Við stöndum frammi fyrir risastórri og mjög mikilvægri ákvörðun á þessu heimili... í hvaða gluggum eigum við að hafa aðventuljósin tvö sem við eigum ???
Þetta er sko ekkert auðvelt, var meira að segja að hugsa um að kaupa bara 9 aðventuljós í viðbót til þess að losna við þennan gífurlega valkvíða... þá væri eitt í hverjum glugga, mínus kjallaragluggarnir tveir
Nei, aulinn ég sko vissi ekki að þetta væri svona mikið mál, fyrr en fullorðin kona spurði mig að þessu um daginn... "Í hvaða glugga hefurðu svo aðventuljósið ?" Ég hélt að það væri nú ekki mesta áhyggjuefni lífs míns, ég ætti tvö og mundi bara setja þau í tvo glugga....
Já en með alla þessa glugga, þau mega til dæmis ekki vera í samliggjandi gluggum og þau verða að snúa þangað sem fólk sér þau og núna býrð þú ekki lengur uppi í fjallinu og verður aðeins að hugsa og og....
Aulinn ég hélt að ég mundi bara setja þau þar sem væru innstungur, en klónið af Völu Matt var nú ekki á sama máli sko
Svo að þess vegna er ég auðvitað búin að vera að reyta hár mitt og skegg í marga daga og endar með að ég fer að naga neglurnar... eða nei aldrei það að vísu
Annars ferlega góð inn í daginn og magasárið er ekkert svo alvarlegt þrátt fyrir þetta, bara tilhlökkun og leti í passlegri blöndu
Yndislegt eins og alltaf að fylgjast með jólaljósum hrannast upp hér og þar um bæinn og vita að það er alveg að koma desember
Eftir vinnu í dag fer ég á uppáhaldssnyrtistofuna mína og eyði þar svo sem eins og tveimur tímum af lífi mínu, það þarf að jólaskreyta mig líka auðvitað
Gangið glöð inn í góðan dag og verið góð við ykkur sjálf og alla aðra í leiðinni











Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Settur aðventumálið í nefnd og hafðu skiladag fyrir sunnudag.
Allt í nefnd.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.11.2008 kl. 07:58
Jenný mín: Þakka þér fyrir, geri það... verst að nefndir eru ekki þekktar fyrir að vinna svo hratt
Jónína Dúadóttir, 26.11.2008 kl. 08:01
Svona Völu Matt klón eru alveg ótrúleg! Jónína mín settu þessi tvö bara þar sem þú nýtur þeirra best og vertu ekkert að spá í það hverjir aðrir sjá þau.
Huld S. Ringsted, 26.11.2008 kl. 08:03
Huld mín: Það var nú meiningin í upphafi af því að ég geri þetta fyrir mig og klónið breytti engu þar um, mér fannst þetta bara svo fyndið

Ragna mín: Kannski ég fái hann þarna Lufsa Latason eða hvað hann heitir eða er hann kannski farinn ?
Knús inn í þinn dag líka mín kæra
Jónína Dúadóttir, 26.11.2008 kl. 08:13
Þú ert bara frábær, altaf svo upplífgandi að lesa bloggið þitt.
Kærleikur til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 26.11.2008 kl. 08:32
Heheheh ég átti í þessum sömu erfiðleikum fyrir nokkrum árum þegar ég flutti hingað. Kauptu bara fleiri ljós.
Ía Jóhannsdóttir, 26.11.2008 kl. 08:37
Hey ég heyrði í gær af e-hverju fyrirbæri sem heitir Leiðbeiningar heimilanna, eða e-hvað þannig, getur googlað þetta, þá hringir maður semsagt í e-hvað 900 númer og fær leiðbeiningar um allt á milli himins og jarðar!! Þær geta örugglega leiðbeint þér (ég segi þær, því það er víst bara konur sem vinna þarna og þær vita bókstaflega allt!) híhí...
Eigðu góðan dag sömuleiðis, á að fá sér rauðar og gylltar strípur svona í stíl við jólin??
Jokka (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 08:46
Kristín mín: Þakka þér fyrir kæra vina

Ía mín: Ef ég gerði það, þá færi hann spúsi minn nú alveg á samskeitunum, honum finnst ég nefnilega svooolítið ýkt fyrir
Jokka mín: Fyrr lægi ég dauð en að fara að spyrja þannig, en takk samt fyrir ráðið elskuleg
Hugmyndin er rastafléttur með blikkandi jólaseríum og táneglur með jólasveinamyndum, augabrúnir í hvítu til að tóna nú við alla hina jólasveinana

Jónína Dúadóttir, 26.11.2008 kl. 09:28
Ég set upp mín jólaljós til að gleðja mitt hjarta og minna barna. Svo er auðvitað í lagi að gleðja aðra í leiðinni. Hafðu ljósin bara þar sem þér hentar. Það verður nú að flikka eitthvað uppá þig fyrst allt skegg er horfið...
Njóttu dekursins á snyrtistofunni 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 26.11.2008 kl. 12:36
Sigrún mín: Innilega sammála þér með jólaljósin
Já það var þetta með skeggið sko
Takk mín kæra, ég kem til með að njóta þess og vona að þú hafir það gott í dag
Jónína Dúadóttir, 26.11.2008 kl. 12:47
Einfalt svar: Þú bara víxlar aðventuljósunum daglega. Þannig fá allir gluggar sinn skerf! (Og getur jafnframt unnið þér inn nokkrar krónur með því að opna veðbanka, hvaða gluggar vinna næst.)
Einar Indriðason, 26.11.2008 kl. 14:16
Aulinn ég á bara eitt aðventuljós og skiptir engu í hvaða glugga það er,né hvort það er yfirhöfuð kveikt á því
knús
Líney, 26.11.2008 kl. 17:04
Situr það annað í stofuna og hitt í eldhúsið málið dautt. Ef fólk vill sjá aðventuljós þá kaupir það sér bara nokkur stykki.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 26.11.2008 kl. 19:33
Ninna mín ég er svo innilega sammála síðasta ræðumanni
ef ég réði einhverju um þetta mál myndi ég gera eins og hann leggur til


Dísa (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 19:49
Einar minn: Alltaf ferskur
Líney mín: Knús til baka

Skattborgari: Rétt hjá þér
Dísa mín: Þú mátt ráða


Jónína Dúadóttir, 26.11.2008 kl. 19:57
Til að vera örugg um að allir njóti frá öllum hliðum hússins: Kaupa tvö ný ljós!
Blessuð ekkert svona njóttu bara ljósanna sjálf og vertu bara ekkert að leyfa einhverri Völu Matt týpu að njóta þeirra, hún getur bara keypt sitt jólaskraut sjálf

Hafðu það gott dúllan mín, ég bíð eftir laugardagssíðdegi. Hvað um mat klukkan 18, svona eins og á jólunum?
Sigríður Jóhannsdóttir, 26.11.2008 kl. 20:39
Sigga mín: Bara glæsilegt

Jónína Dúadóttir, 26.11.2008 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.