
Kveðja skattborgari.
Skattborgari, 24.11.2008 kl. 09:18
Lausn á prjónamálunum gæti verið að geyma þessa peysu fyrir næsta barnabarn og prjóna nýja
Ég tala af reynslu - á nefnilega ógrynni af hekluðum húfum og hálfprjónuðum peysum sem óvart urðu ekki í réttri stærð 
, 24.11.2008 kl. 10:17
Yngsta mín var einu sinni óþæg og fékk kartöflu í skóinn, hun sagði, mamma jólasveinnin gaf mér kartöflu í skóinn, hun var semsé mjög hamingjusöm með það
Eigðu góðan dag
Kristín Gunnarsdóttir, 24.11.2008 kl. 10:58
Ninna mín það er betra að prjóna aðeins of stórt en of lítið því barnið vex en brókin ekki

Dísa (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 11:40
Eigðu góðan dag á móti heillin mín, strax skárra að prjóna trefla því þeir vaxa endalaust með barninu tíhí...
Jokka (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 12:02
Ía mín: Góðan daginn, jú það er víst rétt
Skattborgari: Ég prónaði peysu sem átti að vera á 4 til 6 ára og mín litla er svona rétt í meðallagi
Dagný mín: Gott ráð, það er annað á leiðinni undir vorið
Kristín mín: Litlu dúllunni minn finnast kartöflur sko ekkert góðar
Eigðu góðan dag líka
Dísa mín: Ég var að því ! Prónaði á 4 - 6 ára til að vera nú viss, kenni prjónablaðinu um í þetta skiptið
Er þér að batna heillin mín ?
Jónína Dúadóttir, 24.11.2008 kl. 12:05
Góð sú stutta
hún er sem sagt viss um að eiga í kartöflumús. Ertu að prjóna með sama garninu og sömu prjónfestu og í uppskriftinni? Sumar uppskriftir eru með svo bjánalegum stærðum, það er náttla bara einfaldast og best að kenna blaðinu um
Vona að þú þurfir ekki að hökta lengi, komist bara í lag 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 24.11.2008 kl. 12:33
NEI er að fara að hitta annan doktor
Dísa (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 12:51
Elskan mín,hann Einar Birgir passar enn í náttfötin sem ég sendi honum.þegar hann var tveggja ára
Birna Dúadóttir, 24.11.2008 kl. 12:55
Fatastærðir og börn eru ekki eitthvað sem ég ræð við
, kannske jafngott ég sé ekki amma
Hafðu það gott mín kæra
Sigríður Jóhannsdóttir, 24.11.2008 kl. 19:09
Sigrún mín: Og hún sem er alger engill...
kannski samt með smá horn og hala annað slagið
Allt nákvæmlega eftir uppskrift og kenni blaðinu um með ánægju
Elskan mín er næstum farin að dansa hér á svellunum
Dísa mín: Gangi þér vel og vonandi batnar þér sem fyrst
Birna mín: Einar heppinn að eiga svona framsýna frænku
Sigga mín: Þú verður æðisleg amma
Þú þarft ekki að skilja þau, bara elska þau og það er ótrúlega auðvelt

Jónína Dúadóttir, 24.11.2008 kl. 20:16
Prjónaðu lopapeysu það stóra að þú kæmist tvöföld í hana. Þegar þú ert búin að prjóna, og ganga frá. Settu lopapeysuna í þvott, á suðu. Og síðan þeytivinda. Þetta skaltu endurtaka þar til lopapeysan er orðin nógu ... umm.. stór....
(Ef þú gerir þetta rétt, þá ætti lopapeysan að geta staðið sjálf, og vera álíka traust og skothelt vesti.)
Einar Indriðason, 24.11.2008 kl. 23:57
Jónína Dúadóttir, 25.11.2008 kl. 05:31
Erna Evudóttir, 25.11.2008 kl. 07:08
Eru það þessi sem hann fer með í útilegurnar hjá sænska hernum ?
Jónína Dúadóttir, 25.11.2008 kl. 07:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.